Enn bætast við eignir, nú 100 milljarðar í Hollandi.

Ég hef komist að því á undaförnum dögum að fjármagn sem er í eigu Þrotabús Landsbankans er geymt á öruggum stöðum. Fyrst skal nefna 200 milljarðanna í Englandsbanka , síðan eru 250 milljarðar í ríkisskuldabréfum sem eru greiðsla ríkisins fyrir innanlandsdeild Landsbankans. Nú síðast fengum við upplýsingar um að 100 milljarðar væru í Landsbankanum í Hollandi.

Með þessa vitneskju þá sé ég ekki hvar hnífurinn stendur í kúnni. Ef við leggjum saman þessa upphæð þá er hún um 550 milljarðar og vantar þá um 150 milljarða til að dekka Icesave skuldina. Samkvæmt yfirlýsingu slitastjórnar/skilanefndar Landsbankans þá er nægur afgangur til handa Bretum og Hollendingum.

Það sem þarf að gera hér er að ríkisstjórnin gangi frá samningum við Breta og Hollendinga um að yfirtaka þetta fjármagn í þeirra eigin löndum. Bretar með 200 milljarða, Hollendingar með 100 milljarða og skilanefnd Landsbankans með 250 milljarða í Ríkisskuldabréfum. Til hvers þarf ríkisábyrgð á Icesave skuldinni?

Mér skilst að það sé fullnægjandi að breyta gjaldþrotalögunum til að afhenda Bretum og Hollendingum eignasafnið upp í skuldina. :eir eru með nánast 42% af skuldinni í sínum höndum og skilanefndin er með 50% af skuldinni í eignasafni þrotabúsins sem er að stórum hluta í ríkisskuldabréfum.


mbl.is Skýr skilaboð í Icesave-könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hárrétt hjá þér. Var einmitt að spá í þessu...

anna (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 10:07

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eignir þurfa að ganga jafnt til allra  kröfuhafa.

Uppástunga þín felur í sér að TIF fái forgöngu umfram aðra kröfuhafa.

Fólki hefur dottið þetta í hug frá byrjun - en hingað til hefur eigi gengið að finna því grunn til framkvæmda.

Vandamálið þarna er líklega ekki síst EES samningurinn og lagalegt upplegg þessu viðvíkjandi þar.  (þ.e. skiptingu þrotabúa)

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.3.2010 kl. 11:23

3 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Það er staðreynd að kröfur frá hinu opinbera eru forgangskröfur. Tryggingasjóðurinn hefur forgang í þrotabú bankanna ef ný lög verða sett sem heimila það. Þetta yrðu neyðarlög í svipuðu formi og neyðarlögin frá 2008.

Guðlaugur Hermannsson, 10.3.2010 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband