Höskuldur! Menn kasta ekki grjóti sem búa í glerhýsi.

Höskuldur segir eftirfarandi: "Þetta vekur tortryggni og óánægju, að verið sé að hygla einhverjum sem er hugsanlega tengdur einhverjum stjórnmálaflokkum. Þjóðfélagið hefur ekki gott af því," tilvitnun líkur. Þetta er nákvæmlega verklag Framsóknarflokksins frá ómunatíð. Framsókn vildi taka 2000 milljarða lán hjá Norðmönnum. Af hverju stunda þessir menn ekki viðskipti í stað þingmennsku?

Nýi KaupÞing banki metur það sem svo að ef núverandi eigendur geta lagt fram viðbótar hlutafé upp á 5 milljarða þá séu Hagar HF í betri stöðu en ef til gjaldþrots kæmi, þá fyrst glötuðust fjármunir fyrir alvöru. Með því að afskrifa hluta skulda niður að þolmörkum greiðslugetu félagsins eftir innskot viðbótar hlutafés, þá er það besta niðurstaðan sem fæst í stöðunni. Ef til gjaldþrots kæmi þá fyrst færu verðmæti til spillis og lögfræðingar mata krókinn sem aldrei fyrr.

Það er afar ríkt í Íslendingum að blanda tilfinningum í viðskipti. Kalt mat Kaupþingsbanka er því þetta: 5 milljarðar inn og rekstur haldi áfram í höndum stofnenda og reynsluboltanna sem reka fyrirtækið í dag.

Að blanda saman pólitík og viðskiptum er ávísun á spillingu. Ég get ekki séð hvaða hagsmuni stjórnmálaflokkar þurfi að gæta að í þessu máli. Allt þetta mál er uppi á borðinu og öllum ljóst hvað er í gangi.

Það eru eftirlitsstofnanir sem framfylgja lögum og reglum er varðar viðskipti fyrirtækja og banka. Það lítur út fyrir að nýja forustan í FME sé að sinna sínum skildum af kostgæfni.


mbl.is „Vekur tortryggni og óánægju“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Landfari

Málið er að það er tortryggilegt þegar skuldir eru afskrifaðar og sömu eigndur halda áfram í skuldminna fyrirtæki. Þegar Moggaskuldirnar voru afskrifaðar var það gert þegar nýjir eigendur komu að fyrirtækinu.

Í öllum tilfellum er það afskaplega ósanngjarnt gagnart þeim sem eiga í samkeppni við viðkomandi fyrirtæki þegar það fær niðurfelldar skuldir ístaðin fyrir að fara bara á hausinn svo að þau betur reknu geti lifað af í minnkandi veltu á markaðnum.

Það að "bjarga" einu fyirtæki með niðurfellingu skulda til að meira fáist úr þrotabúinu en hefði verið með því að loka verður oft til þess að næsta fyrirtæki á sama sviði fer á hausinn því markaðurinn ber ekki jafn mörg og þegar allt var á uppleið.

Landfari, 31.10.2009 kl. 22:03

2 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Þetta hefur ekkert með samkeppni að gera. Við erum að tala um þjóðfélagslega hagsmuni að fella niður skuldir sem eru umfram greiðslugetu fyrirtækja. Ef önnur fyrirtæki lenda í sömu stöðu þá á einnig að afgreiða þau á sama hátt.

Hagar Hf er líklegt til að plumma sig í framtíðinni og er það gott mál. Bankar eiga að fara varlega í fjármögnun á fyrirtækjum til að þess háttar staða komi ekki upp sem nú er komin.

Tilfinningar og viðskipti eiga ekki samleið. Slíkt kemur í veg fyrir skynsemi og hagkvæmni.

Þetta með Moggann er nú vegna gjaldþrot Björgólfs Guðmundssonar aðaleiganda Morgunblaðsins. Nýir eigendur þurftu að koma inn í reksturinn með nýtt fjármagn.

Guðlaugur Hermannsson, 1.11.2009 kl. 00:10

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll frændi

Heldurðu virkilega að prestsonurinn sé að kasta grjóti og að hann búi í glerhúsi.

Það er ósanngjarn að fella niður skuldir hjá tekjuháu fólki á meðan almenningur á að borga og borga hverja einustu krónu. Jafnt á yfir alla að ganga eða hvað nú þegar Jafnaðarstjórn er við völd.

Tek það fram að ég hef aldrei verið hrifin af Framsókn, held ég sé með einhvern framsóknarvírus.

Guð veri með þér

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 1.11.2009 kl. 00:39

4 identicon

Dastu á hausinn á ég að fara legja þig inn.

Það er bara verið að sækja almanafé til að standa straum á verðstríð á matvöru markaði næstu mánuðinna það á jú að fara gefa mjólk og annað á kosnað bankana með nýjum lánum sem við borgum á endanum eins og allt hitt 

Guðlaugur V. Guðlaugsson (IP-tala skráð) 1.11.2009 kl. 03:48

5 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Sæl frænka, er Höskuldur prestssonur? Það vissi ég ekki.

Í þessu máli eru það gömlu bankarnir sem tapa. Erlendu bankarnir tapa síðan á gömlu bönkunum. Við höfum ekkert með þetta að segja og munum ekki borga neitt fyrir gömlu bankanna.

Sæll Guðlaugur, Það eru gömlu bankarnir sem tapa ekki almenningur. Það verður aldrei ókeypis mjólk framar, bara ódýr....

Guðlaugur Hermannsson, 1.11.2009 kl. 17:07

6 Smámynd: Landfari

Guðlaugur Hermannsson, mjólkin hefur aldrei verið ókeypis. Það var bara ekki sá sem fékk hana sem borgaði heldur aðrir og nú er komið í ljós að það var ekki Baugur  eða Jón Ásgeir heldur almennir skattgreiðendur og með áföllnum vöxtum og kostnaði.

Það er ekki verið að tala um að skilanefndir gömlu bankanna sé að fara að fella niður skuldir heldur Nýji Kaupþingsbankinn sem er í eigu okkar skattgreiðenda þannig að þessar niðurfellingar koma beint úr okkar vasa en koma erlendum bönkum ekkert við.

Hvernig væri að lesa fréttirnar sem þú ert að blogga við.

Landfari, 2.11.2009 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband