Afhendum Bretum og Hollendingum eignasafn Lansbankans strax.

Það lítur betur út núna í Icesave deilunni. Menn eru farnir að skynja þá staðreynd að eignasafn Landsbankans er ætlað að greiða þessa Icesave skuld ekki hin almenni skattgreiðandi.

Ég á ekki von á því að þetta geti farið illa úr því yfirvöld hafa séð að sér og leita nú leiða til að sleppa við óraunhæfa vaxtagreiðslur.

Eignir Landsbankans sem ríkið tók yfir með greiðslu í rískisskuldabréfum bera vexti upp á 5%. Með því að krefja ríkið um vexti á Icesave skuldinni er ríkið þá að borga tvisvar vexti í sama dæminu.


mbl.is Íslendingar greiði ekki Icesave-vexti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldóra Hjaltadóttir

Þeir eru nú þegar með stóran hlut, þ.e. 2000000000 liggja í Seðlabanka Englands og bera enga vexti á meðan vextir af þessu svokallaða Icesave - láni hækka um 5.55%.

mbk HH

Halldóra Hjaltadóttir, 11.2.2010 kl. 13:01

2 Smámynd: Haraldur Baldursson

Ég styð hugmyndina um að afhenda lánasafnið sem greiðslu...í versta falli borga 10-20 milljarða með því sem skaðabætur fyrir slakt eftirlit FME....og svo kveðja með handarbandi.

Í framhaldi af því, þá ættum við að henda duglega inn í Good-Will-Herferð, þar sem við, íslendingar styðjum þau góðgerðafélög sem báru skaða af Icesave...ekki af því okkur beri að gera þetta, heldur hitt að við værum að sýna samkennd með fólki. Síðan ættum við að eyða peningum innanlands í að styðja prjónasakp og senda bretum til að hlýja þeim í kuldanum. Það hresssir upp á innlenda framleiðslu, hitar bretum og eykur góðvild í okkar garð. Auk þess er ekki ólíklegt að það auki vinsældir (sölu sem sagt) á lopapeysum...að þetta verði tískuvara...

Haraldur Baldursson, 11.2.2010 kl. 13:19

3 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Það er nú eitt ruglið þetta með milljarð sterlingspunda inn á vaxtalausum reikningum í Bretlandi. Þeir setja það sem afsökun að það séu lög í Bretlandi að ekki megi greiða út fé úr gjaldþrota fyrirtæki inn á reikning erlendis. Þessi lög stangast á við ESB tilskipuninna um frjálst flæði fjármagns. Þetta með frjálst flæði fjármagns túlka Bretar eftir eigin geðþótta.

Haraldur. Gaman væri ef ég gæti prjónað en svo er ekki en ég styð hugmynd þína um að lopupeysuvæða Bretanna.

Guðlaugur Hermannsson, 11.2.2010 kl. 13:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband