10.3.2010 | 09:06
Enn bætast við eignir, nú 100 milljarðar í Hollandi.
Ég hef komist að því á undaförnum dögum að fjármagn sem er í eigu Þrotabús Landsbankans er geymt á öruggum stöðum. Fyrst skal nefna 200 milljarðanna í Englandsbanka , síðan eru 250 milljarðar í ríkisskuldabréfum sem eru greiðsla ríkisins fyrir innanlandsdeild Landsbankans. Nú síðast fengum við upplýsingar um að 100 milljarðar væru í Landsbankanum í Hollandi.
Með þessa vitneskju þá sé ég ekki hvar hnífurinn stendur í kúnni. Ef við leggjum saman þessa upphæð þá er hún um 550 milljarðar og vantar þá um 150 milljarða til að dekka Icesave skuldina. Samkvæmt yfirlýsingu slitastjórnar/skilanefndar Landsbankans þá er nægur afgangur til handa Bretum og Hollendingum.
Það sem þarf að gera hér er að ríkisstjórnin gangi frá samningum við Breta og Hollendinga um að yfirtaka þetta fjármagn í þeirra eigin löndum. Bretar með 200 milljarða, Hollendingar með 100 milljarða og skilanefnd Landsbankans með 250 milljarða í Ríkisskuldabréfum. Til hvers þarf ríkisábyrgð á Icesave skuldinni?
Mér skilst að það sé fullnægjandi að breyta gjaldþrotalögunum til að afhenda Bretum og Hollendingum eignasafnið upp í skuldina. :eir eru með nánast 42% af skuldinni í sínum höndum og skilanefndin er með 50% af skuldinni í eignasafni þrotabúsins sem er að stórum hluta í ríkisskuldabréfum.
Skýr skilaboð í Icesave-könnun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.3.2010 | 12:32
Munið eftir 200 milljörðunum í Englandsbanka.....
Það eru 200 milljarðar í Englandsbanka og 250 milljarðar í ríkisskuldabréfum sem er greiðsla fyrir innanlandsdeild Landsbankans. Rest er í góðum bréfum sem eru skuldabréf stórra banka og öflugra hlutafélaga (líklegast A+).
Þessar staðreyndir sýna að það er ekkert sem þarf að semja um aðeins að setja ný lög til að tryggja Bretum og Hollendingum þessa fjármuni.
Allt annað "snakk" er vita gagnslaust. Eyðum ekki dýrmætum tíma okkar í að búa til vandamál, nóg er af þeim fyrir.
Flokksleiðtogar á fundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.3.2010 | 21:21
Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi......
Skildi þjóðaratkvæðagreiðslan á laugardaginn var, verða vísir að mótmælum alþýðunnar í hinum vestræna heimi?
Oft er undanfari stórra viðburða sem snertir umheiminn, eitthvað sem virðist afar saklaust í byrjun.
Það verður spennandi að fylgjast með þessari þróun.
Krefjast þess að Íslandslán sé greitt út án skilyrða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það er ekkert að semja um annað en þau hugsanlegu 10% sem eftir standa við uppgjör Landsbankans. Það hefur margoft komið fram að eignasafn Landsbankans er nægilega stórt til að greiða 90% af Icesave skuldinni.
Það sem þarf að gera er að setja ný lög í líkingu við neyðarlögin. Þessi nýju lög gætur fært Bretum og Hollendingum eignasafnið (þar með taldir 200 milljarðarnir í Englandsbanka) sem greiðslu upp í forgangskröfu þeirra á hendur þrotabúinu.
Það er fræðilegur möguleiki á því að þegar Bretar og Hollendingar hafa móttekið eignasafnið ásamt eftirstöðvunum (sem er um 10%) og kvittað fyrir, þá hefur greiðsla átt sér stað frá okkar hendi. Ef sú staða kæmi upp að ferill þessa máls af hendi Breta og Hollendinga skorti lagastoð vegna hugsanlegrar rofnunar á forgangskröfu sem innistæðueigendur höfðu en hugsanlega er ekki framseljanleg. Ef svo verður þá hafa Bretar og Hollendingar klúðrað sínum málum og misst rétt sinn til kröfu á endurgreiðslu.
Ríkisstjórnin verður að hlusta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.3.2010 | 16:42
Alistair Darling hefur fengið greitt um 200 milljarða núna í dag.
Inneign Landsbankans í Englandsbanka er um 200 milljarðar eða sem nemur 1/3 af Icesave skuldinni. Þessi upphæð er vaxtalaus. Hvað er í gangi hér? Erum við að "DÍLA" við þessi frægu 5% í Bretlandi. Verð að spyrja Þráinn Bert..... Allt tal um að gera betur er rugl. Það er ekkert útistandandi sem þarf að greiða vexti af nema ef ské kynni að 10% vantaði upp á.
Krafan er vaxtalaust uppgjör.
Bretar vilja sýna sveigjanleika | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.3.2010 | 14:12
Ríkisstjórnin og stjórnarandstaðan eiga að segja af sér.
Þetta Icesave mál er ekki unnið samkvæmt staðreyndum málsins. Það er nánast innistæða fyrir Icesave kröfunni í eignasafni Landsbankans. Það er merkilegt að stjórnmálamenn séu að tala um lánasamning við Breta og Hollendinga fyrir allri upphæðinni en ekki því sem upp á kynni að vanta (10%).
Afhendum Bretum og Hollendingum eignasafnið og semjum um afganginn fyrirfram án vaxta. Það er ekki sanngjarnt að við greiðum vexti af þessari Icesave skuld.
Ríkisstjórnin þarf að þétta raðirnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.3.2010 | 16:39
Þegar jöklar hopa hratt, þá hlýtur jörðin að lyftast undir þeim.
Það er talað um heimsendir 2012. Ekki get ég ímyndað mér annað en að það taki nokkurn tíma að framkalla heimsendi
og að þetta ástand í jarðskorpunni undanfarið sé upphafið að heimsendi.
Því er haldið fram að allt líf á jörðin hafi eyðst allt að 32 sinnum á líftíma hennar fram á þennan dag. Hvað skeður 2012 er okkur hulið. Ég trúi á líf fyrir dauðann og einnig eftir dauðann. Ef heimsendir er í nánd þá tel ég að Þórhallur miðill hafi nú eitthvað um það að segja.
Góða helgi bloggfélagar.
Fyrsta háskastigi lýst yfir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.3.2010 | 11:45
Ætla þau að kjósa í Alþingiskosningunum í vor?
Mætum öll á morgun og kjósum samkvæmt okkar sannfæringu. Jóhanna og Steingrímur eru búin að kjósa á Alþingi um þessi lög. Þau eru því "stick free" nema ef ske kynni að það vantaði aðeins tvö atkvæði til að lögin yrðu samþykkt.
Samkvæmt skoðannakönnunum þá eru meiri líkur á að NEI nái yfirhöndinni og þessi lög verði felld úr gildi. Ef NEI er sigurvegarinn þá er stjórnin fallin.
Ef lögin verða felld úr gildi þá eru meiri líkur á því að kosið verði í vor og ný alvöru framboð með fróðum og fábjánum komi fram á sjónarsviðið.
Mætum á kjörstað og kjósum, með því sýnum við samstöðu sem allur heimurinn mun fylgjast með og uppskera sýnikennslu í lýðræðisframkvæmd.
Steingrímur: Ólíklegt að ég kjósi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
5.3.2010 | 11:11
"Ísland borgar ekki" heyrist frá hinum vestræna heimi.
Það er afar lítið sem Ísland þarf að borga eða sem svarar 10% af heildarkröfunni. Vextir koma ekki til greina á meira en þessum 10% sem hugsanlega standa eftir.
Það má með sanni segja að Bretar séu búnir að fá nánast helming kröfunnar í formi inneignar þrotabús Landsbankans í Englandsbanka sem er frystur af sömu stjórnvöldum í Bretlandi og geta krafist þess að þetta fé renni upp í skuldina á Icesave. Hryðjuverkalögin veita stjórnvöldum heimild til að gera upptæka allar inneignir aðilans í Bretlandi sem lögin eru notuð gegn.
Samningarnir geta reynst dýrari en Icesave-skuldin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.3.2010 | 09:19
Við semjum ekki um Icesave "LÁN" heldur Icesave greiðslur og uppgjör á eftirstöðvum.
Það er með ólíkindum hvað samningamenn okkar eru þröngsýnir í þessum viðræðum við Breta og Hollendinga. Íslendingar skulda ekki Icesave það er þrotabú Landsbankans sem gerir það. Af einstakri virðingu fyrir nágrönnum okkar munum við taka á okkur að borga það sem uppá vantar.
Samninganefndin getur gert samning á þann veg að eignir þrotabúsins gangi upp í skuldirnar og verður það vaxtalaust af okkar hálfu. Það sem upp á vantar gæti síðan komið sem skuldbinding okkar til að greiða með lámarks vöxtum.
Bretar halda frystum fjármunum í Englandsbanka sem er eign þrotabús Landsbankans á 0 vöxtum. Upphæðin er um 200 milljarðar í dag. Þetta er um 1/3 af Icesave skuldinni og tel ég að Bretar séu með þetta fjármagn sem tryggingu fyrir Icesave skuldinni. Ég skil ekki af hverju Bretar innleysa ekki þetta fjármagn til sín með löglegri aðgerð yfirvalda.
Ef við reiknum 5.5% vexti á þessa upphæð þá er skuld Breta til þrotabús Landsbankans um ca. 17 milljarðar til dagsins í dag.
Tugi milljarða ber enn á milli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)