24.6.2010 | 09:57
"Tap" fjármálafyrirtækja 100 milljarðar. Tap ríkisins á Seðlabankanum 500 milljarðar.
Ef gengistryggingin hefði verið lögleg er það þá tap lántakandenda upp á 100 milljarða.
Það skal tekið fram að í þessum útreikningi er ekki tekið með lækkun á kröfu lánadrottna fjármálafyrirtækjanna í formi afskrifta. Það er með öðrum orðum búið að afskrifa þessa 100 milljarða í bókhaldi fjármögnunaraðila fjármálafyrirtækjanna, Einnig er búið að afskrifa þessa 100 milljarða í þeirra eigin bókhaldi.
Með því að halda þessu enn til streytu í formi lagasetningar þá er verið að skattleggja lántakendur til að bæta stöðu fyrirtækjanna. Hin almenni lántakandi er ekki jafn rétthár og fjármálafyrirtækin.
Hæstiréttur hefur úrskurðað í þessu máli og þetta er LÖGBROT sem ber að kæra til Fjármálaeftirlitsins strax.
Ég skora á lántakendur að senda in kæru til FME og sjá hvernig verður tekið á kærunni.
Afnám gengistryggingar kostar 100 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.6.2010 | 09:29
Hvalkjöt selst ekki og eru veiðarnar því tímaskekkja.
Það er enginn markaður fyrir hvalkjöt sem hægt er að stóla á. Á síðasta ári voru flutt út 3 kg. af hvalkjöti fyrir 3000 krónur.
Hvalaskoðun á Íslandi er stór atvinnugrein og veltir hún fleiri milljörðum. Það er engin hagnaður af hvalveiðum og lítur ekki út fyrir að svo verði. Þrjóskan í Kristjáni Loftssyni breytir engu þar um.
Hvalveiðar og verkun hans á frumstigi eru ekki samkvæmt lögum um vinnslu matvæla. Hvalirnir eru dregnir af miðunum í land og þar eru þeir síðan dregnir áfram upp á plan undir beru lofti til skurðar. Á þessu vinnsluplani er auðveldur aðgangur baktería frá driti fugla sem sækja að planinu í ætisleit.
Kristjáni Loftssyni vex ekki fiskur um hrygg í þessum hvalveiðum og skora ég á hann að selja/gefa þessa báta sína á sjóminjasafnið.
Hrefnuveiðar fyrir innlendan markað er miklu jákvæðari og þjóna fæðuþörf innanlands og halda jafnvægi á kjötverði á íslenskum neytendamarkaði.
Hvalir eru eins og hver annar fiskur" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
23.6.2010 | 23:24
Það verður landflótti frá Íslandi ef dómurinn stendur ekki óhaggaður.
Hvernig getur Ísland vænst þess að mark sé takandi á því sem stjórnvöld láta út úr sér þegar mikilvægur Hæstaréttardómur fellur almenningi í vil?
Ríkisstjórn Íslands ábyrgðist allar innistæður í bönkum hér heima en aðeins 20.000 evrur erlendis. Þessi ákvörðun kostar okkur hundruði milljarða sem greiðist af almenningi. Það var ekkert álitamál með innistæður í bönkum en þegar Hæstiréttur dæmir lántakendum í vil þá er það fyrsta sem stjórnvöld gera að kveinka sér yfir kostnaðinum á þessu lögbroti fjármálafyrirtækjanna sem er jú gengistryggingin ólöglega.
Seðlabankinn tapar aleigunni og ríkið endurfjármagnar hann aftur. Þetta kostar okkur 500 milljarða.
Ríkissjóður ábyrgist innlán í bönkum. Þetta kostar okkur 300 milljarða.
Ríkisstjórnin ábyrgist greiðslur fyrir Icesave. þetta kostar okkur 300 milljarða.
Ríkisstjórnin gælir við þá hugmynd að setja lög um verðbætur til handa fjármálafyrirtækjum vegna dóms Hæstaréttar um ólögmæti gengistryggingar. Þetta kostar okkur 100 milljarðar.
Á þessu má sjá að jafnræðisreglan er margbrotin á launþegum og skuldurum en innistæðueigendum er bjargað fullkomlega og er ekkert tap hjá þeim í þessu hruni. Innistæður eru einnig verðtryggðar, ásamt sparifé en laun eru ekki verðtryggð og við það eitt þá er eignaupptaka hjá launafólki og lántakendum.
Ég hef vellt fyrir mér hver staða stjórnmálamanna sé í þessu hruni, þar sem þeir hafa þegið gríðalegar upphæðir í "styrki" frá gömlu bönkunum og fyrirtækjum tengdum þeim. Getur verið að þessir stjórnmálamenn séu í klípu og geti ekki unnið frjálst og fúslega fyrir þá sem veittu þeim brautargengi inn í stjórnmálin með því að kjósa þá?
Þessu er ósvarað enn og er ekki líklegt að við fáum neina vitneskju um stöðuna í raun. Þar af leiðandi set ég spurningamerki við annarlegrar afstöðu þingmanna til niðurstöðu Hæstaréttar í gengistryggingarmálinu.
Taka stöðu gegn almenningi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
23.6.2010 | 07:54
Vísitala á laun hefði komið í veg fyrir þessi vandræði.
Þjóðarsáttin snérist um það að kippa vísitölu launa úr sambandi og treysta á að Seðlabankinn gæti að markmiðum samninganna sem voru bundnir verðbólgumarkmiðunum 2,5%. Eins og þjóð veit þá gat Seðlabankinn ekki staðið við sín fyrirheit og ekki einu sinni gætt sinna eigin hagsmuna í bankahruninu.
Krafa launþega er að vísitölubinda laun samkvæmt neysluvísitölu á móti lánskjaravísitölu sem tryggja lánveitendur og sparifjáreigendur.
Jafnræðisreglan og samningalögin eru til verndar launþeganum. Lánveitandinn segir að sanngirni þurfi að hafa að leiðarljósi við lausn gjaldeyristryggingarlánanna. Sanngirnin fellst í því að launþegar fái sömu tryggingu fyrir verðbótum á laun eins og er á flestum lánum í dag.
Það er ekki hægt að setja lántakendur í stöðu tjónþolenda með verðtryggingu eftir á, í andstöðu við niðurstöðu Hæstaréttar. Samningarnir sem um eru ræddir eru þá óverðtryggðir eins og launin og þar af leiðandi ekki bót fyrir lántakandann og ekki tjón fyrir lánveitandann þar sem hann bauð þessi lán á lágum vöxtum og taldi sig geta lifað með það. Það má segja að lánveitandinn hafi gert sömu mistök og launþeginn þegar hann afsalaði sér vísitölubindingu launa í samningum sem augljóslega eru ógildir samkvæmt samningalögunum á þeim forsendum að samningurinn var margfalt hagstæðari fyrir vinnuveitandann og ríkið en sjálfan launþegann. Ógildingin er líka vegna stórkostlega vanhæfra umbjóðenda launþega á þessum tíma.
Pétur Blöndal er einstrengingslegur þegar kemur að vísitölutryggingu sparifjárs og sér skrattan í öllum hornum þegar rætt er um breytingar á þessu fyrirkomulagi. Launþegar hafa þurft að berjast fyrir sínum leiðréttingum við samningaborðið en sparifjáreigendur fá verðbætur á eignir sínar á færibandi.
Annað hvort verður vertrygging felld niður eða laun verði líka verðtryggð. Það hafa komið upp hugmynd um að færa vísitðluna aftur til stöðu hennar í Janúar 2008. Ef svo yrði gert þá væri hægt að setja launin einnig í vísitölutryggingu eins og sparifé. Þá fyrst yrði réttlætinu náð og allir gætu unað vel við sitt.
Bruðlurum bjargað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.6.2010 | 22:10
Þjóðarsáttin 1994 er orsökin. Vísitala launa tekin úr sambandi.
Þjóðarsáttin 1994 er orsakavaldur þessarar stöðu mála í dag. Ef laun væru vísitölutryggð og fylgdi neysluvísitölu þá værum við ekki í þessari stöðu í dag. Í dag væru launin tvöföld miðað við núvirði ef vísitalan hefði haldið óskert.
Gömlu bankarnir léku sér með gengið og vísitöluna til að mynda hagnað í bönkunum og fá meira lánað hjá erlendu bönkunum. Allar stofnanir sem áttu að gæta hagsmuna almennings og sinna eftirliti á bönkunum brugðust skildum sínum. Það er afar augljóst að erlend ríki hafa ekki trú á okkur og munu bankar ekki lána fé til Íslands í náinni framtíð.
Það er engu líkara en að þeir sem stjórnuðu þessu fjármálakerfi okkar hér áður fyrr eru upp til hópa aular. Það sem hrellir mig mest er að sá síðasti er ekki enn fæddur.
Varar við of miklum væntingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.6.2010 | 21:41
Lausnin er núþegar fyrir hendi. Gylfi er á villigötum.
Ef það verður hróflað við þessum dómi þá munu margir hverfa héðan af landi brott til norðurlandanna. Í Stavanger einni eru um 4000 Íslendingar búandi og starfandi. Þetta fólk borgar ekki skatta hingað til lands né að Það haldi uppi neyslu né nýti menntun sína í þágu samfélagsins. Læknar flytja út til starfa erlendis og skilja okkur eftir nánast með þriðjaheims læknisþjónustu (of margir sjúklingar á hvern læknir) og skortur á tæknivæðingu á spítölunum.
Vanvirðingin á dómi hæstarétti er algjör. Það er ekki einu sinni notað vasselín í valdníðslu framkvædavaldsins. Hvenær áskotnast okkur framkvædarvald sem er starfi sínu vaxið? Gylfi er að hluta til að bregðast í starfi með því að láta viðgangast í valdatíð sinni brot fjármálafyrirtækjanna á lántakendum. Það virðist enginn á þingi né í ríkisstjórn hafa haft hugmynd um þetta lögbrot þrátt fyrir það að þessir sömu menn settu lögin sem voru brotin.
Í dag er Ísland á afar lágu plani er varðar virðingu í okkar garð frá öðrum þjóðum.
Ef við hróflum við þessum dómi hæstaréttar þá hverfur þriðjungur þjóðarinnar frá Íslandi og mest ungt fólk með börn sem hugsanlega mundu ílengjast þar vegna nýrra vina og félagsskap og svo ekki sé nú talað um velferðina sem þar er.Skemmst er að minnast Færeyinganna, frændur okkar þegar þeirra bankahrun reið yfir og 1/3 flutti til Danmerkur.
Lausn á næstu dögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.6.2010 | 20:51
Hæstiréttur gefur út endanlega niðurstöðu í þessu máli með dómnum.
Höskuldur: Lög skýr um endurgreiðslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Samkvæmt niðurstöðu Hæstaréttar eru um lögbrot að ræða sem hefur haft afar afdrifarík áhrif fyrir lántakendur þar er meðtalið fjárnám eigna þeirra sem í raun voru í skilum samkvæmt niðurstöðu Hæstaréttar.
Með því að senda inn kæru til FME þá verður úrskurðað um lögbrotið. Ef brotið telst alvarlegt þá munu fyrirtækin missa leyfi til reksturs fjármálafyrirtækja. Kæru má senda inn í formi tölvupósts og frumrit í pósti.
Ég skora á alla sem hafa orðið fyrir lögbroti fjármálafyrirtækjanna að send inn kæru í eigin nafni. Með þessu fer skriða í gang og verður erfitt fyrir FME að neita að taka málin fyrir.
Ég tel að það sé aðeins ein leið út úr þessu sem tryggir áframhaldandi gildi lánasamninganna frá því fyrir hrun.
Kæra til FME getur verið í formi bréfs með náinni frásögn um hagi hvers og eins og hvað þetta brot hafi í raun skapað fjárhagslegt tjón fyrir viðkomandi. Þessar kærur eru persónuverndaðar og engin hætta á að þær fari á flakk inn í kerfinu.
Varar við aðkomu stjórnvalda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.6.2010 | 12:09
Valgerður ber fulla ábyrgð á þessu klúðri sem varð í stjórnartíð hennar.
Valgerður ber ábyrgð á þessu klúðri sem bankamálaráðherra og þar af leiðandi ábyrgð á Fjármálaeftirlitinu. Það er ekki hægt að skorast undan ábyrgð.
Framsóknarflokkurinn ber ábyrgð á bankamálum í heil tvö kjörtímabil.
Við verðum að gera kröfur um að fagmenn hver á sínu sviði verði skipaðir ráðherrar í ríkisstjórn. Ráðherrastarfið er ábyrgðamesta starfið í dag með tillit til verðmætin sem eru í húfi fyrir þjóðina. Í flest öllum störfum í dag er krafist menntunar og reynslu en ekki í ráðherrastarfið.
Fjármálaeftirlitið átti að hafa eftirlit með gengislánunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Lög frá Alþingi um verðtryggingu gengistryggðu lánanna mun skila sér í enn lægri virðingu fyrir Alþingi.
Ég líki þessu við það að ef flugfélög sýndu tap í ársreikningunum sínum og Alþingi setti lög um hækkun fargjalda fimm ár aftur í tímann. Flugfélögin auglýstu verðin í víðlesnum dagblöðum og ljósvakamiðlum. Neytandinn gengur til viðskipta á þeim forsendum sem þá var til staðar og gengur út frá þeirri staðreynd að verðið sé endanlegt.
Eyvindur G Gunnarsson segir að það sé möguleiki fyrir lagasetningu vegna tjóns lánveitenda. Það er ekki í anda frjálsra viðskipta sem byggjast á tilboðum frá seljanda sem kaupandi samþykkir og leiðir til viðskipta, að senda mönnum bakreikning.
Hver er munurinn á að lánveitandinn tapi við gengishrunið eða lántakandinn? Hefði komið til umræðu að setja lög, lántakandanum til góðs, við hrun bankanna haustið 2008?
Það er krafa lántakanda að yfirvöld láti þessa niðurstöðu Hæstaréttar afskiptalaust. Jafnræðisreglan er í fullu gildi þegar kemur að neytandanum og hinum almenna borgara.
Ríkið gæti orðið bótaskylt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)