Allir Alþingismennirnir 63 eru vanhæfir sem fulltrúar okkar kjósenda.

Alþingi hefur verið getulaust í nokkuð mörg ár vegna vanhæfra þingmanna. Það er búið að eyða 18 mánuðum í þras um Icesave og ekkert gert til að leysa það mál á annan hátt en með málþófi sem hefur kostað margann lífsviðurværið og heimilið.

Það er enginn á þingi í dag sem er nægilega greindur til að sjá vanda þjóðfélagsins og taka á honum og leysa. Fjöldinn allur af fólki er á flótta frá landinu og er hugsanlegt að það komi ekki til baka á næstu árum. Þetta fólk er hámenntað og hefur verið driffjöðurin í atvinnulífinu hér á landi.

Við erum að sigla inn í sama ástand og Færeyjar voru í hér áður fyrr. Ungafólkið flaug til Danmerkur og hóf nýtt líf þar.

Alþingi tekur ekki á vandamálunum með því að setja lög sem sporna við öllu óréttlætinu. Til að mynda frumvarp Lilju Mósesdóttur um húsnæðislán sætu eftir í eigninni en fylgi ekki lántakandanum. Árni Páll Árnason ráðherra hvað það ekki vera hagstætt fyrir lánadrottna og að fólk myndi þá flytja úr eignum sínum þegar þeim sýndist. Hann hélt því einnig fram að fólk gæti flutt inn í hús og borgað engar afborganir né vexti og flytti síðan út eftir dúk og disk. Það má koma í veg fyrir svoleiðis misnotkun á afar einfaldan hátt og hann er þessi: Allir vextir og afborganir sem eru tilkomnar fyrir formlega afhendingu á húsnæðinu til lánveitandans verða ekki undaþegnar kröfum á eiganda húsnæðis frá lánveitandanum.

Með því að hafa þetta fyrirkomulag á íbúðarlánum þá er komið í veg fyrir að lánveitingar verði mikið hærri en 60% af brunabótamati. Þá er raunhæft að eignin sé afhent lánveitanda og er þá litlar líkur á því að yfirveðsetning skapi tjón hjá lánveitandanum og að eigandinn hafi offjárfest í eigninni.


mbl.is „Reyna að þvo hendur sínar af eigin verkum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Þegar fjármálaráðherra lítur á Icesave sem sitt einkamál og hleypir ekki öðrum að því þá fer svona sama kver er í stjórn það á ekki að böðlast áfram eins og naut í flagi.

Ég skil ekki afaverju ekki var kosinn strax þverpólitísk nefnd í þetta mál þá væri það löngu frá.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 11.2.2010 kl. 14:14

2 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Ég tek undir skrif þín.Hverskonar stofnun er þetta svokallaða Alþingi.Maður fer að halda að innan dyra þess,sé herbergi,sem er notað til heilahreinsunar.

Fyrir það fyrsta,skal hver maður sem kosinn er til þing,undirrita eið um að starfa samkvæmt stjórnarskránni,og eftir sinni sannfæringu.

Einnig höfum við vitni af því að alþingismenn og ráðherrar kúvenda á sínum skoðunum.Steingrímur var áður frábitinn lána frá alþjóðagjaldeyrissjóðnum.Jóhanna barðist fyrir kjörum aldraða og annara,sem máttu minna meiga sín.

Það hlýtur að vera eitthvað hreinsunnarherbergi á Alþingi,sem hreinsar út úr höfði manna,þær hugsannir,sem það hafði á stefnuskrá sinni.

Nú er einungis verið að vinna að gæluverkefni stjórnarinnar.ICE-SAVE málið má ekki fara fyrir þjóðaratkvæðisgreiðslu.Öll önnur mál eru á þeim byrjunarreit,sem það var fyrir ári síðan.Hellisbúinn gat ekki hugsað um nema eitt mál í einu.Það eins komið með þetta fólk.

Ingvi Rúnar Einarsson, 11.2.2010 kl. 14:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband