Það er búið að afskrifa þann hluta lána sem eru yfir 80% af verðmæti eigna.

Bankarnir, Lífeyrissjóðirnir og Íbúðalánasjóður hafa núþegar afskrifað í bókhaldi hvers og eins þann hluta skuldarinnar sem er yfir 80% af verðmæti eða niður í 100% af brunabótamati. Þessi regla er viðhöfð til skekkja ekki fjárhagsstöðu fjármálafyrirtækja.

Spurt er: Hver á að borga þetta ef af niðurfellingu verður? Réttast er að spyrja: Hver á að borga þennan mismun frá raunvirði eigna og í núverandi skuld sem er yfir 80% af raunvirði?

Bankarnir og fjármálafyrirtækin sitja á kröfum sínum þrátt fyrir afskriftir í bókhaldi og með tímanum innleysa þeir eignirnar til sín og bíða með þær þar til húsnæðisverð nær sömu hæðum og fyrir hrun en þá selja þeir þær.

Bankarnir innleysa eignir á uppboði fyrir kröfu upp á 20 milljónir, bjóða 10 milljónir í hana og fá innleyst til sín. Eftir standa aðrar 10 milljónir sem bankinn innheimtir hjá skuldara. Ef bankinn selur eignina á 18 milljónir þá hefur hann hagnast um 8 milljónir. Gerum síðan ráð fyrir að bankanum takist að innheimta þessar 10 milljónir hjá skuldara þá hefur bankinn hagnast um 18 milljónir á Þessum viðskiptum við gömlu bankanna.

Hver er staða skuldara? Hann hefur misst allt sitt og að auki 10 milljónir sem er mismunur á söluverði á uppboði og upprunalegri skuld. Ofan á þetta bætist eigið fé sem skuldarinn lagði í eignina við kaup á henni.

Íbúðalánasjóður og nýju bankarnir hafa keypt lungann úr þessum kröfum á 50% af nafnverði. Þó hefur íbúðalánasjóður ekki keypt mikið af þessum kröfum með afslætti en þeirra verklagsreglur ættu að koma á móti yfirláni fram yfir brunabótamat. Íbúðalánasjóður hefur fylgt þeirri stefnu að lána ekki yfir brunabótamat eignanna og ekki hærra en 18 milljónir á hverja eign.

Svar við þessu öllu saman er: Bankarnir hafa núþegar fengið þennan afslátt á kröfunum en vilja ekki gefa eftir til skuldara. Ef þeir gefa eftir hlutann sem er umfram verðmæti eigna þá eru þeir ekki að tapa fé heldur yfirfæra afsláttinn til skuldara þar sem þörf er á.

Bankarnir líta á 50% afsláttinn sem varasjóð til að mæta tapi ef greiðslufall verður. Með því að lækka skuldir niður í viðráðanlega stöðu miðað við greiðslugetu lántakanda ( fer eftir launum og skuldum skuldara) þá eru bankarnir að tryggja sig gegn meira tjóni en sem nemur 50% af nafnverði.

Mér segist svo hugur að bankarnir ætli að fara fram með græðgi og yfirgang til að ná sem mestum hagnaði fyrir þá sé til skemmri tíma litið. Við höfum séð ársfjórðungslegar afkomutölur frá bönkunum sem sýna mikinn hagnað. Þeir virðast keyra áfram á sömu forsendum og gömlu bankarnir.


mbl.is Flatur niðurskurður hjálpar ekki þeim verst stöddu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband