Hjálpum fólki að leita að vinnu erlendis til að skapa sér lífvænlegra líf.

Það er mikil eftirspurn eftir fagfólki í Noregi og Danmörku. Það eru núþegar margir starfandi í Noregi með fjölskylduna enn á Íslandi. Þetta fyrirkomulag er afar íþyngjandi fyrir sveitarfélögin þar sem útsvar og skattar eru greiddir erlendis en þjónusta veitt þessu fólki þrátt fyrir það hér á landi.

Mikill fólksflótti er frá landinu þessar vikurnar og er ekkert lát á. Suð-vestursvæði Noregs er afar vinsælt og hefur verið auðvelt að ferðast á milli fyrir þá einstaklinga sem eiga fjölskyldur á Íslandi.

Það er ekki nóg að gert til að auðvelda atvinnulausum að sækja um starf erlendis. Ég skora á samtök eða góðan hóp fólks sem hefur möguleika á að koma saman og styðja væntanlega umsækjendur í atvinnuleit. Ég er tilbúinn að mæta á stað sem hægt væri að liðsinna um leit að vinnu.

Það er hér með farið þess á leit við fólk að það komi og styðji þetta fólk í þessu þarfa máli. Einnig er óskað eftir aðstöðu og búnaði (skriftofuaðstöðu) hjá velviljuðum aðilum sem geta séð sér fært að liðsinna í þessu verkefni.


mbl.is Óttast að missa fólk úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband