12.2.2010 | 09:00
Voru þetta drög að gjaldþroti íslensku þjóðarinnar?
Það er afar áríðandi að öll mál sem viðkoma hruninu komi upp á yfirborðið. Allt tal um að þessi drög hafi ekki verið til umfjöllunar hjá ríkisstjórninni er fyrirsláttur. Öll frumvörp og samningar verða til hjá embættismönnum ráðuneytanna.
Það er nauðsynlegt að fram komi hugmyndir embættismannanna svo við öðlumst skilning á hugafari og greind þeirra við stjórn ráðuneyta sinna.
Makalaust innlegg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.2.2010 | 13:19
Allir Alþingismennirnir 63 eru vanhæfir sem fulltrúar okkar kjósenda.
Alþingi hefur verið getulaust í nokkuð mörg ár vegna vanhæfra þingmanna. Það er búið að eyða 18 mánuðum í þras um Icesave og ekkert gert til að leysa það mál á annan hátt en með málþófi sem hefur kostað margann lífsviðurværið og heimilið.
Það er enginn á þingi í dag sem er nægilega greindur til að sjá vanda þjóðfélagsins og taka á honum og leysa. Fjöldinn allur af fólki er á flótta frá landinu og er hugsanlegt að það komi ekki til baka á næstu árum. Þetta fólk er hámenntað og hefur verið driffjöðurin í atvinnulífinu hér á landi.
Við erum að sigla inn í sama ástand og Færeyjar voru í hér áður fyrr. Ungafólkið flaug til Danmerkur og hóf nýtt líf þar.
Alþingi tekur ekki á vandamálunum með því að setja lög sem sporna við öllu óréttlætinu. Til að mynda frumvarp Lilju Mósesdóttur um húsnæðislán sætu eftir í eigninni en fylgi ekki lántakandanum. Árni Páll Árnason ráðherra hvað það ekki vera hagstætt fyrir lánadrottna og að fólk myndi þá flytja úr eignum sínum þegar þeim sýndist. Hann hélt því einnig fram að fólk gæti flutt inn í hús og borgað engar afborganir né vexti og flytti síðan út eftir dúk og disk. Það má koma í veg fyrir svoleiðis misnotkun á afar einfaldan hátt og hann er þessi: Allir vextir og afborganir sem eru tilkomnar fyrir formlega afhendingu á húsnæðinu til lánveitandans verða ekki undaþegnar kröfum á eiganda húsnæðis frá lánveitandanum.
Með því að hafa þetta fyrirkomulag á íbúðarlánum þá er komið í veg fyrir að lánveitingar verði mikið hærri en 60% af brunabótamati. Þá er raunhæft að eignin sé afhent lánveitanda og er þá litlar líkur á því að yfirveðsetning skapi tjón hjá lánveitandanum og að eigandinn hafi offjárfest í eigninni.
„Reyna að þvo hendur sínar af eigin verkum“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.2.2010 | 12:48
Afhendum Bretum og Hollendingum eignasafn Lansbankans strax.
Það lítur betur út núna í Icesave deilunni. Menn eru farnir að skynja þá staðreynd að eignasafn Landsbankans er ætlað að greiða þessa Icesave skuld ekki hin almenni skattgreiðandi.
Ég á ekki von á því að þetta geti farið illa úr því yfirvöld hafa séð að sér og leita nú leiða til að sleppa við óraunhæfa vaxtagreiðslur.
Eignir Landsbankans sem ríkið tók yfir með greiðslu í rískisskuldabréfum bera vexti upp á 5%. Með því að krefja ríkið um vexti á Icesave skuldinni er ríkið þá að borga tvisvar vexti í sama dæminu.
Íslendingar greiði ekki Icesave-vexti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.2.2010 | 09:41
Þessir 200 milljarðar er fyrsta greiðslan upp í Icesave skuldina.
Þá er aðeins eftir 400 milljarðar í eignasafni Landsbankans til greiðslu Icesave. Hvað ætlar ríkisstjórnin að þverskallast lengi í þessu máli? Af hverju gekk Svavar Gestsson ekki frá þessu máli við Breta og tilkynnti þeim að þessir peningar sem hér um ræðir væri fyrsta greiðsla okkar til þeirra og afgangurinn sem eftir er í eignasafninu yrði yfirtekinn af Bretum og Hollendingum og síðan yrði samið um afganginn þessi 10% sem upp á vantar.
Þvílíkt klúður í samningaferlinu, eins og komið hefur í ljós, er nánast ófyrirgefanleg afglöp stálpaðra manna sem bjóða sig fram til setu í samninganefnd af þessu tagi og eru gjörsamlega óhæfir til þeirra starfa.
Afborganir í Bretlandi enn á vaxtalausum reikningi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.2.2010 | 02:35
Étum ekki útsæðið. Hættum loðnuveiðum strax.
Við erum að ganga á lífríkið með þessari gengdarlausu ofveiði á loðnustofninum. Skipstjórar tala um að nauðsynlegt sé að bíða eftir því að hrognamyndun nái 24% og þá sé "rétti" tíminn til að veiða hana. Er þá ekki einmitt kolrangur tími að veiða hana? Hryggningin skerðist við þessa rányrkju loðnusjómannanna og minnkar stofnin enn meir. Á þorskveiðum er hryggningastopp í kringum páska til að efla stofninn.
Loðnan er undistöðufæða bolfiskstofnanna. Árið 1967 kláruðum við síldina með ofveiði, þá fórum við að veiða loðnu upp úr 1974 sem olli hruni á þorskstofninum. Ofveiði á loðnu varð þess valdandi að við urðum að gefa út kvóta á bolfiskistofnanna til að vernda þá. Allar götur síðan 1984 hafa fiskistofnarnir minnkað árlega og er svo komið að síðasta úthlutun var rúm hundrað þúsund tonn. Hér áðurfyrr þegar erlendir togarar voru hér við land við veiðar þá var lámarks afli yfir 400 þúsund tonn og jafnvel meiri, en ekki gekk á stofninn þá. Hvað olli því? Það var nægt æti í sjónum og Þorskurinn dafnaði og hélt sér á Íslandsmiðum. Nú í dag er þorskstofninn aðeins brot af því sem hann var fyrir 1970.
Danir veiddu ógrynni af sandsíli í Norðursjó í áraraðir og upp úr 1990 fór að halla undan fæti í þessum veiðum. Sandsílastofninn þurrkaðist út og sömuleiðis þorskstofninn og við það lagðist fiskvinnnsla að mestu leiti niður á vesturströnd Jótlands. Í dag er nánast engin bolfiskafli sem berst á land þar.
Talið er að íslenski þorskurinn sé kominn á önnur mið fyrir norðan land (fyrir norðan lögsögu okkar) vegna hlýnadi sjávar. Það eru líkur á því að loðnan og síldin sé einnig komin norður fyrir. Getur verið að sýkingin í síldinni sé að hluta til vegna hærri sjávarhita en venja er?
Alveg skínandi loðna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.2.2010 | 17:16
Enginn Svavar Gestsson í nefndinni? Lofar góðu.
Mr. Bucheit er afar greindur og gegn maður og er sérfræðingur í þjóðarskuldum. Icesave er ekki skuld nema að hluta til. Skilanefnd Landsbankans situr á 90% af Icesave skuldinni og er því þjóðarskuldin um 320 milljónir sterlingspunda (10%) sem okkur "ber" að greiða. Okkur vantar mann með skarpa hugsun og er snöggur að leysa svona mál vela af hendi.
Af hverju er ekki afgreitt þetta mál með einfaldri yfirtöku á eignasafni Landsbankans og það afhent Bretum og Hollendingum?
Buchheit leiðir samninganefnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Norðmenn eru þeir einu sem hafa fjármagn til stuðnings okkur. Íslendingar eru aðilar að AGS og Ólafur Ísleifsson er málkunnugur yfirmönnum þar og þar af leiðandi með réttar upplýsingar.
AGS vill ekki tengja Icesave við lán | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Margir erlendir aðilar telja að forseti Íslands sé valdamsti maður þjóðarinnar. Þetta frímerki bendir á að svo sé einnig staðan í Líberíu.
Forsetinn er nánast að hasla sér völl erlendis sem valdamesti maður Íslands Hann hefur neitað að skrifa undir Icesave lögin. Erlendir fjölmiðlamenn túlka það þannig að hann synji lögunum. Hann kemur fram í erlendum fjölmiðlum eins og forseti með vald og tjáir sig pólitískt.
Erlendir aðilar í London sem höfðu samband við mig í gær og sögðust ekki vera lengur tilbúnir að íhuga fjárfestingar á Íslandi vegna gjaldþrot íslensku bankanna í annað sinn. Ég spurði þá undrandi hvaða bankar? Þessir bankar sem bjargað var af ríkinu eftir hrun 2008 svöruðu þeir um hæl. Ég sagði þeim að það væri nú eitthver misskilningur því hér væru bankarnir á fullu að bjarga atvinnulífinu.
Þegar ég hafði gengið á hann um frekari skýringar á þessu þá sagði hann að "forseti" Íslands hefði sagt í útvarpsviðtali á BBC að íslenska ríkið væri á barmi gjaldþrots og forsætisráðherrann væri á ferð um Evrópu til að leita eftir neyðarlánum hjá ESB stjórninni.
Þetta er grafalvarlegt mál og það versta er að Bretar virðast ekki skilja ensku annara en þeirra sjálfra. Þetta er umhugsunarvert ekki satt?
Frímerki frá Líberíu með forseta Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
6.2.2010 | 07:43
Norðmenn kaupi eignasafn Landsbankans. Engin þörf á láni. Eignasafnið er 90% af skuldinni við Breta og Hollendinga.
Við þurfum ekki lán frá Norðmönnum. Við gætum þurft aðstoð þeirra á þann veg að þeir kaupi eignasafn Landsbankans fyrir sem svara til 90% af kröfu Breta og Hollendinga. Með þessu móti erum við ekki að iþyngja greiðslugetu okkar og gæti það komið ríkinu upp úr ruslflokki matsfyrirtækja.
Við þyrftum þá að verða okkur út um lán sem svarar til 10% af kröfunni sem þýðir í raun 1/10 af vaxtakosnaði sem nú er að valda okkur vandræðum.
Kannar hvort vilji er til að biðja um aðstoð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.2.2010 | 07:27
Ábyrgðarleysi útvegsmanna að mæta ekki.
Útvegsmenn verða að mæta á fundi starfshópsins til að tryggja bestu útkomu fyrir þá. Ef niðurstaða starfshópsins verður útvegsmönnum í óhag þá verður þeim sjálfu kennt um. Þeir einfaldlega mættu ekki á starfhópsfundi til að verja málstað sinn sem verður þá viðkvæðið hjá almenningi.
Útvegsmenn! Þið skorið ekki mörk á þeim leikjum sem þið mætið ekki á og þar af leiðandi sigrið þið ekki á því móti.
Halda áfram þótt útvegsmenn mæti ekki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)