Valgerður ber fulla ábyrgð á þessu klúðri sem varð í stjórnartíð hennar.

Valgerður ber ábyrgð á þessu klúðri sem bankamálaráðherra og þar af leiðandi ábyrgð á Fjármálaeftirlitinu. Það er ekki hægt að skorast undan ábyrgð.

Framsóknarflokkurinn ber ábyrgð á bankamálum í heil tvö kjörtímabil.

Við verðum að gera kröfur um að fagmenn hver á sínu sviði verði skipaðir ráðherrar í ríkisstjórn. Ráðherrastarfið er ábyrgðamesta starfið í dag með tillit til verðmætin sem eru í húfi fyrir þjóðina. Í flest öllum störfum í dag er krafist menntunar og reynslu en ekki í ráðherrastarfið.


mbl.is Fjármálaeftirlitið átti að hafa eftirlit með gengislánunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Ég get nú ekki verið meira en sammála þér. En í röðum Framsóknarflokksins er þagað þunnu hljóði yfir því að bera ábyrgð á nokkrum sköpuðum hlut. Mér verður óglatt í hvert skipti sem gasprarar eins og Sigmundur Davíð opna munninn.

Úrsúla Jünemann, 19.6.2010 kl. 13:58

2 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég er alveg sammála ykkur, en var það ekki Sigmundur Davíð sem bað þjóðina margfallt afsökunnar úr ræðustól á ja líklega einhverjum stórfundi Framsóknararflokksins.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 19.6.2010 kl. 16:26

3 Smámynd: Vendetta

Mér fyndist það hæfa, að Valgerður bæði þjóðina innilegrar afsökunar á afglöpum sínum í ráðherratíð hennar. Sem iðnaðar- og viðskiptaráðherra var hún alveg duglaus og enn verri sem utanríkisráðherra, sem hún var alls ófær um. Sem iðnaðarráðherra kom hún með yfirlýsingar varðandi samninga við erlend stóriðjufyrirtæki sem báru vott um einfeldni og fáfræði. Sem viðskiptaráðherra bar hún sjálf ábyrgð á að setja lög um bankaviðskipti (eins og tíðkast á hinum Norðurlöndunum) fyrir árið 2002 sem hefðu komið í veg fyrir bankaránin, en það trassaði hún. Þótt Jónas Fr. og aðrir starfsmenn FME svæfu á verðinum, þá var það hlutverk Valgerðar að fylgjast með, sem hún gerði greinilega ekki. Hún hefur sennilega haldið alla sína ráðherratíð, að það að vera ráðherra snerist um að fara í cocktailboð, og að allir aðrir en hún ættu að veita bönkunum aðhald.

Ég hef heyrt um aðrar persónu sem fékk skólastjórastarf eingöngu út á Framsóknarflokksskírteinið sitt. Hún hafði ekki hugmynd um hvernig ætti að stjórna skóla og að lokum lokaði hún sig inni og lét aðstoðarskólastjórann um alla vinnuna. Það endaði með að foreldrar sendu börnin sín í aðra skóla og kennarar sögðu upp einn af öðrum. Það hlýtur að vera í Framsóknareðlinu að axla aldrei ábyrgð á neinu, koma sér undan skyldum sínum en kenna alltaf öðrum um.

Varðandi Sigmund Davíð, þá var þetta pólítísk kænskubragð sem hann dró upp úr hattinum í árslok 2008 og varð sennilega til þess að flokkurinn þurrkaðist ekki alveg út í kosningunum 2009. Gamla framsóknarsveitin, sem nú er farin úr flokknum, er þessu örugglega ekki sammála. 

Vendetta, 19.6.2010 kl. 17:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband