Íslensku bankarnir eru á ábyrgð Ríkissjóðs sem ábyrgist allar innistæður í bönkunum.

Það er undarlegt að bankastjórnir íslensku bankanna hækkuðu laun stjórnenda um 100% án þess að taka tillit til þeirrar staðreyndar að bankarnir eru á ábyrgð ríkissjóðs. Allar innistæður í bönkunum eru ríkistryggðar og þar með undirstaða undir rekstur þeirra. Ef ríkisstjórnin félli frá ábyrgð sinni þá færu bankarnir á hausinn þegar almenningu tæki út allt sparifé sitt.

Forsætisráðherra hefur fullkomlega rétt á þessari kröfu fyrir hönd hins almenna borgara að krefjast afturköllunar á hækkunum.

Það sem olli hruninu voru þessi ofurlaun bankastarfsmanna sem leiddi út í tvíræða gjörninga sem ekki stóðust í raunveruleikanum.


Siðferðisvitund Ragnars Önundarsonar er komin á lágt plan.

Það er ótrúlegt að svona skynsamur og velgefinn maður skuli láta sig verða uppvísan um siðferðisbrot gangvart umbjóðendum sínum í VR með því að klára ekki afsagnir sínar úr öllum stjórnarstörfum hjá þeim.

Ég hef alltaf litið upp til Ragnars og fylgst með blaðaskrifum hans um bankakerfið og aðdraganda hrunsins. Hann var einn af fáum sem sá þetta hrun fyrir. Hann skildi hvað var í gangi og gat útskýrt fyrir okkur leikfléttur útrásarbankalýðsins.

Það hlýtur að verða hans fyrsta verk að segja sig úr stjórn Framtakssjóðs Íslands ef hann ætlar að halda í brot af fyrri virðingu sem almenningur bar fyrir honum. Hann var þátttakandi í því samráði sem var þess valdandi að fyrirtækin VISA ÍSland og Kreditkort þurftu að greiða 760 milljónir í sekt.


mbl.is Ætlar ekki að segja sig úr stjórn Framtakssjóðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Síldin kemur þá í stað loðnunar sem fæða handa bolfiskinum.

Nú erum við að ganga á síldarstofninn vegna loðnuveiðarnar sem eru yfirstandandi. Við göngum á loðnustofninn og sveltum bolfiskstofnana.

Hvernig ætlar HAFRÓ að nálgast fyrri þorskstofnstærðina sem var 370 þúsund tonn árið 1984?


mbl.is Enn mikil sýking í síldinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef um brot er að ræða þá fær fyrirtækið sekt en ekki stjórnendurnir.

Í mörg á hafa svona mál komið upp reglulega og hafa flest endað með, oft á tíðum, hárri sekt. En gallinn við þessa sekt er sá að fyrirtækið er sektað en ekki gjörningsmennirnir.

Með því að sekta fyrirtækið í stað stjórnendur, þá er verið að eyðileggja sektarúrræði.

Mín tillaga er sú að stjórnendur fái þessar háu sektir en ekki fyrirtækin sem er í eigu margra hluthafa sem hafa ekkert brotið af sér sem réttlætir sektun sem bittnar á hlutafjáreign þeirra.

Ef einstakur stjórnandi er sektaður um tugi milljóna fyrir slík brot þá er það fullvíst að þessi brot munu ekki verða framin af sama aðilanum aftur og einnig verður það alvarleg ábending til annara stjórnenda sem og þar með kemur í veg fyrir slík brot.


mbl.is 19 starfsmenn handteknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lögreglan um alla Evrópu er að vinna að rannsókn Edge of Icesave innlánsreikningum íslensku bankanna.

Íslenskur almenningur á eftir að verða var við mikla breytingar þegar fram í sækir. Bresk og Hollensk lögregluyfirvöld eru vafalítið þau bestu í rannsóknum á auðgunarbrotum. Þetta er ómetanlegt fyrir litla landið Ísland að fá þessa menn í lið með sér. Það verður hægt að "treysa" allar færslur frá bönkunum á þessu tímabili í kringum hrunið. Enginn kemst með fjármagn undan réttvísinni.

Ástæðan fyrir því að hægt sé að "treysa" fjármagn flutt á milli banka er vegna samskiftanetmiðilsins SWIFT. Það eru allar sendingar skráðar með númeri og afrit til í höfuðstöðvum SWIFT í Belgíu. Með þeim upplýsingum sem SWIFT fyrirtækið hefur undir höndum er hægt að fylgja leið fjármagnsins á endastöð. Þetta fé er ekki í ferðatöskum á aflandseyjum í Langtíburtistan.


mbl.is Formleg rannsókn hófst fyrir rúmu ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er annað i boði fyrir örríkið Ísland?

Mikið geta bændur verið skammsýnir þegar kemur að inngöngu í ESB. Hvað er fyrir utan ESB samtökin? Ekkert. Það eru miklar líkur á að við verðum ekki lengi frjáls með þessar skuldir á herðum okkar. Með því að ganga inn í ESB þá erum við að tryggja afkomu okkar og komandi kynslóðar.

Með því að ganga inn í ESB erum við að tryggja lýðræðið og krækja okkur í ákvörðunarrétt á Evrópuþinginu.

ÍSLANDS Í ESB


mbl.is Bændur leggjast gegn ESB aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þessi staða er afleiðing þess að laun og örorkubætur voru ekki vísitölubundnar eins og allt annað.

Þegar vísitölubinding launa var virk þá var tryggt að kaupmáttur var alltaf stöðugur. Í dag eru laun og örorkubætur aðeins helmingur af því sem það var 2007. Þegar gengið hrundi þá hækkaði allt nema laun.

Það má með sanni segja að staða launþega hafi verið á þá lund að árið 2007 að skuldir heimilanna hafi verið í samræmi við 8 tíma vinnudag. Í dag eru skuldirnar enn í samræmi við 8 tíma vinnudag en tekjurnar aðeins 4 tímar á dag.

Gengi krónunar hefur fallið um helming og er evran um 160 kr í dag en var haustið 2007 um 88 kr. Það má því með sanni segja að launin hafi lækkað um helming en verðlag haldist í hendur við gengi evrunar sem er 160 kr.

Það eru margir Íslendingar að flytja út til Noregs vegna atvinnuleysis hér og bágrar lífsafkomu. Ég hef reiknað út að laun sem greidd voru hér heima á árunum 2005 til 2008 í norskum krónum reiknað, séu svipuð og laun greidd í Noregi nú í dag. Verðlag í Noregi er afar hátt og er svipað verðlagi hér.

Það hlýtur að verða krafa launþega að vísitalan verði sett aftur í samband í næstu kjarasamningum.


mbl.is Svelta sig svo börnin fái mat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skólastjórar! Hvað voruð þið að gera í vinnunni ef hægt er að fækka ykkur um helming?

Það er undarlegt að hægt sé að fækka skólastjórum um helming og vænta somu þjónustu og áður. Þvílíkt bruðl með opinbert fé.

Ég tel að skólastjórar skuldi okkur skýringu á því hvernig þetta sé hægt.


mbl.is Hættuleg sameiningaráform
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er lag að Lotna taki á leigu allt húsið af Byggðastofnun og haldi áfram með vinnsluna.

Það er góð lausn að leigja þeim fiskvinnsluna og sjá svo hvað framtíðin beri í skauti sér.
mbl.is Samþykkir ekki kaup Lotnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kvenmaður og karlmaður geta átt barn saman, svo einfalt er það nú.

Þeir sem eiga rétt á fæðingarorlofi samkvæt lögunum er faðir barnsins og móðir barnsins. Þessi lög ná ekki yfir sambýliskonu/eiginkonu móður barnsins og því síður til sambýlismann/eiginmann barnsföðursins.

Það er því fullkomlega eðlilegt að hafa þetta svona áfram. Ef bæði Móðir og faðir eiga að fá greitt út úr fæðingarorlofssjóði þá verður blóðfaðir og blóðmóðir að sækja um þennan styrk og er þeim þá í sjálvald sett hverning þau ráðstafa fæðingarstyrknum. Það má því segja að blóðbarnsfaðir Lesbíu getur framselt styrk sinn til sambýliskonu hennar ef honum sýnist svo.


mbl.is Lesbíum gert að fylla út umsóknir sem karlmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband