Forsetinn hefur ekki samþykkt þennan nýja samning.

Krafan er: vaxtalausan samning við Breta og Hollendinga. Ekkert annað kemur til greina.

Innlánsreikningseigendur í Hollandi og Bretlandi eiga ekki kröfu á vexti á biðtímanum frekar en ríkið. Krafa Hollendinga og Breta er að fá greidda lámarksupphæðina 20.300€. Þetta er samkvæmt ábyrgð tryggingasjóð en ekkert er minnst á vaxtagreiðslur á biðtímanum. Eina sem stendur upp úr er lámarksupphæðin. Ef eignasafn LÍ er minna en 20300€ per reikning þá ber ríkinu (sumir halda því frama að það sé ekki) að greiða mismuninn en enga vexti.

Ef þessi samningur verður samþykktur þá erum við að taka á okkur 50 milljarða kostnað sem ekki er hægt að réttlæta á nokkurn hátt.

Samningur við Breta og Hollendinga á að hljóða upp á loforð um greiðslu þeirrar fjárhæðar sem upp á vantar og ekki krónu meir. Vextir eru því ekki inn í myndinni.


mbl.is Úrslitaatriði að fá Buchheit að borðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband