Hvernig væri að koma Bretum og Hollendingum í skilning um stöðu mála varðandi Icesave? Það má ekki gleyma því að í eignasafni Landsbankans eru ríkisskuldabréf sem ríkið greiddi fyrir innlenda eignasafn Landsbankans og tók það inn í eignasafn NBI (nýja Landsbankann). Þessi ríkisskuldabréf bera vexti eins og flest önnur skuldabréf og koma vextir á móti úr eignasafninu.
Það er undarlegt að Bretar og Hollendingar geti ekki tekið þessar eignir sem eru vel tryggðar og flutt það inn í Seðlabanka landa sinna.
Það er um einn milljarður sterlingspunda (um 200 milljarðar íslenskra króna) fryst inn á vaxtalausum reikningi í Englandsbanka sem er úr þrotabúi Landsbankans. Ef þessi pund verða afhent Bretum og Hollendingum þá lækkar skuldin niður í 2/3 af upprunalegri skuld. Bretar sýna ekki sanngirni með að hafa þetta fjármagn á vaxtalausum reikningi. Ef sú innisæða bæri vexti þá kæmi meira upp í kröfur kröfuhafa. Þetta þýðir með réttu að Bretar fá sem svarar vöxtum af þessari upphæð í hagnað vegna gjaldþrotalaga þeirra sem heimilar þeim að halda eftir fé vaxtalaust og nota það síðan til að hafa vexti af þeim í útlánum eða fjármagna fjárlagahalla breska ríkisins.
Bjóða breytilega vexti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er þetta ekki allt of einfalt til að nokkur metnaðarfull stjórnvöld bjóði það fram.
Árni Gunnarsson, 19.2.2010 kl. 18:19
Einfaldleikinn er stórfenglegur í reynd. Sum stjórnvöld verða að meðhöndla einfaldleikann eins og hann væri flókið fyrirbæri. Hættan við þetta er sú að þau missi tökin á vandamálinu og ráða ekki fram úr vandanum og skapa fleiri vandamál sem enn verr gengur að ráða fram úr.
Guðlaugur Hermannsson, 19.2.2010 kl. 18:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.