Við semjum ekki um Icesave "LÁN" heldur Icesave greiðslur og uppgjör á eftirstöðvum.

Það er með ólíkindum hvað samningamenn okkar eru þröngsýnir í þessum viðræðum við Breta og Hollendinga. Íslendingar skulda ekki Icesave það er þrotabú Landsbankans sem gerir það. Af einstakri virðingu fyrir nágrönnum okkar munum við taka á okkur að borga það sem uppá vantar.

Samninganefndin getur gert samning á þann veg að eignir þrotabúsins gangi upp í skuldirnar og verður það vaxtalaust af okkar hálfu. Það sem upp á vantar gæti síðan komið sem skuldbinding okkar til að greiða með lámarks vöxtum.

Bretar halda frystum fjármunum í Englandsbanka sem er eign þrotabús Landsbankans á 0 vöxtum. Upphæðin er um 200 milljarðar í dag. Þetta er um 1/3 af Icesave skuldinni og tel ég að Bretar séu með þetta fjármagn sem tryggingu fyrir Icesave skuldinni. Ég skil ekki af hverju Bretar innleysa ekki þetta fjármagn til sín með löglegri aðgerð yfirvalda.

Ef við reiknum 5.5% vexti á þessa upphæð þá er skuld Breta til þrotabús Landsbankans um ca. 17 milljarðar til dagsins í dag.


mbl.is Tugi milljarða ber enn á milli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband