Er þetta innihaldið í bóluefninu gegn svínaflensu? Ef svo er þá er lítill áhugi hjá mér.

Fimm Svíar hafa dáið af völdum bólusettningarinnar gegn svínaflensunni samkvæmt fréttum norskra fjölmiðla. Hér er innihaldið samkvæmt einum norskum bloggara (sem ég stórlega efast um að sé rétt):

Her er hva denne vaksinen inneholder:
* aluminum hydroxide
* aluminum phosphate
* ammonium sulfate
* amphotericin B
* animal tissues: pig blood, horse blood, rabbit brain,
* dog kidney, monkey kidney,
* chick embryo, chicken egg, duck egg
* calf (bovine) serum
* betapropiolactone
* fetal bovine serum
* formaldehyde
* formalin
* gelatin
* glycerol
* human diploid cells (originating from human aborted fetal tissue)
* hydrolized gelatin
* mercury thimerosol (thimerosal, Merthiolate(r))
* monosodium glutamate (MSG)
* neomycin
* neomycin sulfate
* phenol red indicator
* phenoxyethanol (antifreeze)
* potassium diphosphate
* potassium monophosphate
* polymyxin B
* polysorbate 20
* polysorbate 80
* porcine (pig) pancreatic hydrolysate of casein
* residual MRC5 proteins
* sorbitol
* tri(n)butylphosphate,
* VERO cells, a continuous line of monkey kidney cells, and
* washed sheep red blood
Om dere tør lese hva som foregår bak kulissene:http://www.cmef.eu/pdf/jk.pdf


mbl.is Átta á gjörgæslu með flensu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tony Shearer er skynsamur maður og veit að eftirlit og stjórnvöld brugðust okkur.

Það þarf ekki sérfræðinga til að sjá það að eftirlitið brást og ekki síst stjórnvöld. Viðskiptaráðherra var ekki tendur raunveruleikanum allan tímann sem hann átti að stjórna viðskiptaráðuneytinu. Þvílíkt klúður hjá einum aðila sem bar ábyrgð á þessu sem ráðherra. Eftirlitsstofnanir voru ekki í sambandi við raunveruleikann frekar en að mynd af viðkomandi aðilum á skrifstofum embættanna.


mbl.is Eftirlitsstofnanir brugðust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við erum á sama stalli og OPEC ríkin, sem eru auðug af orku eins og við.

Þessi orka sem við eigum ónýtta í iðrum jarðar er þvílíkur auður að við erum á sama "level" og OPEC ríkin.

Það sem er mikilvægast er það að við verðum að gæta okkur í umhverismálum. Mest aðkallandi er hreinsun mengandi og eitraðra lofttegunda úr gufunni og að spilla ekki umhverfinu með jarðraski umfram það sem nauðsynlegt er.

Vonandi verður hægt að leggja rafmagnssæstreng sem tapar ekki mikilli orku á leið yfir hafið til Evrópu.


mbl.is Mikil jarðvarmaorka er ónýtt á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stöðugleikasáttmálinn að springa? Hvað tekur við? Óstöðugleikasáttmáli?

Það er ekkert sprengiefni í stöðugleikasáttmálanum, hann er gerður úr bláköldum staðreyndum. Ein af staðreyndunum er sú að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn gera allt til þess að draga okkur út í meira hrun en þeir skópu í stjórnartíð sinni með því að vera með andóf á þinginu til að tefja fyrir ICESAVE samningnum sem mun opna fyrir okkur allar flóðgáttir til hagsældar og framfara.

Sjálfstæðismenn og Framsókn mega ekki gleyma þeirra ábyrgð á hruninu og spillingunni í viðskiptalífinu. Þessir flokkar eru að nýta sér smjörklípuaðferð Davíðs Oddssonar með því að níðast á ríkisstjórninni vegna ICESAVE sem þeir áttu sök á. Á meðan allir eru uppteknir við ICESAVE vandamálið þá talar enginn um Seðlabankagjaldþrotið sem Davíð Oddsson var valdur að. Seðlabankagjaldþrotið varð vegna þess að Seðlabankinn lánaði gömlu bönkunum allt að 500 milljarða króna án veðs í eignasafni þeirra. Það má ekki gleyma litlu bönkunum sem sóttu um lán frá Seðlabankanum til þess eins að lána svo aftur til gömlu bankanna gegn þeirra eigin skuldabréfum án trygginga eða veða í eignasafni þeirra. Er heil brú í þessu?


mbl.is „Kreppa - taka tvö“ framundan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er ólöglegt að veðsetja veiðiheimildir. Fyrningin hefur ekkert að gera með afkomu Landsbankans.

Veiðiheimildir eru þjóðareign og ekki heimilt að veðsetja og því aðeins heimilt að nýta þær. Landsbankinn tók veð aðeins í fiskiskipum en ekki í kvótanum. Það var farið í kringum þessi lög með því að frysta veiðiheimildir á þeim skipum sem veðsett voru. Þetta verður til þess að þegar fyrning á sér stað þá mun Landsbankinn (NBI núna) krefja skuldara um viðbótar veð til mótvægis við kvótaskerðinguna. Þetta hefði farið svona hvort sem er. Erlendir aðilar meiga ekki eiga veiðiheimildir og því er spurningin því sú, hvað gerist þegar erlendir aðilar eignast bankanna og "veðin" sem þeir sitja með.

Banki sem heldur úti lánaviðskiptum með veð í skipsskrokkum langt út fyrir verðmæti framleisðslukostnað þeirra er gjaldþrota samkvæmt BIS reglum og afskriftarreglum bankastofnanna.


mbl.is Fyrning setur fjárhag Landsbankans í voða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vaða lækinn eftir vatni. Hollendingar! lögsækið stjórnvöld ykkar en ekki okkar.

Hollendingar vaða yfir yfir lækinn eftir vatni. Hollensk yfirvöld áttu að fylgjast með stöðu tryggingarsjóðsins íslenska og koma í veg fyrir innlánin. Eftirlitið er í höndum þarlendra stjórnvalda að hlutirnir séu í lagi. Bretar hafa sýnt að þeim er ekki treystandi fyrir ábyrgðarhlutum svo sem eftirlit með bankakerfinu og koma í veg fyrir skattsvik þingmanna sinna.

Það yrði okkur til gæfu að Hollendingarnir færu í mál við íslenska ríkið. Dómsniðurstaðan mun þá staðfesta það að við eigum ekki að greiða fyrir mistök erlendra ríkja í þeirra eigin lögsögu.


mbl.is Telja hollensk stjórnvöld líka bera ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er sammála Gylfa Magnússyni ráðherra. Þetta lítur betur út en áður.

Gylfi Magnússon er með puttanna á púlsinum hvað varðar stöðu fjármála ríkisins. Icesave er ekki okkar mesti vandi heldur handvöm Seðlabankastjóra fyrir hrunið. Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkurinn eru duglegir við að nota "smjörklípuaðferð" Davíðs Oddssonar varðandi ICESAVE. Þessir tveir flokkar sem eru orsakavaldar hrunsins og ICESAVE eru að ráðast á Steingrím J og vinna skemmdaverk á hagsmunum okkar með því að kenna honum um ICESAVE og hylja raunverulegt vandamál okkar sem er óábyrg útlán Seðlabankastjóra fyrrverandi til gömlu bankanna án ábyrðar né tryggingar í eignasafni þeirra. Þetta er það sem Davíð kallaði smjörklípuaðferðina. Vandamálið er 500 milljarða tap Seðlabanka Íslands í hans stjórnartíð. Horfumst í augu við staðreyndir og vinnum okkur út úr vandanum. Bjarni og Sigmundur! Takið ykkur saman í andlitinu og farið að vinna með okkur út úr þessum vanda ásamt endurreisninni.
mbl.is Umræða um erlendar skuldir á villigötum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rannsóknarnefnd Alþingis er pólitísk, en ekki Eva Joly hún er "okkar".

Pólitískar nefndir eru ekki alveg hlutlausar vegna skipunar framkvæmdarvaldsins á henni. Ráðning Evu Joly er að tilstuðlan óháðs aðila sem er Egill Helgason Silfursmiður. Hún Eva mun setja mark sitt á íslenskt þjóðfélag sem mun vara um ókomin ár. Það eru enn í gildi að hluta til lög í landinu sem kallast Jónsbók. Þessi lög sem sett verða til að koma í veg fyrir fjármálaleg landráð, mæli ég með að verði kölluð "Evubók".

Að lokum, skildi vera möguleiki á því ef einn af þessum útrásarvíkingum álpaðist til að stela kjötlæri úr kjörbúð að það leiddi til þess að hann yrði hnepptur í gæsluvarðhald? Hvað haldið þið, kæru bloggfélagar?


mbl.is Eva Joly nýtur mikils trausts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skuldbindingin er 105 milljarðar en ekki 253 milljarðar.

Þetta er staðreynd um stöðuna á ICESAVE skuldinni. Eignasafnið er um 90% í dag á núvirði. Þetta þýðir að eignasafnið mun gefa okkur 90% af skuldinni og eru þá meðtaldir vextir af eignasafninu sem koma á móti vöxtum sem við greiðum til Breta og Hollendinga. Ef eignasafnið dekkar ekki 90% af skuldinni hvenær svo sem greiðslur berast frá safninu þá er núvirðið ekki 90% af skuldinni heldur eitthvað allt annað.
mbl.is 253 milljarða skuldbinding
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er ekki víst að hann samþykki það kannski nema það séu líkur á því að það verði óvíst að svo sé ekki.

Það er ekki víst að hann samþykki það kannski nema það séu líkur á því að það verði óvíst að svo sé ekki. Þetta er stjórnmálaskoðun Ögmundar Jónassonar fyrverandi og væntanlegas ráðherra.
mbl.is Ögmundur óákveðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband