Erum við tæknilega í stríði?

Við erum NATO þjóð. Erum við þá í stríði? Ef svo er þá er það brot á stjórnarskránni.
mbl.is Talsmenn NATO sáttir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þingmenn verði aðeins 33 og engir "aðstoðarmenn" það sparar mikið.

Kostir:

1. Það dregur úr málþófi.
2. Helmingi minni hætta á klúðri.
3. Meiri líkur á hæfari frambjóðendum vegna vænna starfsumhverfis.
4. Meiri möguleiki á farsælum vinnubrögðum á Alþingi.
5. Minni hætta á spillingu stjórnmálaflokkanna.
6. Fleiri kjósendur á bak við hvern þingmann.
7. Ríkisstjórn skipuð fagfólki hvert á sínu sviði.
8. Alþingi hefur eftirlit með framkvæmdarvaldinu og skiptir út ráðherrum eftir frammistöðu þeirra.

Gallar:

Engir gallar.


mbl.is Reka þarf ríkið á ódýrari hátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er orðið fátt um fína drætti í þessum GSM símamálum sýnist mér.

Hvað tekur við þegar þessi þjónusta hverfur úr símanum? Á hverju á samkeppnin að byggjast á í framtíðinni? Fríum PIZZUM? Nei takk. Meiri fjölbreyttni í GSM símanna okkar, það er krafa okkar í dag. Það er orðið svo dýrt að nota þá til þess brúks sem þeir upphaflega voru hannaðir til að þjóna sem er jú að hringja úr þeim.
mbl.is Vodafone hættir sölu á erótísku myndefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hér áður fyrr notuðu menn kanarífugla með góðum árangri.

Það er ekki tekin áhætta með mannslíf fyrir einn hræódýran súrefnismæli. Ég tel að útgerðin sé ekki svo veðsett að hún geti ekki tryggt líf starfsmanna sinna með nauðsynlegum tækjum. Það er undarleg afsökun að segja að súrefnismælirinn sé í viðgerð. Það þarf að taka á þessum málum af festu og sekta starfsmenn fyrirtækjanna svo um muni fyrir svona handvöm og greindarskort. Fyrir alla muni ekki sekta fyrirtækið það er gagnslaust. Sektum þá starfsmenn sem bera ábyrgð á starfseminni.
mbl.is Súrefnismælir bilaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt upp á borðið strax. Engan feluleik með fjöregg þjóðarinnar.

Það er krafa okkar í dag að við fáum að fylgjast með samningaviðræðunum frá fysta degi. Gleymum ekki klúðri Svavars Gestssonar síðastliðið vor. Komum í veg fyrir það að núverandi samninganefnd komist í þá stöðu að meðlimir hennar nenni ekki þessu þrasi meir og skrifi undir nýtt óásáttanlegt samkomulag við Breta og Hollendinga. Nú er íslenska þjóðin meðvituð um stöðu mála og sættir sig ekki við minna en allan sannleikann upp á borðið frá byrjun.
mbl.is Furðar sig á ummælum fjármálaráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Munið að taka með eignasafnið handa Bretum og Hollendingum, kæra samninganefnd.

Samningarnefnd! Munið að taka með ykkur eignasafn Landsbankans og afhenda það Bretum og Hollendingum og síðan semja um þau 10% sem eftir eru á sem hagstæðastan hátt fyrir okkur.

Við treystum ykkur fyrir þessu mikilvæga verkefni og væntum þess að engir embættismenn né pólitískir "snyllingar" séu með í för. Nú þegar hafa embættismenn kostað þjóðarbúið yfir 1000 milljarða og þykir flestum nóg um.


mbl.is Samninganefnd Íslands utan á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er loksins komið að því. Afhendum eignasafnið sem greiðslu til Breta og Hollendinga.

Þá er komið að því að losa um eignasafn Landsbankans með lagasetningu. Af hverju var ekki farið í þetta strax? Þetta gerir okkur nánast skuldlaus gagnvart Bretum og Hollendingum í Icesave málinu.

Þetta Icesave mál hefur kostað þjóðina milljarða í þá 18 mánuði sem liðnir eru frá hruninu.


mbl.is Gjaldþrotalögum breytt fyrir Icesave?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þvílíkt bull í ríkisstjórninni. Afhendum eignasafnið strax til Breta og Hollendinga.

Það ætlar ekki að taka enda þetta bölvaða bull í ríkisstjórninni. Um hvað þarf að semja? Veit ríkisstjórnin hvað þarf að semja um?

Það hlýtur að vera takmörk fyrir vitleysunni í þessari stjórn. Hvað heldur hún að Bretar og Hollendingar gangi langt í "samningaviðræðum"? Er ekki komið nóg? Afhendið Bretum og Hollendingum eignasafnið strax eftir helgi og semjið síðan um afganginn það er að segja þessi 10%.


mbl.is Icesave-fundir í næstu viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dumhed må guderne kæmpes forgæves!

Það er orðið skrautlegt í kringum Steingrím J. stjórnmálaséní. Allt sem hann hefur framkvæmt með sínum mönnum á síðustu 12 mánuðum er afar viðvaningslegt svo ekki sé meira sagt. Hvar endar þetta? Bretar og Hollendingar hafa misst trú á Íslendingum og líklegast gefið okkur upp á bátinn.

Það má ekki ræða málin opinberlega og verður að fara leynt með gang mála. Íslendingar eru ekki tilbúnir að samþykkja áframhaldandi klúður núverandi stjórnvalda og ekki heldur þrátt fyrir hlutdeild stjórnarminnihlutans. Sendum fagmenn út til viðræðna við Breta og Hollendinga sem afhenda þeim eignasafn Landsbankans og semja svo um skuldina sem eftir er með vaxtalausum og hagstæðum lánum til 10 ára. Þessi upphæð sem um er rætt er aðeins 320 milljónir sterlingspunda (um 64 milljarðar íslenskra króna).

Það er aðeins eitt eftir og það er að rjúfa þing og boða til kosningar strax í vor með nýju fólki sem er í stakk búið til að stjórna þessu landi með skynsemi að leiðarljósi. Það er kominn tími til að við skipum ráðherra sem hafa fagþekkingu á málefnum ráðuneytanna en ekki þingmanni sem ekkert hefur fram að færa annað en vinsældir í kosningu til setu
á Alþingi.


mbl.is Bað RÚV að birta ekki fréttina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýtum okkur greindarskort stjórnvalda sem afsökun fyrir ósannindunum ef þau eru staðreynd.

Það er okkar eina vona að við getum nýtt okkur þá staðreynd að um greindaskort stjórnvalda hafi verið um að ræða. Ekki getum við sagt að þeir séu svo forhertir að ljúga upp í opið geðið á þeim mánuð fyrir hrun, það er ekki trúverðugt.

Við verðum líka að halda því fram að það sé stjórnarskrárvarinn réttur hvers og eins að starfa sem ráðherra ef hann/hún hefur nægilegt fylgi til að verða kosinn á Alþingi og verða síðan skipaður ráðherra þrátt fyrir kunnáttuleysi eða einfaldlega greindarskort í viðkomandi málaflokki.

Ég vona að ekki verði stórmál úr þessu með Hollendinganna.


mbl.is Rannsaka ásakanir um lygar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband