Það á ekki að semja við Breta og Hollendinga um vaxtagreiðslur á Icesave þegar 200 milljarðar eru fastir inn á vaxtalausum reikningi í Englandsbanka. Það eru fyrir hendi ríkisskuldabréf upp á 200 milljarða í eignasafni Landsbankans sem er greiðsla fyrir innlent eignasafn Landsbankans.
Með því að semja um Icesave og samþykkja vaxtagreiðslur á alla upphæðina er ríkið að greiða tvöfalda vexti af þessum 200 milljörðum sem á að ganga upp í Icesave, í fyrsta lagi af ríkisskuldabréfunum og í öðru lagi af Icesave láninu sjálfu.
Íslenska ríkið er einnig að greiða vexti af þessum 200 milljörðum sem liggja vaxtalaust í Englandsbanka og er í höndum Breta.
Það sem eftir er af eignasafninu í Landsbankanum eru skuldabréf og aðrar útistandandi skuldir þar sem greiðendur eru öflug fyrirtæki og stórir bankar út í heimi. Þetta eignasafn ber vexti sem fara ekki í vaxtagreiðsluna sem ríkið þarf að inna af hendi í Icesavesamningnum.
Það sem eftir stendur á borðinu er um 10% sem gæti verið dæmið sem við verðum að taka á okkur, bæði er varðar vexti og greiðslu sjálfrar upphæðarinnar.
Segir ekki langt í land í Icesave-deilu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Tek heilshugar undir þessi ORÐ þín, IceSLAVE málið er í raun frekar einfalt mál, en þau skötuhjú stíga bara ekki í vitið og ná að klúðra málum endarlaust. Þessi auma & stórhættulega ríkisstjórn þarf bara að koma sér burt og hleypa hæfari einstaklingum að - nú er mál að linni...!
kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)
Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 11:17
Ég skil ekki hvernig stendur á því að þetta einfalda mál er ekki klárað á einni viku. Það sem þetta snýst um er aðeins hugsanlegur afgangur sem eftir stendur við uppgjör eignasafnsins.
Guðlaugur Hermannsson, 4.3.2010 kl. 17:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.