18.6.2010 | 16:16
Staða lántakenda hefur ekki styrkst við þennan dóm heldur færst til upprunalegrar stöðu við lántöku.
Það er ekki verið að bæta stöðu lántakanda frá upphaflegum lántökuskilyrðum. Þessi lán voru tekin af því að þau voru hagstæð fyrir lántakendur á þeim tíma. Þeir sem tóku lánin voru ekki kunnugt um ólögmæti þeirra á þeim tíma.
Þaqð er ekki hægt að hækka vexti eftir á vegna samnings sem er undirskrifaður af lánveitenda og skuldara. Þær forsendur sem framkvæmdarvaldið er að gæla við eru afar langsóttar. Þær eru á þann lund að ef þú hefðir tekið lán á öðrum forsendum þá hefðu vextir verið mun hærri eða jafnvel vísitölutryggt. Þannig lán stóðu lántökum til boða en flestir völdu lægri vexti á þeim forsendum að Seðlabankinn stæði við sín fyrirheit um verðbólgumarkmið 2.5%. Með öðrum orðum þá voru þessi lán á 0 til 1,5% raunvöxtum.
Það er verið að ræða um forsendubrest í þessum lánaviðskiptum við ógildingu Hæstaréttar á gengistryggingunni á kostnað lánveitandans. Ef stjórnvöld taka upp á því að gæta hagsmuna lánveitenda á kostnað lántakenda þá eru þær forsendur afar vafasamar. Á það skal bent að laun eru óverðtryggð og eru á svipuðu róli og þau voru við lántöku fyrir hrunið haustið 2008. Forsendur eru jafnvel enn sterkari lántakendum í hag að lánið rúlli áfram á sama gengi og þau voru tekin í upphafi lánstímans.
Líklegt að vextir Seðlabanka gildi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.6.2010 | 15:18
Er Sjálfstæðisflokkurinn að klofna?
Það er ekki laust við að klofningur sé í uppsiglingu hjá Sjálfstæðisflokknum ef mark er takandi á áhugaleysi flokksmanna. Það er ekkert framboð komið á koppinn enn, viku fyrir fund. Ég tel að skýringin sé sú að Davíð nokkur Oddsson sé að hugleiða framboð sitt í formannsstöðu flokksins. Hann þarf jú að ná flokknum sínum aftur úr höndum "skussanna" sem eru að "missa" flokkinn inn í ESB.
Það verður erfitt að manna forystu flokksins almennt eftir afhroð í síðustu tveimur kosningum (til borgarstjórnar og Alþingis). Ef svo einkennilega vildi til að Davíð næði kjöri þá yrði það banabiti flokksins að mínu mati.
Það er kominn vísir að klofningi í SJÁLFSTÆÐISFLOKKNUM þar sem ESB sinnar eru nánast úti í kuldanum og hafa stofnað hreyfingu sem kallast "Sterkara Ísland". Í þessari hreyfingu eru þungarviktarmenn/konur svo sem Þorsteinn Pálsson, Þorgerður Katrín, Ragnheiður Rikharðsdóttir, Benedikt Jóhannesson og fleiri sem áður störfuðu í flokknum en hafa nú sest í helgan stein.
Sömu sögu er að segja um Framsókn, þar er klofningur einnig í ESB stefnunni.
VG virðast einnig vera klofnir í þessu máli að hluta til það er að segja að hluti þeirra vill láta reyna á samningaviðræður við ESB og sjá hvað kemur út úr þeirri vinnu.
Ætlar ekki í varaformanninn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
17.6.2010 | 22:29
Þetta er mesta gæfuspor fyrir Ísland. Nú er leiðin greið.
Ég verð að taka ofan hattinn fyrir Samfylkingunni og þakka þeirra framlag til þessa árangurs sem við erum að ná í umsókninni um inngöngu í ESB.
Þetta verður okkar gæfu spor og mun almenningur finna mun nánast samstundis. Engin óvissa um framtíð Íslands og ekki fleiri óvæntar uppákomur sem gætu kostað okkur sjálfstæðið.
Ég skora á þessa fáu andstæðinga ESB að kynna sér málin á hlutlausan hátt og án fordóma í garð ESB. Það hefur enginn farið ílla út úr veru sinni í ESB.
Heilladagur fyrir Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
16.6.2010 | 15:33
Sama pólitíska staðan ef ráðherrar eru fagmenn og ópólitískir....
Eru andvígir frumvarpi Jóhönnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.5.2010 | 11:01
Eðjuflóð í Svaðbælisá. Sjá mynd hér.
Ekki von á stórum eðjuflóðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.5.2010 | 12:43
Klofningur í stjórnarsamstarfinu er að fella stjórnina. Hvað tekur við?
Það er augljós klofningur í stjórnarsamstarfinu og eru miklar líkur á að stjórnin falli fyrir sumarfrí. Hvað tekur við í sumar? Ný stjórn er líkleg til að taka við fyrir haustið.
Skattpíning Steingríms er að koma í ljós með samdrátt á öllum sviðum. Fjármálasnilld Steingríms er ekki á vetur setjandi.
Stjórnarráðslög varla í vor | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.5.2010 | 10:32
Kröfuhafar gamla Glitnis? Er Jón Ásgeir einn þeirra?
Hverjir eiga kröfurnar í gamla Glitnir? Er það Jón Ásgeir? Ef svo er, þá er hann að fara fram á að Skilanefnd Glitnis krefjist gjaldþrotaskiptameðferð á búi sínu.
Það hefur ekki komið fram hverjir eru kröfuhafar Glitnis og þar af leiðandi ekki hverjir eru raunverulegir eigendur Íslandsbanka HF. Það er ekki hægt að fela sig á bak við "lepp" (Skilanefnd Glitnis) til að fela raunverulegu eigendurna. Þess háttar tilhögun er ekki lögleg samkvæmt núgildandi lögum um bankastarfssemi.
FME er að þagga niður sjálfsagðar upplýsingar sem eiga að liggja fyrir. Ef ekki verður gerð bragabót á þessu strax þá verður að kæra þetta til viðkomandi ráðuneytis.
Jón Ásgeir segir sig úr stjórn House of Fraser | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
7.5.2010 | 15:27
Þetta gekk hratt fyrir sig. Engir eftirmálar hjá Rögnu.
Fimm héraðsdómarar skipaðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.5.2010 | 09:36
Stærsti útfluttningur Íslendinga verði Íslendingar að mati Blacks.
Ef það verður niðurstaðan, þá er "seinna" hrunið óumflýjanlegt. Ég krefst þess að sérstakur saksóknari sækist eftir aðstoð Blacks til að tryggja okkur bestu útkomu út úr málsmeðferðum embættisins.
Það er enn vantraust almennings á dóms- og saksóknaraembættunum samkvæmt skoðannakönnun Gallups.
Steingrímur þakkar fyrir krónuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.4.2010 | 13:24
Myntkörfulán eru ólögleg. Hvað viltu semja um Árni?
Þetta nýja frumvarp er alveg ónauðsynlegt í dag. Myntkörfulánin eru ólögleg og ef þú villt semja við lánastofnanir þá verða þessir samningar ekki afturvirkir. Það lítur út fyrir það að mynkörfulánin séu óverðtryggð og ekkert við því að gera.
Farðu nú ekki að skaða lánveitendur meira en núþegar er. Þetta frumvarp er of snemma á ferðinni og væri ráð að bíða eftir niðurstöðu Hæstaréttar í málunum sem nú bíða úrskurðar.
Frumvarp um myntkörfulán | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)