Sendinefndin hefur komist að samkomulagi, en hvað með þjóðina?

Það má segja sem svo að forsetinn hafi sparað þjóðinni hundruði milljarða ef þetta verður niðurstaðan. Eru þetta ekki góðar endurheimtur fyrir okkur almenning/skattgreiðendur? Þessi samningur verður afgreiddur sem lög frá Alþingi og forsetinn mun síðan neita að skrifa undir og leggja þetta fyrir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Það er með ólíkindum að stjórnmálamenn eru enn við völd eftir að þeir klúðruðu hagsmunum okkar með fáránlegum samningum í júni í fyrra. Sá samningur hefði kostað okkur 250 milljarða.

Það má segja að "hrunstjórnin" hafi verið getulaus og vanhæf en ekki lagaðist það við stjórnarskiptin. Það er hvergi á byggðu bóli að stjórnmálamenn siti sem fastast eftir að hafa klúðrað hagsmunum heillar þjóðar með fáránlegum samningum sem ekki var heil brú í. Sem betur fer höfðum við forseta sem þorði að stöðva þetta glapræði samningamannanna sem eru flestir útbrunnir pólitíkusar.


mbl.is Knýja á um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Ég hefði haldið að framganga atjórnarandstöðunnar hefði ekki farið framhjá neinum.

Hún sýndi svo ekki varð um villtst að stjórnin ætlaði að keyra landráðasamning í gegn umræðulaust.

Í framhaldi af allri þeirri vinnu sá forseti að þjóðin vildi ekki samþykkja nauðarsamninga og þessvegna tók hann sína ákvörðun.

Ólafur Ragnar tekur ekki svona ákvörðun nema því aðeins að hann  sjái að það þjóni persónulegum hagsmunum hans.

Hann fer ekki gegn Steingrími vini sínum á öðrum forsendum.

Enda var hann klappstýra útrásar .......  og "opnaði dyr sem annars voru þeim lokaðar".

Ólafur Ingi Hrólfsson, 16.11.2010 kl. 07:01

2 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Það skiptir ekki máli hvernig og af hverju hann setti þetta í þjóðaratkvæðagreiðlu heldur að hann setti þetta í ferilinn og það hefur sparað okkur 200 milljarða.

Guðlaugur Hermannsson, 16.11.2010 kl. 09:27

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Lýst vel á greinina þína - við eigum ekkert að borga skuldir Björgólfs Thors. Hann getur borgað sínar skuldir sjálfur.

Ólafur Ingi - rétt hjá þér að Ólafur Ragnar tók þátt í útrásardæminu en hann hefur sem betur fer snúið við blaðinu. Það voru margir sem tóku þátt í að dansa í kringum Gullkálfinn.  Margir tóku djarfar ákvarðanir í sambandi við lántöku á góðærisárum Davíðs Oddssonar en það er ekki aftur snúið með lánin. Hræðilegt að hafa stjórn sem leggur áherslu á allt annað en að takast á við vanda þjóðarinnar sem nú líður fyrir lántökur.

Stjórnin leggur áherslu á að gefa okkur á vald ESB og borga Icesave sem við eigum ekki. Á meðan verða margir gjaldþrota og missa allt. Þetta er nú meiri jafnaðarstjórnin sem ætlar að gera alla að fátæklingum og síðar að þrælum og stríðsmönnum fyrir ESB og her ESB. Ég skildi alltaf að þau vildu hífa upp lægstu launin en nú skil ég að það var millistéttin sem átti að eyða.

Guð veri með þér kæri frændi.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 16.11.2010 kl. 23:25

4 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Sæl frænka.

Það er alltaf gaman þegar þú kemur í heimsókn hér. Þetta með ESB herinn er bara rugl kæra frænka. Eins og segir í ljóðinu: Áfram kristmenn, krossmenn kóngsmenn erum vér, fram í stríðið stefnum sterki æsku her. Það er aðeins einn her hér á landi og er hann kallaður Hjálpræðisherinn.

Það er svo margt sem við öðlumst við inngöngu í ESB. Við fáum öryggi og aðhald sem ekki veitir af í okkar landi saman ber stjórnmál síðustu 2 áratugina.

Ég skora á þig kæra frænka að kynna þér ESB með kristilegu og jákvæðu hugarfari áður en þú mætir til þjóðaratkvæðagreiðslu um inngöngu í ESB.

Guðlaugur Hermannsson, 17.11.2010 kl. 02:38

5 identicon

Bréf frá konungi Icesave á hræðilegri ensku http://eyjan.is/2010/11/17/medmaelabref-ossurar-til-fao-fyrirue-arna/

Expose them (IP-tala skráð) 17.11.2010 kl. 14:50

6 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Ég hef kynnt mér nóg af ESB og er andvíg því bandalagi, líka vegna trúar minnar. Spádómur um síðustu tíma Sakaría 14. Af hverju segir þú að ESB herinn sé bara rugl. Hvað með Lissabon sáttmálann eða hvað nú sem þetta dót heitir hjá ESB.

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 17.11.2010 kl. 16:51

7 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Sæl frænka. Takk fyrir innlitið. Það er enginn her í ESB og verður ekki. Lestu allt um ESB og gleymdu í augnablikinu allt um spádóma Biblíunnar. Við erum öruggust inn í ESB.

Guðlaugur Hermannsson, 17.11.2010 kl. 17:09

8 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Nei frændi. Tek ekki þessum ábendingum þínum. Mun halda áfram vöku minni gagnvart þessu óguðlega bandalagi.

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 17.11.2010 kl. 19:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband