Kærum lögbrot fjármálafyrirtækjanna til Fjármálaeftirlitsins, hver fyrir sig.

Samkvæmt niðurstöðu Hæstaréttar eru um lögbrot að ræða sem hefur haft afar afdrifarík áhrif fyrir lántakendur þar er meðtalið fjárnám eigna þeirra sem í raun voru í skilum samkvæmt niðurstöðu Hæstaréttar.

Með því að senda inn kæru til FME þá verður úrskurðað um lögbrotið. Ef brotið telst alvarlegt þá munu fyrirtækin missa leyfi til reksturs fjármálafyrirtækja. Kæru má senda inn í formi tölvupósts og frumrit í pósti.

Ég skora á alla sem hafa orðið fyrir lögbroti fjármálafyrirtækjanna að send inn kæru í eigin nafni. Með þessu fer skriða í gang og verður erfitt fyrir FME að neita að taka málin fyrir.

Ég tel að það sé aðeins ein leið út úr þessu sem tryggir áframhaldandi gildi lánasamninganna frá því fyrir hrun.

Kæra til FME getur verið í formi bréfs með náinni frásögn um hagi hvers og eins og hvað þetta brot hafi í raun skapað fjárhagslegt tjón fyrir viðkomandi. Þessar kærur eru persónuverndaðar og engin hætta á að þær fari á flakk inn í kerfinu.


mbl.is Varar við aðkomu stjórnvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband