Dumhed må guderne kæmpes forgæves.

Það er ekki hægt að halda áfram að mótmæla þegar þeir sem mótmælin beinast að eru ekki greindari né mettnaðarfyllri en svo að þeir sitja áfram eins og ekkert sé sjálfsagðara.

Það er eitt að gera og það er að bíða til næstu kosninga og kjósa okkur út úr þessari vitleysu sem Alþingimenn eru að framkvæma.

Stjórnarandstaðan er ekki að sýna skynsemi frekar en stjórnarliðar. Þeir eru að eyða dýrmætum tíma í þinginu í þrætur og uppákomur sem eru ekki skynsamri þjóð bjóðandi.

Ég vil leggja til að við köllum "stjórnarandstöðuflokkanna" minnihluti og síðan stjórnarliða meirihluti.

Það er í mörgum tilfellum alveg fullkominn óþarfi að halda úti málþófi til að reyna að komast hjá því að lög taka gildi.
Það er leikur einn að breyta lögum þegar minnihluti nær meirihluta þingmanna á þingi.

Það er því afar fáránlegt að eyða dýrmætum tíma í þref.

Forsetinn er "varnagli" lýðræðisins í landinu með þeim möguleika að neita að staðfesta lög sem ágreiningur er um hjá almenningi.

Vinna Alþingismanna er greidd úr sameiginlegum sjóði landsmanna og er það krafa þeirra að þeir fái sem mest út úr þeirri greiðslu. Vonlaust þras á þingi er ekki til að auka virðingu landsmanna á Alþingismönnum.

Það er krafa landsmanna að framlegð sé á þingi og menn vinni saman að því að rífa upp hagvöxt sem fyrst.


mbl.is Vonbrigði hversu fáir mættu á Austurvöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

og ekki vildi ég hafa Lilju Móseasarsdóttur við að rífa upp hagvöxt.  Hún kann bara að rífa niður


Held að fólk sé farið að sjá í gegnum lýðskrumið sem frá henni og hennar líkum kemur.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 16.10.2011 kl. 12:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband