Þingmenn verði aðeins 33 og engir "aðstoðarmenn" það sparar mikið.

Kostir:

1. Það dregur úr málþófi.
2. Helmingi minni hætta á klúðri.
3. Meiri líkur á hæfari frambjóðendum vegna vænna starfsumhverfis.
4. Meiri möguleiki á farsælum vinnubrögðum á Alþingi.
5. Minni hætta á spillingu stjórnmálaflokkanna.
6. Fleiri kjósendur á bak við hvern þingmann.
7. Ríkisstjórn skipuð fagfólki hvert á sínu sviði.
8. Alþingi hefur eftirlit með framkvæmdarvaldinu og skiptir út ráðherrum eftir frammistöðu þeirra.

Gallar:

Engir gallar.


mbl.is Reka þarf ríkið á ódýrari hátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

hvað um að breita "sköpum" lífeyrisstjóða opinberra til jafns við það sem gerist í landinu ?

Jón Snæbjörnsson, 17.2.2010 kl. 16:15

2 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Mikið til í því. Davíð setti lífeyrissjóð þingmanna og ráðherra á æðra plan en hin almenni lífeyrisþegi.

Guðlaugur Hermannsson, 17.2.2010 kl. 16:17

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

held ég fari rétt með að þegar Búnaðarbanki var seldur þá var skuld Ríksins við þennann lífeyrissjóð gerð upp ca 30 milljarðar - í dag er staðan svipuð þe ríkið skuldar þessmum ´"´ríkistryggða" lífeyrissjóð mikið í dag - ekki nokkurt apparat á rétt á að vera rekið á hvolfi svo áratugum skiptir og senda svo reikninginn beint á hinn venjulega almúga mann - Nei

Jón Snæbjörnsson, 17.2.2010 kl. 16:25

4 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Það eru margt óupplýst í þessum lífeyrismálum. Hver getur kannað hina raunverulegu stöðu þjóðfélagsins í dag? Endurskoðendur eru ekki í stakk búnir til að gera það vegna vantrausts almennings á störfum þeirra á síðustu árum fyrir hrun.

Guðlaugur Hermannsson, 17.2.2010 kl. 16:31

5 identicon

Sæll.

Þó ég sé ekki endilega sammála rökum þínum fyrir fækkun þingmanna er ég hjartanlega sammála þér um þörfina á að fækka þeim. Við höfum ekki efni á öllum þessum mýgrúti þingmanna, aðstoðarmanna og ráðherra.

Hérlendis eru um 5000 íbúar á bak við hvern þingmann en á Norðurlöndunum eru rúmlega 25000 íbúar á bak við hvern þingmann. Hérlendis eru þeir því augljóslega alltof margir og því miður hafa margir þeirra ekki gripsvit á þeim málum sem þeir eru að fjalla um, virðast vera lítið annað en framapotarar. Ég vil fara með þá niður í 23 og gera landið að einu kjördæmi. Ég vil ekki una því að atkvæði fólks sem býr á landsbyggðinni vegi mun þyngra en mitt.

Það vantar breiða samstöðu um það í þjóðfélaginu að þingmönnum fækki, aðstoðarmenn þeirra hverfi með öllu sem og að ráðherrum fækki. Þingmennirnir sjálfir munu aldrei fækka sér ótilneyddir!! Nú er mikil þörf á að minnka kostnað ríksins. Sparnaðurinn hleypur á hundruðum milljóna á ári. Hver vill ekki sjá þær hundruðir milljóna sem fara í þessa hít fara frekar í t.d. Landspítalann eða framhaldsskólana?

Jon (IP-tala skráð) 17.2.2010 kl. 16:51

6 identicon

Gallar: Talan 33 er valin algjörlega af handahófi. Með sömu rökum og þú notar til að styðja fjöldann 33 myndum við enda með 1 þingmann: Minnst málþóf 1/63 hætta á klúðri, mestar líkur á hæfum frambjóðendum vegna vænsta starfsumhverfis sem alþingi getur náð (með þessum aðgerðum), Mestur möguleiki á farsælum vinnubrögðum, minnsta hættan á spillingu í stjórnmálaflokkum, Eins margir kjósendur á bakvið þingmann og hægt er, ríkisstjórn skipuð fagfólki hvert á sínu sviði (aðskilnaður framkvæmda og löggjafarvalds, þ.e. þingmenn þurfa ekki endilega að vera ráðherrar), 8. sama.

Gallar:

Færri en engin.

Ergo mitt er betra og samt fylgdi ég öllum þínum parametrum.

Blahh (IP-tala skráð) 17.2.2010 kl. 16:58

7 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

1 þingmaður er spilling. Þar með falla þín rök. Tveir er ómögulegt. Þrír er lámark. þá er mögulegur meirihluti.

Guðlaugur Hermannsson, 17.2.2010 kl. 17:07

8 identicon

Aha, engin ástæða svo sem til að rökstyðja það af hverju einn þingmaður er spilling. Í það minnsta tókst mér að sýna þér fram á að 33 sé engin töfratala og þessi rökstuðningur þinn var hlægilegur.

Blahh (IP-tala skráð) 17.2.2010 kl. 17:21

9 identicon

Ég hef talað fyrir þessari hugmynd síðstu 20 árin eða svo, en RÁNfuglinn og 4 FLokkarnir hafa ekki tekið þetta í mál - okkar stjórnmálamenn eru ekki bara siðblindir, heldur einnig frekir til fé´s - þeir elska það að vera á jötunninni - ríkisspennanum og sjúga til sín allt það fé sem í boði er...!

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 17.2.2010 kl. 17:29

10 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Blahh. 33 var tillaga en ekki töfratala. Það var nú meiningin að rökstuðningurinn væri hlægilegur. Komum okkur saman um tölu þá er vinátta okkar tryggð.

Jakob. Það er nefnilega staðreynd málsins að spillingin er fyrir hemdi og aldrei eins mikil og þegar allir bankarnir voru ríkisbankar með pólitískum bankastjórum og rammpólitískum bankaráðum.

Guðlaugur Hermannsson, 17.2.2010 kl. 18:26

11 identicon

það væri alveg nóg að hafa 13 þingmenn. ég er alveg viss um það að þeir kæmu meiru i verk en þessir 63 jólasveinar sem nú eru. svo má ekki gleyma þvi að þessir 63 eru lika með aðstoðarmenn.

þórarinn axel jónsson (IP-tala skráð) 17.2.2010 kl. 20:15

12 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Jólasveinarnir gera bara skandal 13 daga á ári. Mér skilst að forsætisráðherra sé með aðstoðarmann sem er með aðstoðarmann. Þessi aðstoðarmaður aðstoðarmannsins heitir víst Einar Karl Haraldsson.

Guðlaugur Hermannsson, 17.2.2010 kl. 20:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband