Hvalkjöt selst ekki og eru veiðarnar því tímaskekkja.

Það er enginn markaður fyrir hvalkjöt sem hægt er að stóla á. Á síðasta ári voru flutt út 3 kg. af hvalkjöti fyrir 3000 krónur.

Hvalaskoðun á Íslandi er stór atvinnugrein og veltir hún fleiri milljörðum. Það er engin hagnaður af hvalveiðum og lítur ekki út fyrir að svo verði. Þrjóskan í Kristjáni Loftssyni breytir engu þar um.

Hvalveiðar og verkun hans á frumstigi eru ekki samkvæmt lögum um vinnslu matvæla. Hvalirnir eru dregnir af miðunum í land og þar eru þeir síðan dregnir áfram upp á plan undir beru lofti til skurðar. Á þessu vinnsluplani er auðveldur aðgangur baktería frá driti fugla sem sækja að planinu í ætisleit.

Kristjáni Loftssyni vex ekki fiskur um hrygg í þessum hvalveiðum og skora ég á hann að selja/gefa þessa báta sína á sjóminjasafnið.

Hrefnuveiðar fyrir innlendan markað er miklu jákvæðari og þjóna fæðuþörf innanlands og halda jafnvægi á kjötverði á íslenskum neytendamarkaði.


mbl.is „Hvalir eru eins og hver annar fiskur"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Og svo væri ráð að einhver tæki að sér að útskýra fyrir honum muninn á spendýrum og fiskum...

Jón Ingi Cæsarsson, 24.6.2010 kl. 09:41

2 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Eftir mínum upplýsingum er búið að selja hvert einasta kíló af hvalkjöti sem unnið var á síðasta ári og markaðurinn er nær óþrjótandi.

Þessi 5 kílóa Samfylkingar lyga melding er dauð og ómerkileg.

Níels A. Ársælsson., 24.6.2010 kl. 09:54

3 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Þetta er ekki satt hjá þér Níels. Það eru fullar geymslur af hvalkjöti á Akranesi. Það fóru út gámar sem ekki rötuðu til kaupenda.

Guðlaugur Hermannsson, 24.6.2010 kl. 09:59

4 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Ég veit ekki betur en allar geymslur á Akranesi séu tómar.

Hvar er þá kjötið ?

Níels A. Ársælsson., 24.6.2010 kl. 10:23

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það hefur ekkert kjöt verið selt...að halda slíku fram eru ósannindi eða lögbrot.

Jón Ingi Cæsarsson, 24.6.2010 kl. 10:36

6 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Gámar voru stöðvaðir í Rotterdam í vetur og teknir úr skipi... annað hvort eru þeir þar eða komnir heim aftur... einhver ??

Jón Ingi Cæsarsson, 24.6.2010 kl. 10:37

7 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Það er undarlegt að Kristján sé staddur í Marokkó þegar veiðar eru að hefjast hér heima. Getur verið að það sé nauðsynlegt að samkomalg sé hjá Alþjóða hvalveiðiráðinu um hvalveiðar svo að þessi "markaður" með hvalafurði opnist og frjálsir fluttningar með afurðina geti hafist. Á meðan almenningsálitið í Evrópu er á móti hvalveiðum og verndarsamtök aftri öllum fluttningum með afurðina á milli landa er í gangi þá er ekki vænlegt að stunda hvalveiðar.

Guðlaugur Hermannsson, 24.6.2010 kl. 10:53

8 identicon

Varla væri hann að veiða hvali og halda uppi atvinnu fyrir eitthvað um 150 manns ef að ekki væru kaupendurnir? Ef hann hefur selt hvalkjöt fyrir 3000kr og borgað svo 150 manns kaup  í eitthvað 5 mánuði, rekið skip og hvalstöð  með fastráðna menn í allan vetur, þá er maðurinn dýrlingur og ætti að fá Fálkaorðuna.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 24.6.2010 kl. 10:54

9 identicon

það er alveg klárt mál að ef hann hefur ekki selt neitt af þessu kjöti síðan í fyrra, hvernig getur það þá borgað sig að eyða fleiri hundruð milljóna í að gera upp hvalstöðina og skipin tvö?? ef að þessar veiðar væru eitthvað tvísýnar væri ekki verið að þessu öllu saman. fyrir utan það að borga fólki laun eins og rafn segir.

Daníel (IP-tala skráð) 24.6.2010 kl. 11:15

10 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Ég ætla ekki að blanda mér í fjármál Kristjáns. Kostnaðurinn við þetta er ekki svo mikill fyrir fyrirtæki sem er í öðrum rekstri með þessu.

Guðlaugur Hermannsson, 24.6.2010 kl. 11:23

11 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Kjötið er allt selt eftir því sem ég best veit ....

Níels A. Ársælsson., 24.6.2010 kl. 12:45

12 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Er það afhent?

Guðlaugur Hermannsson, 24.6.2010 kl. 12:55

13 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Já og étið segja þeir.

Það er hið besta mál.

Níels A. Ársælsson., 24.6.2010 kl. 13:21

14 identicon

Heimskan og drullan sem veltur útúr fólki hérna er ótrúleg!

Rafn & Daníel eru með þetta, ÞAÐ MYNDI ENGINN STUNDA HVALVEIÐAR EF ÞÆR VÆRU EKKI ARÐBÆRAR.

J.M. (IP-tala skráð) 24.6.2010 kl. 17:20

15 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Hvenær hafa Íslendingar sett sér þau markmið að stunda aðeins arðbæra starfsemi á Íslandi? Ekki einu sinni bankarnir settu það fyrir sig.

Guðlaugur Hermannsson, 24.6.2010 kl. 20:51

16 Smámynd: Haraldur Pálsson

haha, þú hlítur að vera grínast.

Allar hrefnurnar sem veiddar voru í fyrra seldust upp á innanlandsmarkaði...

Síðan er það einungis fáfræði heimsbyggðarinar og slæm umræða sem hefur drepið markaði fyrir hvalkjöt erlendis. Það segir þó ekki að við eigum að leggja árar í bát vegna fáfræði annara ríkja.

Auk þess er nauðsyn að grisja þessa stofna rétt eins og aðra stofna lífríkisins, hvalir eru jú í samkeppni við okkur um aðra fæðu.. fiskinn.

Því ætti allt eins að veiða hval í bræðslu og gera úr honum lýsi, með skynsamri nýtingu á öllum stofnum hvala.

Haraldur Pálsson, 25.6.2010 kl. 01:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband