Þessir 200 milljarðar er fyrsta greiðslan upp í Icesave skuldina.

Þá er aðeins eftir 400 milljarðar í eignasafni Landsbankans til greiðslu Icesave. Hvað ætlar ríkisstjórnin að þverskallast lengi í þessu máli? Af hverju gekk Svavar Gestsson ekki frá þessu máli við Breta og tilkynnti þeim að þessir peningar sem hér um ræðir væri fyrsta greiðsla okkar til þeirra og afgangurinn sem eftir er í eignasafninu yrði yfirtekinn af Bretum og Hollendingum og síðan yrði samið um afganginn þessi 10% sem upp á vantar.

Þvílíkt klúður í samningaferlinu, eins og komið hefur í ljós, er nánast ófyrirgefanleg afglöp stálpaðra manna sem bjóða sig fram til setu í samninganefnd af þessu tagi og eru gjörsamlega óhæfir til þeirra starfa.


mbl.is Afborganir í Bretlandi enn á vaxtalausum reikningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Þetta IceSLAVE mál er búið að vera glæpsamlegt klúður hjá "fráfarandi & núverandi stjórnvöldum", það á ekki að koma á óvart enda Samspillingin ennþá að þvælast fyrir upp í brú á þjóðarskútunni.  Hugsaðu þér að ALLIR þeirra sauðir (þingmenn) fylgdu forystu sauðnum fram af björgum og "VÖRÐU Icesave samninginn á alþingi - ávalt" - X-S lá svo á að komast í EB að ÖLLU máti fórna til að komast þar inn.  Svo er fólk sem er ennþá að spá í að kjósa þennan "RuslFlokk...lol....lol...!"

kv. Heilbrigð skynsemi & 4 hjörtu

Jakob Þór Haraldsson, 10.2.2010 kl. 09:56

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Flokksræðið er liðið undir lok þar er spilling og einkavinavæðingin of mikil til að það sé starfhæft við verum að fá utanþingsstjórn sem ber hagsmuni fólksins að leiðarljósi ekki bankana og peningaþjófana!

Sigurður Haraldsson, 10.2.2010 kl. 14:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband