Er Ísland gjaldþrota í raun? Hvað er mikið óupplýst enn?

Hér segir orðrétt: Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að Seðlabankinn hafi neitað að taka við skuldabréfinu í þrotabú Spron í endurhverfum viðskiptum við Arion og því hafi fjármálaráðuneytið neyðst til þess að láta bankann fá veðhæf ríkisskuldabréf.

Ríkið ábyrgist Seðlabankann (samanber gjaldþrot Seðlabankans Okt. 08) og þess vegna skiptir ekki máli hvort Ríkissjóður setur inn veðhæf ríkisskuldabréf eða ábyrgist Seðlabankann og þrotabú Sprons. FME tók yfir Spron á sínum tíma og þar með ábyrgðist þrotabú Spron. Ríkið ábyrgist FME. 

 Allt þetta klúður er af völdum vanhæfra embættismanna og endurskoðenda og mun kosta þjóðina hundruði milljarða. 

Þjófur sem stelur læri út í búð er settur inn í mánuð. Hvað eru fjármálalögbrotin virði margra "læra"?  


mbl.is 141 milljarðs skuldbinding íslenska ríkisins utan efnahagsreiknings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er náttúrulega með ólíkindum ríkisstjórnin og seðlabanki og eftirlitsstofnanir henda nú á milli sín ábyrðinni á hroðvirknislegum ákvörðunum eins og heitri kartöflu.

Nokkrir af stærstu fjársvikamönnum heims fá tíma og tækifæri til að hylja slóð afbrota sinna og koma undan gögnum og tryggja feng sinn.Stjórnsýslan logar stafnana á milli og getur ekki eða hefur ekki hæfni til að vinna verkin og allt þetta er að valda stórskaða fyrir okkur og börnin okkar sem munum að lokum fá reikninginn.

Sveinn Ulfarsson (IP-tala skráð) 11.12.2010 kl. 11:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband