Breytum gjaldþrotalögunum og afhendum Bretum og Hollendingum eignasafnið strax.

Það á ekki að semja við Breta og Hollendinga um vaxtagreiðslur á Icesave þegar 200 milljarðar eru fastir inn á vaxtalausum reikningi í Englandsbanka. Það eru fyrir hendi ríkisskuldabréf upp á 200 milljarða í eignasafni Landsbankans sem er greiðsla fyrir innlent eignasafn Landsbankans.

Með því að semja um Icesave og samþykkja vaxtagreiðslur á alla upphæðina er ríkið að greiða tvöfalda vexti af þessum 200 milljörðum sem á að ganga upp í Icesave, í fyrsta lagi af ríkisskuldabréfunum og í öðru lagi af Icesave láninu sjálfu.

Íslenska ríkið er einnig að greiða vexti af þessum 200 milljörðum sem liggja vaxtalaust í Englandsbanka og er í höndum Breta.

Það sem eftir er af eignasafninu í Landsbankanum eru skuldabréf og aðrar útistandandi skuldir þar sem greiðendur eru öflug fyrirtæki og stórir bankar út í heimi. Þetta eignasafn ber vexti sem fara ekki í vaxtagreiðsluna sem ríkið þarf að inna af hendi í Icesavesamningnum.

Það sem eftir stendur á borðinu er um 10% sem gæti verið dæmið sem við verðum að taka á okkur, bæði er varðar vexti og greiðslu sjálfrar upphæðarinnar.


mbl.is Segir ekki langt í land í Icesave-deilu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við þurfum ekki að borga fyrir Icesave. Það er til fyrir því í eignasafninu.

Ég tek undir með SUS það á ekki að borga Icesave. Þetta er nú ekki svo einfalt vegna þess að Icesave samningarnir snúast um vexti á skuldinni en ekki afborganirnar. Um 90% af skuldinni er í eignasafninu en vextirnir sem þar myndast fara ekki í vaxtagreiðslur ríkisins vegna "lánasamningsins". Þetta er vandamálið í hnotskurn.
mbl.is Eigum ekki að borga Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Raunverulegt tap Lífeyrissjóðanna er um 50% af eignum á raunvirði 2007.

Lífeyrissjóðirnir töpuðu helming eigna sinna á raunverði 2007. Það er yfir 1000 milljarðar á gengi dagsins í dag. Ríkið hefur tapað öðru eins og t.d. í Seðlabankanum og nýja Landsbankanum og þeim vaxtagreiðslur sem eru á öllum þessum ríkisskuldabréfum. Gjaldeyrisvarasjóðurinn þurrkaðist út á einni nóttu.
mbl.is Töpuðu hundruðum milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vottun um ábyrgar loðnuveiðar?

Hvernig verður vottaða merkið um ábyrgar loðnuveiðarnar? Tómt fiskabúr með barmnælu?
mbl.is Vottun um ábyrgar fiskveiðar Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eign þrotabús Landsbankans í Englandsbanka er 200 milljarðar 1/3 af Icesaveskuld.

Þetta staðfestir mín skrif að undanförnu um að Bretar séu með 1/3 af eignum þrotabús Landsbankans í sinni vörslu. Til hvers þurfum við að skrifa undir lánasamning við Breta upp á alla skuldina? Er ekki inneignin greiðsla að 1/3 hluta núþegar til Breta? Ríkisstjórnin þarf aðeins að gefa út yfirlýsingu um að þeir afhendi Bretum þessa upphæð formlega sem greiðsla upp í skuldina. Ef ekki, þá er bara að setja lög til að svo sé hægt.

Eignasafn þrotabús Landsbankans í ríkisskuldabréfum sem ríkið greiddi fyrir innanlandshluta Landsbankans gamla er um 200 milljarðar. Það má með sanni segja að 2/3 hlutar Icesaveskuldarinnar eru "ríkisstryggðir".

Það er síðan 1/3 hluti í verðbréfum sem eru gefin út af stórum fyrirtækjum og bönkum erlendis og eru miklar líkur á að það innheimtist allt.

Eftirstöðvar eru þá aðeins um 10% af heildarskuldinni og er ekki ólíklegt að ráðherrarnir semji um greiðslur á því til málamynda.


mbl.is Eignir Landsbanka enn frystar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland mun efla lýðræði í heiminum með því að kjósa um Icesave.

Ísland mun sýna fordæmi í lýðræðisátt og hvetja aðrar þjóðir til að halda í heiðri réttindum sínum með ákvörðunarrétt kjósenda. Mætum öll á kjörstað á laugardaginn 6 mars.
mbl.is Marklaus þjóðaratkvæðagreiðsla?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afhendum Bretum og Hollendingum eignasafn Lansbankans strax.

Með því að afhenda Bretum og Hollendingum eignasafnið en það er að:

30% hluta (200 milljarðar) í Englandsbanka úr þrotabúi Landsbankans. Þetta fé er á vaxtalausum reikningum í BoE.

30% er ríkisskuldabréf sem ríkið greiddi fyrir innanlandshluta gamla Lansbankans. Ekki þarf ríkissábyrgð á þau ríkisskuldabréf.

30% er síðan eignasafn Landsbankans sem inniheldur verðbréf sem ýmiss fyrirtæki og einnig bankar eru skuldarar.

10% stendur eftir sem ríkið gæti þurft að taka á sína arma.

Hvar koma vextir inn í þetta mál? Neitum að greiða vexti.


mbl.is Leynifundur um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hollendinga grunar ekki að 200 milljarðar eru í Bank of England. Það er vandamálið.

Ég legg til að við veikjum samstöðu Breta og Hollendinga með því að upplýsa þá um þá staðreynd að Bretar séu að fela fyrir Hollendingum 200 milljarða af Icesave skuldinni. Þetta kallast á Davíðsmáli "smjörklípa".

Með því að upplýsa þá um þetta þá eru miklar líkur á því að Íslandingar orsaki stjórnarskipti í Bretlandi með þessum upplýsingum og Hollenska stjórnin hagnist á því.


mbl.is Ekki nógu gott fyrir Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Étum ekki útsæðið. Stoppum loðnuveiðar strax.

Loðnuskipin eru að veiða hrognafulla loðnu á ýsuseyðaslóðum kringum Eldey með nótum sem ná niður á botn. Þarf að seigja meira?
mbl.is Víkingur AK aftur til veiða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eignir Landsbankans eru að 1/3 í Englandsbanka vaxtalaust. Upphæð 200 milljarðar.

Hver bað um lán hjá Bretum og Hollendingum? Tryggingasjóður innistæðueigenda? Ísland skuldar engum í þessu Icesave klúðri. Setjum ný lög sem kveða á um að allar eignir þrotabús Landsbankans og þar með talin inneign í Englandsbanka verði afhentar Bretum og Hollendingum strax. Látum það duga sem fullnaðargreiðsla til þeirra. Hneppum síðan bankastjóranna sem ábyrgð bera á þessu Icesave í gæsluvarðhald.
mbl.is Íslendingar sagðir hafa gengið af fundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband