Launþeginn hjá ríkinu, Árni Páll Árnason er ekki starfi sínu vaxinn.

Burt með Árna strax. Hann er að klúðra málum þúsunda manna og kvenna með getuleysi sínu. Hann er ekki hæfur til að meta stöðu mála og hefur heldur ekki manndóm í sér til að viðurkenna það og stíga til hliðar.

Það eru svona menn sem eiga ekki að koma nálægt ríkisrekstri sem kallar á ábyrga stjórnun og kunnáttu í faginu.


mbl.is Sendir Árna Páli opið bréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Vonandi ertu ekki núna fyrst að komast að þessari niðurstöðu?????????

Jóhann Elíasson, 28.4.2011 kl. 09:13

2 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Ég verð að segja það að ég hafði trú á kallinum en hún hefur horfið. Hvað er þá í boði? Eini stjórnmálamaðurinn sem ég get ímyndað mér að sé starfi sínu vaxinn er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Ég segi þetta vegna þess að það hentar mér pólitískt. Hún er sannur Sjálfstæðismaður og ekki síst að hún er sannur ESB sinni og það vegur þyngst.

Það er ljótt að segja frá en það er ekki mikið um fína drætti á Alþingi í dag. Ég batt miklar vonir við Lilju Mósesdóttur þrátt fyrir þingmennsku í Villtum Grænum. Hún hefur komið fram með margar góðar hugmyndir að lausn vandans hér heima.

Ef við gætum kosið menn í stað flokks þá held ég að við gætum komið að fagfólki á Alþingi sem kann að leysa vandamál án þess að skapa fleiri vegna lausna hinna.

Guðlaugur Hermannsson, 28.4.2011 kl. 09:28

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Við höfum nú haft einn fagmann á viðskiptaráðherrastóli nýlega eða ert nokkuð búinn að gleyma Gylfa Magnússyni? Guð forði okkur frá fleirum slíkum.

Við þurfum fólk með starfsreynslu og sæmilega greind. Endalaus nýliðun sem fyllir sali Alþingis af fjölmiðlafræðingum og félagsmálapostulum gagnast engum. 

Ragnhildur Kolka, 28.4.2011 kl. 13:42

4 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Sammála þér Ragnhildur,

Guðlaugur Hermannsson, 28.4.2011 kl. 13:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband