Það yrði brot á samkeppnislögum.

Með því að setja tóbaksöluna inn í vínbúðirnar þá væri hægt að komast hjá lögbrotum. Áfengis og tóbaksverslun Ríkisins er með einkaleyfi fyrir tóbaki í heildsölu, því ekki að fara áfram með það í vínbúðirnar?

Furðuleg hugmynd að setja þetta inn í apotekin sem eru að gera út á heilsubætamdi vöru ásamt lyfjasölu.


mbl.is Tóbak verði bara selt í apótekum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála!

Ætli þeir sem lögðu tillöguna fram séu með tengsl við apótekara eða hafi bara hreinlega ekki hugsað málið... hallast að því síðara!

Karl J. (IP-tala skráð) 4.10.2011 kl. 16:59

2 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Þetta er nú meiri vitleisan,banna,banna er eina orðið,sem gerir bara verra og það er staðreynd,og afhverju selja eitur(fíknaefni í apoteki,seljum þá líka mariuana)

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 4.10.2011 kl. 17:13

3 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Apotekin eru lyfjabúðir en ekki eiturlyfjabúðir.

Guðlaugur Hermannsson, 4.10.2011 kl. 17:15

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta er alveg hárrétt hjá þér Guðlaugur en ég sé ekki alveg fyrir mér hvernig samkeppnislög koma inn í þetta.  En ég skil ekki að nokkrum manni skuli detta í hug að selja TÓBAK í APÓTEKUM..............................

Jóhann Elíasson, 4.10.2011 kl. 17:47

5 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Það má hugsanlega breyta þessu og gera það lyfseðilsskilt að kaupa tóbak. Það yrði þá að fara til læknis og fá lyfseðil sem mun að öllum líkindum kosta eitthvað og svo tel ég það mjög líklegt að Apotekin setji sína "gígantísku" álagningu ofan á allan tóbaksskatt sem ríkið leggur á. Ég gæti trúað því að verðið á einum vindlingapakka verði um 3000 kr+. Apotekin eru ekki að leggja ofan á þetta Bónusálagningu, það er eitt sem víst er.

Með lyfseðlaskyldu þá gilda ekki samkeppnislögin nema ef ské kynni að vera á milli þeirra sjálfra.

Guðlaugur Hermannsson, 4.10.2011 kl. 17:57

6 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Ætti þá ekki eftir sömu rökhyggju að takmarka neyslu á sykri, ferðum til borga þar sem mengun er mikil, skíðaiðhkanna sem valda fótbrotum, banna bíla þar sem fólk deyr í bílkslysum, banna lakkrís þar sem hann hækkar blóðþrýsting, banna alla fitu þar sem hún sest í æðarnar.....

Hvað á fólk þá að kaupa?

Tófú?

Hefur einhver hugleitt hversu miklar tekur eru af sölu tóbaks?

Öll gjöldin?

7 milljarðar á ári

Tvær Hörpur á hverjum áratug.

Hvar ættu þessir peningar annars að fást?

Með auknum sköttum!

Yrði fólk þá ánægt?

Varla.

Óskar Guðmundsson, 4.10.2011 kl. 18:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband