5.12.2009 | 10:18
Er hrunið að stærstum hluta á ábyrgð enduskoðunarfyrirtækjanna?
Ég hef verið að velta fyrir mér þessari spurningu. Þessi frétt hefur vakið upp mögulega ástæðu en hún er sú að endurskoðunarskriftofur þurfa að enduskoða reikninga félaganna og samþykkja þá. Er raunhæft að samþykkja reikninga sem eru með allt að 70% af eignum í "GOODWILL"? Er þetta raunsæ mynd af stöðunni?
Ég tel að orsakir hrunsins séu tvær og sú fyrri er gengisstýring félaganna á hlutabréfum í eigin félögum og sú síðari er hömluleysi endurskoðenda í mati á "GOODWILL" fyrirtækjanna í viðskiptum við þá.
Stærsta orsökin fyrir hruni á eignasafni bankanna er sú að þessi félög sem skulduðu þeim áttu afar lítið í haldbærum eignum en á móti mikið í viðskiptarvild. Ef harðnar á dalnum þá hverfur goodwill fyrst undantekningarlaust.
Það var og er í verkahring FME að fylgjast með eignasafni bankanna og þeirra mat á eignunum.
Þegar Hannes Smárason gekk inn í FL group þá var ný búið að skrifa undir samning við Boeng verksmiðjurnar um kaup á 3 B757-300. Hannes fór á stíufanna og kannaði hvað verðgildi þessa samning væri á frjálsum markaði og komst að því að hann var um 50 milljarða en samningsupphæðin var einungis 45 milljarðar. Með þessa vitneskju fór hann til Björgólfs Guðmundssonar í Landsbankanum og tók "lán" upp á 4 milljarða út á þessa 5 milljarða sem á milli bar milli samningsins og markaðsverðsins. Þetta lán var svo notað í kaup á öðrum félögum ásamt hlutum í FL Group.
Þessir 4 milljarðar sem Björgólfur lánaði Hannesi voru ótryggðir og þar af leiðandi ólöglegt samkvæmt lögum um bankastofnanir. Þessháttar viðskipti áttu sér stað marg oft fram að hruninu.
Tæplega 70% eigna 365 miðla óefnislegar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
1.12.2009 | 09:31
Eru þessar uppsagnir í pólitískum tilgangi?
Spurning dagsins: Telur þú að þessar uppsagnir séu í pólitískum tilgangi? Já_______ Nei______
Ölgerðin skilaði stórkostlegum rekstrarafgangi á síðasta ári. Með því að nota ekki rekstrarafganginn til að reka fyrirtækið áfram á þessum erfiðu tímum eru þeir að fría sig frá samfélagslegri skildu sinni sem er að koma okkur út úr þessu vanda með okkur hinum.
Með samstilltu átaki og verðlagi stillt í hóf getum við unnið okkur út úr þessu.
Við munum beina okkar viðskiptum til þeirra sem eru í samvinnu við okkur með að leysa þessi mál á sem sársaukaminnstan hátt fyrir alla.
Uppsagnir hjá Ölgerðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.11.2009 | 13:40
Voru þessi kúlulán liður í ólöglegum verðmyndunum á hlutabréfum bankanna?
Ef svo er þá er ekki einvörðungu skattlagning afskritarinnar vandamálið heldur hugsanleg brot á lögum um verðbréfaviðskipti. Það er nú fyrir rétti sakamál í Héraðsdómi Reykjaness þar sem 2 fyrrum bankastarfsmenn eru ákærðir fyrir brot af sama meiði og ofangreint.
Það er mjög bagalegt þegar bankastarfsmenn eru að taka lán hjá vinnuveitanda sínum til þess að kaupa hlutabréf í hlutafélaginu sem rekur vinnustaðinn. Það ætti að vera bankastarfsmönnum augljóst að það hafi verið ólíklegt að þessi lán voru að bæta hag bankans heldur aðeins að trekkja að ókunnuga fjárfesta til að glepjast af þessari óraunhæfu verðmætaaukningu hlutabréfa í fyrirtæki sem ekki sýndi hagnað af daglegum reskstri heldur einungis hagnað af sölu á eigin hlutabréfum.
Hagnaður bankanna síðustu 3 árin fyrir hrun var einvörðungu fyrir tilstuðlan markaðsmisnotkunar þeirra á gengi krónunar. Það er staðfest að bankarnir hafi veikt íslensku krónuna í lok hvers ársfjórðungs til þess eins að hækka verðlag og þar með vísitöluna. Þegar vísitalan hækkaði þá hækkuðu verðtryggðu lánin og þar með jukust þau um þá krónutölu sem verðbæturnar námu. Þegar fjórði mánuðurinn leið þá styrktist krónan aftur gagnvart evru og dollar. Þetta þýddi að þegar bankarnir gerðu upp eignasafn sitt þá hafði það hækkað um verðbæturnar en gengið var þá orðið það sama fyrir lækkun í fyrri mánuði og myndaði því hagnað sem nam vísitöluhækkuninni. Þetta sáu erlendu lánadrottnarnir ekki fyrr en í lok 2007 en þá fór að halla undan fæti hjá bönkunum með erlend lán. Ástæðan fyrir því að bankarnir fengu ekki meira lán á þessum tíma er sú að lánveitendur sáu að hagnaður þeirra var í formi hækkaðs eigins fé í verðtryggðum verðbréfum sem greiddust til baka á allt að 40 ára tímabili. Sem sagt þetta var ekki hagnaður sem var hægt að greiða vexti né rekstur bankanna.
Þegar allt lokast hjá íslensku bönkunum þá fara þeir út í að stofna "innlánsreikninga" svo sem Icesave og Edge. Framhaldið er öllum kunnugt um.
Þrýstu á um að sleppa við að borga skatta af afskrifuðum skuldum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.11.2009 | 13:02
Ef við styrkjum krónuna þá hækkar forgangskrafa innlánstryggingasjóðs.
Samkvæmt fullyrðingu tryggingastærðfræðingsins Péturs Blöndals þá hafa skuldabréfin hækkað um 60 milljarða á hálfu ári vegna þess að forgangskrafan hefur verið fryst í krónum talið 22. apríl sl samkvæmt lögum frá Alþingi. Þar sem eignir gamla Landsbankans eru að mestu í erlendum myntum og gengi þeirra hafa hækkað um rúm 8% frá 22. apríl geti eignir hans staðið undir 90% af Icesave kröfunum sem eru fastar í krónutölu.

Pétur heldur áfram: Hins vegar sé þessi forgangskrafa megineign innlánstryggingasjóðs til þess að mæta þeim skuldabréfum sem ríkisstjórnin hefur samþykkt að veita ríkisábyrgð á. Pétur sagði þau skuldabréf gengistryggð og bera ofurvexti, svonefnda Svavarsvexti, eða 5,55%. Þau hafi hækkað um 80 milljarða króna á hálfu ári, þar af um 20 milljarða vegna vaxta á móti eign sem er föst í krónutölu.
Ég vil nota tækifærið og spyrja Pétur að lokum um þetta: Ef forgangskrafan hefur verið fryst í krónum talið og veiking hennar var um 8% frá 22. apríl eða sem svarar til 60 milljörðum, hver verður þá staðan ef gengi íslensku krónunar styrkist um 33% (gengi evru úr 180 í 120 kr) á einu ári eða svo, er þá ekki hægt að tala um lækkun upp á 250 milljarða? Ef krónan styrkist enn meir segjum til dæmis í 90 kr evran þá verður lækkunin 375 milljarðar. Ef þetta gerist þá verður til fyrir 100% af Icesave skuldinni. Við þyrftum að greiða vexti á þeim tíma sem það tekur eignasafn gamla Landsbankans að greiða upp kröfurnar frá innlánstryggingasjóði.
Ef þetta er tilfellið og skuldabréfin eru fryst í íslenskum krónum þá er þetta ekkert annað en tær snylld Svavars og félaga. Þeir hafa platað Breta og Hollendinga með þessum háu vöxtum og afvegaleitt þá til að samþykkja frystingu lánsins í íslenskum jójó krónum. Þetta er tær snylld. Stóra spurningin er: Voru þeir meðvitaðir um þessa leikfléttu eða skeði þetta bara óvart?
Við verðum nú að taka okkur saman í andlitinu og gera allt til að styrkja gengi íslensku krónunar, til að mynda með því að laða að fjárfesta til landsins og liðka til fyrir fleiri orkuverum og álverksmiðjum ásamt öllum þessum hugmyndum um Keflavíkurflugvöll og fjárfestingum honum tengdum.
Icesave-skuldabréf hækkað um 80 milljarða á hálfu ári | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.11.2009 | 16:27
Það eru engir fyrirvarar vegna þess að við skuldum aðeins 10% í Icesave.
Það er ekkert undarlegt við það að AGS hafi ekki sett fyrirvara af þeirra hálfu varðandi afgreiðslu Icesave skuldbindingarinnar á Alþingi. Skuldbinding okkar er aðeins 10% af heildarkröfu Hollendinga og Breta.
Þessi skuldbinding upp á 10% mun ekki raska okkar afkomu að heitið getur. AGS er fullviss um að við munum spjara okkur. Það sem er alvarlegra er það tjón sem Seðlabankinn varð fyrir í hruninu þegar allar lánveitingar til gömlu bankanna voru án veðtryggingar. Þetta tjón nemur um 500 milljörðum króna og þarf að greiðast upp á 10 árum. Ríkið lagði fé í Seðlabankann sem var tæknilega gjaldþrota í þessu hruni.
Kjarni málsins er því hrun Seðlabanka Íslands en ekki Icesave.
Engir fyrirvarar af hálfu AGS | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
1.11.2009 | 17:32
Það er verið að gera úlfalda úr mýflugu. Það eru 90% upp í ICESAVE skuldina núþegar.
Hver vegna eru þingmenn að karpa um ICESAVE þegar það liggur fyrir að 90% af skuldinni verði greidd með eignum Landsbankans. Það mun aðeins um 10% af skuldinni standa eftir sem við verðum að greiða. Það gæti hugsanlega verið næg eign í eignasafninu fyrir allri skuldinni.
Eitt helsta vandamál sem Íslendingar eiga við að glíma nú er skortur á hæfum þingmönnum. Af hverju eru þingmenn ekki valdir eftir reynslu og menntun í stað pólitískra vinsælda. Það ætti að stilla upp framboðslistum sem eingöngu væru skipaðir menntuðu fólki og/eða með reynslu í atvinnulífinu. Það þarf líka raunsætt og skynsamt fólk af báðum kynjum sem hafa getu og þekkingu til að setja lög og hafa eftirlit með framkvæmdum embættismanna og ekki síður framkvæmdarvaldinu.
Ég tel að það þurfi að stofna eftirlitsnefnd sem yrði mönnuð af þingmönnum og gæti hún kallað til þingmenn, embættismenn og síðast en ekki síst ráðherra til að rannsaka hgsanleg misferli þessara aðila.
Getur ekki samþykkt Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
31.10.2009 | 17:50
Höskuldur! Menn kasta ekki grjóti sem búa í glerhýsi.
Höskuldur segir eftirfarandi: "Þetta vekur tortryggni og óánægju, að verið sé að hygla einhverjum sem er hugsanlega tengdur einhverjum stjórnmálaflokkum. Þjóðfélagið hefur ekki gott af því," tilvitnun líkur. Þetta er nákvæmlega verklag Framsóknarflokksins frá ómunatíð. Framsókn vildi taka 2000 milljarða lán hjá Norðmönnum. Af hverju stunda þessir menn ekki viðskipti í stað þingmennsku?
Nýi KaupÞing banki metur það sem svo að ef núverandi eigendur geta lagt fram viðbótar hlutafé upp á 5 milljarða þá séu Hagar HF í betri stöðu en ef til gjaldþrots kæmi, þá fyrst glötuðust fjármunir fyrir alvöru. Með því að afskrifa hluta skulda niður að þolmörkum greiðslugetu félagsins eftir innskot viðbótar hlutafés, þá er það besta niðurstaðan sem fæst í stöðunni. Ef til gjaldþrots kæmi þá fyrst færu verðmæti til spillis og lögfræðingar mata krókinn sem aldrei fyrr.
Það er afar ríkt í Íslendingum að blanda tilfinningum í viðskipti. Kalt mat Kaupþingsbanka er því þetta: 5 milljarðar inn og rekstur haldi áfram í höndum stofnenda og reynsluboltanna sem reka fyrirtækið í dag.
Að blanda saman pólitík og viðskiptum er ávísun á spillingu. Ég get ekki séð hvaða hagsmuni stjórnmálaflokkar þurfi að gæta að í þessu máli. Allt þetta mál er uppi á borðinu og öllum ljóst hvað er í gangi.
Það eru eftirlitsstofnanir sem framfylgja lögum og reglum er varðar viðskipti fyrirtækja og banka. Það lítur út fyrir að nýja forustan í FME sé að sinna sínum skildum af kostgæfni.
Vekur tortryggni og óánægju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
31.10.2009 | 00:02
Hver á í Byr? Ærr sha súú?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.10.2009 | 17:28
Skólabókadæmi um "klúður"?
Gott skipulag hefði getað komið í veg fyrir þetta klúður sem hefur kostað milljón. Mundi design ætti að einbeita sér að fatahönnun í stað hönnunar á fiskabúri sem ekki hélt vatni frekar en vasarnir á flíkunum þeirra.
Mundi design gæti lent í samskonar uppákomu og járnsmiðjan í þessu tilviki. Segjum sem svo að Járnsmíðameistarinn kæmi til Mundi design með málin af eiginkonunni og bæði Mundi design að hanna og sauma kjól á konuna. Járnsmíðameistarinn afhendir honum málin af konunni og óskar eftir verðhugmynd frá þeim. Mundi design segist gera ráð fyrir að kjólinn kosti um 6000 krónur. Þegar kjólinn er afhentur 5 tímum fyrir árshátíðina þá kemur í ljós að konan er of feit fyrir kjólinn og úr vöndu er að ráða. Járnsmiðameistarinn krefst þess að Mundi design komi strax heim til hans og reddi þessu "klúðri". Fatahönnuðurinn getur ekki bjargað Þessu nema með því að spretta kjólinn upp og víkka hann. Þetta gerir Mundi design og afhendir kjólinn.
Klukkutíma fyrir árshátíðina fer frúin aftur í kjólinn og fer af stað á árhátíðina og þegar þangað er komið þá kemur saumspretta á hann og allt flæðir út og mikið hafarí fyrir Járnsmíðameistarann að hemja þetta allt.
Eiginkonan varð að fara heim aftur og fara í mussu og pils en það var ekki sá klæðnaður sem hún hafði hugsað sér að mæta í á árshátíðina.
Járnsmíðameistarinn bar þetta tjón sjálfur og borgaði kjólinn sem kostaði 30.000 þegar upp var staðið þrátt fyrir að Mundi design hafi talað um 6000 krónur í upphafi málsins.
Lekt fiskabúr fyrir dómstóla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.10.2009 | 16:24
Það er ánægjulegt að fá svona jákvæðar fréttir.
Leikjasíða á netinu skilaði mestum hagnaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)