Bankarnir tapa engu, þeir missa mögulegan hagnað upp á 108 milljarða

Bankarnir keyptu kröfur gömlu bankanna fyrir 30 til 50% af nafnvirði. Allt tal um tap er óraunhæft í þessu samhengi. Tapið liggur hjá erlendu lánastofnunum en ekki í nýju bönkunum. Þessi niðurfelling hluta af kröfu er nánast samkvæmt niðurfellingunni sem nýju bankarnir náðu í samningum um kröfurnar yfirteknu. Í öðrulagi eru þessi lán ólögleg samanber niðurstöðu Hæstarétts í Júlí síðastliðnum.
mbl.is 108 milljarða tap banka vegna myntkörfulána
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Jú Bankarnir tapa náttúrulega eignum. Og erlendar fjármálastofnanir tapa þessum peningum ekki nema að nýju bankarnir fái að færa niður erlend láns sín. Sem er ekkert víst. Minni á að við eigum líka Landsbankann. Erlendu kröfuhafarnir eru búnir að framselja þessi lán til nýju bankana og af skrifa um 8000 milljarða. Nýju bankarnir þó þeir séu að hluta í eigu kröfuhafa eru með nýjan fjárhag sem var settur þegar þeir voru stofnaðir.

Magnús Helgi Björgvinsson, 12.11.2010 kl. 09:25

2 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Ertu með lista yfir kröfuhafa sem eiga í nýju bönkunum? Þetta eru vogunarsjóðir sem eru að reyna að græða á hruninu. Þeir hafa ekki borgað fyrir þessar kröfur nema smá upphæðir sumir segja 5%. Sendu mér lista yfir kröfuhafa gömlu bankanna sem eiga hlutdeild í nýju bönkunum ef þíú hefiur þá undir höndum.

Guðlaugur Hermannsson, 12.11.2010 kl. 09:31

3 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Magnús, bankarnir þurfa mestu leiti að skila illa fengnum hagnaði.  Ef þú lest frumvarpið, þá sést að ekki er verið að greina á milli áhrifana af frumvarpinu og veruleikans eftir dóma Hæstaréttar, heldur er verið að bera saman stöðuna ef frumvarpið verður að lögum og ástandi fyrir dóma Hæstaréttar 16. júní sl.  Ef þú síðan ferð í tölur FME frá 27. júlí, þá virðist mér sem "tap" fjármálafyrirtækjanna sé að minnka.  Spurningin er því:  Er Árni Páll að bæta þeim upp tjón eða voru tölur FME í júlí rangar?

Marinó G. Njálsson, 12.11.2010 kl. 10:10

4 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Ég er sammála þér Marinó.

Guðlaugur Hermannsson, 12.11.2010 kl. 10:14

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Skrýtið að kalla það tap, þegar skila þarf illa fengnu fé.

Guðmundur Ásgeirsson, 13.11.2010 kl. 19:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband