Ef Alþingi setti lög um verðtryggingu þá yrði það vanvirðing við kjósendur.

Lög frá Alþingi um verðtryggingu gengistryggðu lánanna mun skila sér í enn lægri virðingu fyrir Alþingi.

Ég líki þessu við það að ef flugfélög sýndu tap í ársreikningunum sínum og Alþingi setti lög um hækkun fargjalda fimm ár aftur í tímann. Flugfélögin auglýstu verðin í víðlesnum dagblöðum og ljósvakamiðlum. Neytandinn gengur til viðskipta á þeim forsendum sem þá var til staðar og gengur út frá þeirri staðreynd að verðið sé endanlegt.

Eyvindur G Gunnarsson segir að það sé möguleiki fyrir lagasetningu vegna tjóns lánveitenda. Það er ekki í anda frjálsra viðskipta sem byggjast á tilboðum frá seljanda sem kaupandi samþykkir og leiðir til viðskipta, að senda mönnum bakreikning.

Hver er munurinn á að lánveitandinn tapi við gengishrunið eða lántakandinn? Hefði komið til umræðu að setja lög, lántakandanum til góðs, við hrun bankanna haustið 2008?

Það er krafa lántakanda að yfirvöld láti þessa niðurstöðu Hæstaréttar afskiptalaust. Jafnræðisreglan er í fullu gildi þegar kemur að neytandanum og hinum almenna borgara.


mbl.is Ríkið gæti orðið bótaskylt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: smg

Þó að frjálshyggjuliðið sé að velta fyrir sér möguleikanum á afturvirkri verðurtryggingu verður það ekki, ríkisstjórnin er búin að lýsa yfir að það standi ekki til.

smg, 19.6.2010 kl. 11:40

2 identicon

Sammàla !!!  Làntakendur tòku myntkörfulàn, til ad fordast verdtryggd làn. Thad væri thvì glæpur ad verdtryggja thau. Lànastofnanirnar verda ad gjöra svo vel og bera àbyrgd à thvì, ad hafa bodid upp à òlögleg làn. Thær vissu vel, ad thau væru ekki lögleg. Thad var meira ad segja bent à thad ì upphafi en sù umræda thöggud nidur af bönkunum.

Stebbi (IP-tala skráð) 19.6.2010 kl. 11:41

3 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Það er eitt atriði sem ekki hefur komið fram áður, en það er að lántakandinn hafi haft grun um að þessi lán séu ólögleg og séð fram á að hann muni ekki þurfa að greiða verðbætur af lánunum eins og kveðið væri á um í lánasamningnum og þar af leiðandi afar hagstætt lán á nánast engum raunvöxtum. Þetta dæmi gæti átt við löglært fólk sem er jú líka neytendur og einnig lántakendur.

Guðlaugur Hermannsson, 19.6.2010 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband