28.9.2010 | 08:27
Höfum í huga manréttindi þegnanna sem þjást vegna hrunsins.
Þingmenn! Mannréttindi er grunnur að jafnrétti. Þennan ágreining þarf að útkljá fyrir dómstólum (Landsdómi) en ekki á Alþingi.
Með því að fella þessar tillögur á Alþingi í dag er verið að ganga á mannréttindi þegnanna sem yrði afar alvarlegt af hálfu Alþingis sem er auk þess í umboði kjósenda.
Atkvæði um málshöfðun í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.9.2010 | 08:07
Vegur mál ráðherranna þyngra en þegnanna?
Það er merkilegt að þingmenn séu að gæta réttinda fyrrverandi ráðherra, hugsanlega á kostnað almennings sem líður fyrir hrunið.
Það er verið að básúna það á Alþingi að mannréttindi þurfi að hafa í fyrirrúmi og fella skuli tillöguna þess vegna. Hvað með mannréttindi fólksins sem hefur misst allt sitt fyrir hugsanleg handvöm ráðherranna?
Með því að samþykkja tillöguna sem liggur fyrir Alþingi er ekki verið að dæma ráðherranna. Það verður hlutverk Landsdóms að útkljá um það ekki þingheims.
Mjög tvísýnt um úrslitin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.9.2010 | 10:25
Ingibjörg er farin að verja sig strax og það opinberlega.
Það er gott að Ingibjörg er farin að verja sig í hugsanlegri málsókn sem lögð verður fyrir Landsdóm. Það er gott mál að hún sé svona opinská með þetta og sé tilbúin að deila með almenningi þessu trúnaðarmáli sem þingnefndin heldur leyndu.
Mig grunar að þetta mál eigi eftir að draga dilk á eftir sér svo að það liggi við hallarbyltingu á Alþingi. Jóhanna Sigurðardóttir er ekki alsaklaus í þessu hrunmáli ekki heldur Össur Skarphéðinsson og svo er hann líka svili Ingibjargar.
Alþingi er óstafhæft vegna innbyrðis deilna um það hverjir beri ábyrgð á hruninu. Ef annað hrun verður hér á Íslandi þá er nánast hægt að segja að allur þingheimur verði gerður ábyrgur fyrir því.
Icesave samningurinn sem Steingrímsnefndin klúðraði svo eftirminnilega með afarkostum fyrir Ísland var bjargað af Herra forseta Íslands Ólafi Ragnari Grímssyni.
Skrifaði undir fyrir Jóhönnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sú ágiskun skaust upp í kollinum á mér að þetta gætu verið menn frá skilanefndunum að taka myndir af eignum til að koma þeim í söluferli. Ég gæti ekki ímyndað mér "eigendur" húsanna hleypti þeim inn á gafl til sín til að mynda og meta.
Ég get ekki ímyndað mér að glæpagengi væru orðin svona skipulögð eins og lögreglan telur þá vera. En ef svo er þá erum við að upplifa uggvænlega tíma.
Grunsamlegir menn taka myndir af húsum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
24.9.2010 | 11:36
Haraldur er varkár maður. ESB einungis ef góðir samningar nást.
Það á eftir að semja um aðild og ná ásættanlegum samningum við ESB. Síðan er að leggja fyrir þjóðina niðurstöðuna og greiða atkvæði um hana. Eftir að niðurstaða hefur fengist í þjóðaratkvæðagreiðslunni þá er næsta skref að fá allar þjóðirnar innan ESB til að samþykkja inngöngu okkar. Þetta er ekki fyrirfram ákveðið.
Við höfum núþegar gengist við 2/3 af ESB tilskipuninni. Við erum svona nánast inni að undaskildum atkvæðarétti á þinginu í Strassburg.
Það sem skiptir mestu máli í þessum ferli sem við erum í er að við berjumst fyrir bestu útkomunni í umsókninni og við fáum fram það sem við viljum til frambúðar.
Hvað varðar fiskveiðar okkar hér við land þá er rétt að benda á eina staðreynd sem núverandi fiskveiðistefna ESB byggist á en hún er sú að allar þjóðirnar innan núverandi ESB eru með sameiginlega fiskveiðilögsögu vegna þess að löndin hafa annaðhvort landamæri á landi eða á sjó (Bretland) þar sem lögsögur ná saman. Ef við búum til dæmi sem gæti passað inn í þessa stöðu sem Ísland er í við inngöngu.
"Ef bændur undir Eyjafjöllum væru í bandalgi um búskap og þeir ættu sameiginleg tún sem þeir nýttu sameiginlega sem færi þá eftir úthlutun stjórnar samtakanna. Segjum svo að bóndi norður í Eyjafirði hugðist sækja um aðild að þessu bandalagi um búskap þá er nánast útilokað að hann þurfi að afhenda túnið sitt inn í sameiginlega nýtingu túna alra bænda. Þessi norðlenski bóndi á ekkert sameiginlegt með sunnlensku bændunum hvað varðar heyöflun fyrir bú sitt. Allt annað sem bandalagið hefur að bjóða norðlenska bóndanum er það sem þetta snýst um.
Þegar Ísland gengur inn í ESB þá verður önnur sjónamið uppi vegna legu Íslands og fiskveiðilögsögu okkar sem skarast ekki við önnur lönd innan ESB. Í dag erum við með samning við ESB, Færeyjar, Grænland og Noreg um skiptingu á svo kölluðum flökkustofnum eins og loðnu, Makríl og kolmuna. Það hefur ekki verið erfitt fyrir okkur að semja um þá stofna. Svo mun áfram verða þegar við göngum inn í ESB. Með þessu er ég að segja að það mun ekkert breitast hjá okkur frá því sem nú er í EES samningnum. Það gæti þó farið á versta veg ef við verðum ekki samstíga um að ná sem hagstæðustum samningum við ESB.
Það er eitt að lokum, ég hef verið að íhuga lengi er varðar kvótamál okkar Íslendinga. Þegar kvótinn var settur á þá var þorskkvótinn um 380 þúsund tonn er nú ekki nema 130 þúsund tonn. Nú kemur spurningin: Hverjir skulda þjóðinni 250 þúsund tonn af þorskkvótanum sem úthlutað var til að vernda fiskinn í sjónum fyrir ofveiði?
Allt um garð gengið þegar þjóðin kýs? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
24.9.2010 | 08:51
Viljinn er fyrir hendi hjá þjóðinni.
Hversu samstíga er þingheimur þjóðinni? Það kemur í ljós í næstu viku.
Í grein Bjarna í dag kemur hann inn á afar merkilega stöðu í íslenskum stjórnmálum. Bjarni lýsir því yfir að núverandi stjórn sé vanhæf og sama verði að ganga yfir þá líka. Bjarni! leggðu fram kæru á hendur ríkisstjórn ef þú telur að hún standi sig ekki í stykkinu og sé ábyrg vegna gengistryggingardómsins. Það er rétt hjá Þér Gylfi vissi um stöðu þessa máls löngu fyrir dóminn. Ráðherrar aðhöfðust ekkert og létu þetta viðgangast. Það er því rökrétt hjá Bjarna að ríkisstjórnin ætti að segja af sér strax.
Yfir 60% vilja ráðherra fyrir landsdóm | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.9.2010 | 19:01
Hvað með 129 borgarfulltrúa?
Þetta er tækifæri fyrir Jón Gunnar borgarstjóra að koma öllum sínum vinum á jötuninna. Hann lofaði þessu á kosningafundi í HR í vor.
Hvenær ætlar almenningur að skilja þá staðreynd að borgin er rekin af embættismönnum borgarinnar.
Borgarfulltrúum verði fjölgað í 29 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.9.2010 | 10:28
Íslendingar hafa verslað við Rússa í áratugi.
Ísland hefur verið vinveitt Rússum í áratugi og verslað mikið við þá þjóð með sölu á ullarvörum og fiskmeti og kaup á olíuvörum og Lada bílum.
Ég spái því að Rússar gangi inn í NATO innan fárra ára og hugsanlega ESB um einum áratugi seinna. Það er mikil breyting í gangi þessi misserin og verða aðstæður hugsanlega öðruvísi en nokkrum manni hefði dottið í hug.
Ég styð nánari tengsl Rússa og Íslendinga og vona að samstarfið eflist og dafni.
Aukin samvinna við Rússa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.9.2010 | 10:16
Bullandi vanhæfir þingmenn og ráðherrar. Málshöfðun gegn vinum og skoðannabræðrum.
Það eru bullandi vanhæfir þingmenn og ráðherrar sem eru að eyðileggja mögulega málssókn á hendur fyrrverandi ráðherrum.
Það eiga sér stað mörg brot ráðherra og þingmanna á stjórnsýslulögum með þátttöku þeirra í þessum umræðum og atkvæðagreiðslu þar að lútandi á Alþingi.
Hver getur stoppað þetta rugl? Forsetinn?
Nefndirnar funda í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.9.2010 | 02:01
100.000 kr á hvern íbúa Vestmannaeyja?
30 milljónir á mánuði til að dæla sandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)