Það verður landflótti frá Íslandi ef dómurinn stendur ekki óhaggaður.

Hvernig getur Ísland vænst þess að mark sé takandi á því sem stjórnvöld láta út úr sér þegar mikilvægur Hæstaréttardómur fellur almenningi í vil?

Ríkisstjórn Íslands ábyrgðist allar innistæður í bönkum hér heima en aðeins 20.000 evrur erlendis. Þessi ákvörðun kostar okkur hundruði milljarða sem greiðist af almenningi. Það var ekkert álitamál með innistæður í bönkum en þegar Hæstiréttur dæmir lántakendum í vil þá er það fyrsta sem stjórnvöld gera að kveinka sér yfir kostnaðinum á þessu lögbroti fjármálafyrirtækjanna sem er jú gengistryggingin ólöglega.

Seðlabankinn tapar aleigunni og ríkið endurfjármagnar hann aftur. Þetta kostar okkur 500 milljarða.
Ríkissjóður ábyrgist innlán í bönkum. Þetta kostar okkur 300 milljarða.
Ríkisstjórnin ábyrgist greiðslur fyrir Icesave. þetta kostar okkur 300 milljarða.
Ríkisstjórnin gælir við þá hugmynd að setja lög um verðbætur til handa fjármálafyrirtækjum vegna dóms Hæstaréttar um ólögmæti gengistryggingar. Þetta kostar okkur 100 milljarðar.

Á þessu má sjá að jafnræðisreglan er margbrotin á launþegum og skuldurum en innistæðueigendum er bjargað fullkomlega og er ekkert tap hjá þeim í þessu hruni. Innistæður eru einnig verðtryggðar, ásamt sparifé en laun eru ekki verðtryggð og við það eitt þá er eignaupptaka hjá launafólki og lántakendum.

Ég hef vellt fyrir mér hver staða stjórnmálamanna sé í þessu hruni, þar sem þeir hafa þegið gríðalegar upphæðir í "styrki" frá gömlu bönkunum og fyrirtækjum tengdum þeim. Getur verið að þessir stjórnmálamenn séu í klípu og geti ekki unnið frjálst og fúslega fyrir þá sem veittu þeim brautargengi inn í stjórnmálin með því að kjósa þá?

Þessu er ósvarað enn og er ekki líklegt að við fáum neina vitneskju um stöðuna í raun. Þar af leiðandi set ég spurningamerki við annarlegrar afstöðu þingmanna til niðurstöðu Hæstaréttar í gengistryggingarmálinu.


mbl.is Taka stöðu gegn almenningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er andstyggð !

Ég færi af þessu "skeri" ef ég væri á réttum aldri .Bananar........

Kristín (IP-tala skráð) 23.6.2010 kl. 23:31

2 identicon

Ég er með aðra löppina á leið úr landi... það er ekki hægt að búa á þessu fáránlega mafíuskeri..... Við almenningur eigum að borga allt.... nenni því ekki lengur.
Það er alltaf bylting í spilunum... er það ekki

DoctorE (IP-tala skráð) 23.6.2010 kl. 23:37

3 Smámynd: A.L.F

Já líklega fara þeir sem geta farið :(

Ég er ein af þeim sem er föst hérna.

Ég er með erlent lán á bílnum mínum svo eðlilega vil ég réttláta meðferð, búin að borga allan tímann af bílnum sama hvað lánið hefur hækkað.

En ég mun óska þess að ég geti yfirgefið þetta sker ef það á að fara að breyta láninu yfir í verðtryggt lán eða setja á það himinháa vexti.

A.L.F, 24.6.2010 kl. 00:10

4 Smámynd: Daníel Sigurður Eðvaldsson

Það er alltaf talað um að hægri menn kunna ekki að mótmæla eða valda byltingu. Spurning hvort það sé eitthvað sannleikskorn í því. En hvað sem snýr að fólksflótta úr landi þá hef ég lengi planað að láta mig hverfa eftir að ég klára námið mitt. Finna mér vinnu erlendis og svo fara í framhaldssnám ... nenn essu ekki lengur.

Daníel Sigurður Eðvaldsson, 24.6.2010 kl. 00:13

5 Smámynd: A.L.F

Hálf öfunda þig Daníel að geta farið.

Héðan kemst ég aldrei vegna veikinda minna, ekkert land myndi leyfa mér að setjast að hjá þeim miðað við hvað veikindi mín kynnu að kosta landið.

Það sorglega er að akkurat fólk eins og ég verður fólkið sem situr eftir, fólk sem í raun borgar ekki skatta (erum að skila til baka hluta af bótunum bara ) og eldra fólk....lítur ekki glæsilega út fyrir ísland.

A.L.F, 24.6.2010 kl. 00:16

6 identicon

Þetta fær landinn fyrir að kjósa X-D í 20 ár.

Glæsileg útkoma.

Már (IP-tala skráð) 24.6.2010 kl. 00:37

7 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Flokksræðið er liðið undir lok Már! Sáttur við þig Guðlaugur.

Sigurður Haraldsson, 24.6.2010 kl. 01:43

8 Smámynd: Theódór Norðkvist

Nú er bara að koma í ljós að stuðningurinn (sem var engin lagaskylda til) við sparifjáreigendur setti ríkið á hausinn. Það kemur ekki til greina að bjarga gerspilltu fjármálakerfi með því að virða lög um samninga að vettugi.

Þetta pakk sem réði ríkjum verður bara að taka afleiðingunum af spillingu sinni og sérhagsmunagæslu. Afleiðingarnar verða líklegast annað hrun og það verður bara að hafa það.

Heilbrigð endurreisn getur ekki byggst á blóði þeirra sem eru fallnir fyrir eigin hendi vegna fjárhagsáhyggna, eða með því að murka lífið úr þeim sem enn eru á lífi.

Theódór Norðkvist, 24.6.2010 kl. 03:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband