Hér er tillaga að formlegu gagntilboði frá Íslendingum.

Tillaga að formlegu gagntilboði Íslendinga er þessi:

Ríkisstjórnin afhendi Bretum og Hollendingum eignasafn Landsbankans strax. Ef þörf er á lagabreytingum vegna gjaldþrotalaganna þá leggi ríkisstjórnin fram frumvarp um breytingar á gjaldþrotalögunum strax og setji í flýtimeðferð í þinginu.

Íslenska ríkisstjórnin krefji Breta um að þeir taki yfir það reiðufé (1 milljarður sterlingspunda um 200 milljarða ísk) sem er á vaxtalausum reikningi í Englandsbanka en er eign þrotabús Landsbankans, sem greiðslu upp í Icesave. Þetta er um 1/3 af Icesave skuldinni.

Eftirstöðvar skuldarinnar verði innheimtar á 15 árum með millibankavöxtum, lungann úr lánstímanum.

Samningur á þessum nótum mun bjarga íslenskum stjórnmálamönnum úr skömminni og nýtast Bretum og Hollendingum í þeirra kosningabaráttu í vor og sumar.


mbl.is Funda um Icesave síðdegis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Guðlaugur stjórn og stjórnarandstaða eru búin að hafa rúmt ár til að leysa icesave en það er ekki firr en núna sem kraftur komst á málið vegna væntanlegrar þjóðaratkvæðagreiðslu ef alþingi semur áður en við fáum að kjósa þá er það klárlega aðför að lýðræðinu og valdstjórn tekinn yfir á alþingi. Því segi ég verjumst og látum það ekki gerast! Hreinsum út af alþingi og utanþingsstjórn verði skipuð óháð flokksræðinu.

Sigurður Haraldsson, 21.2.2010 kl. 11:37

2 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Sigurður! Viltu ólaf Ragnar Grímsson velji í utanþingsstjórn?

Guðlaugur Hermannsson, 21.2.2010 kl. 11:39

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það er tímabært að leggja Icesave til hliðar og bjarga fólkinu sem flýr nú frá þessu landi og þeim sem eru svo illa staddir að þeir geta ekki flúið hjálparlaust?

Stjórnarandstöðu-forystumönnum virðist vera sama um að hér drepist eða klikkist fólk á meðan þeir eru að eiða tímanum í að bjarga eigin eignum.

Þetta rugl er bara ekki boðlegt lengur. Nú verður að fara í raunverulegar björgunar-aðgerðir og hætta að bjarga einka-fyrirtækjum forystu-og embættismanna. Það er ekkert annað í boði núna.

Það er staðreynd að sama hvað verður gert má alltaf segja seinna að "ef og hefði" þá...? Það er ekki til einungis ein rétt lausn á þessu hörmulega ruglmáli. Virðum viljann fyrir verkið og hættið í guðanna bænum öll sem ráðið einhverju að eiða allri orku og tíma í auka-atriði! M.b.kv. Anna

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 21.2.2010 kl. 11:48

4 Smámynd: Elís Már Kjartansson

Eina gagntilboðið sem íslenksa ríkisstjórnin má gera er sú að veita ekki ríkisábyrgð í tilboði sínu. Að láta skattfé úr landi í hendur annars ríkis í valdi kúgunar er brot á alþjóðalögum og islenskum lögum. Guðlaugur ég get ekki með öðru móti séð en að Herra Ólafur Ragnar Grímsson sé fullfær um að standa vörð um fullveldi Íslands hann hefur að minnsta kosti sýnt það í þessu máli svo um munar með því að senda þetta í þjóðaratkvæði. Gamli samningurinn sem Herra Ólafur Ragnar Grímsson hleypti í gegn var með þeim varnöglum að við áskildum okkur þann rétt á samnings tímanaum að ef það kæmi í ljós seinna meir að við bærum ekki þess ábyrgð því við viðurkenndum ekki þessa skuld þá gætum við fengið úrskurð í þvi fyrir dómstólum og farið fram á skaðabætur. Og það hefur nú komið svo rækilega í ljós í dag að okkur beri enging lagaleg skylda að veita þessa ríkisábyrgð. Því segi ég ef ráðamenn ætla að gefa eftir þessa ríkisábyrgð þá eru þeir að gera það vísvitandi um að þeir eru að brjóta lög og þá er það skylda Dómsmálaráðaherra sem sem fer með dómsvaldið að gera eitthvað í málunum. Við segjum því nei við Icesave og lifi lýðræðið.

Elís Már Kjartansson, 21.2.2010 kl. 12:01

5 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Sæl Anna,

Ef við gerum upp Iceswave í næstu viku á þennan hátt þá spörum við 200 milljarða vaxtakostnað. Með slíkum sparnaði er hægt að taka á vanda heimilanna með fjármagn sem hefði verið eyrnamerkt öðru verkefni.

Icesave hefur alltaf verið aukaatriði en forustumenn stjórnarminnihlutans hafa nota Icesave til að fela raunverulega vandann sem er tap Seðlabankans upp á 350 milljarða. Sigmundur Davíð og Bjarni Benediktsson eru "útrásarvíkingar" það hefur glögglega komið í ljós á liðnum mánuðum.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur ekki sinnt öðru en Icesave síðan hann slysaðist inn á þing í fyrravor.

Bjarni Benediktsson hefur notað "smjörklípuaðferð" Davíðs Oddssonar þegar hann heldur á lofti þrasi um Icesave en tekur ekki upp önnur og meiri vandamál sem steðja að þjóðfélaginu sem er Seðlabankagjaldþrotið okkar stærsta vandamál.

Guðlaugur Hermannsson, 21.2.2010 kl. 12:05

6 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Elís, Sammála þér með forsetann hann hefur sett okkur á stall skynseminar og veitt okkur rétt til að verjast 700 milljarða ríkisábyrg. Ég segi nei við Icesave.

Guðlaugur Hermannsson, 21.2.2010 kl. 12:10

7 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Hugur minn hvarflaði að forsetnaum um val í utanþingsstjórnina það verður einhver að velja. Guðlaugur það er rétt hjá þér önnur mál sitja eftir seðlabankinn er þar efst á dagskrá við verðum að fara ljúka icesave kjósum og semjum lifi lýðræðið.

Sigurður Haraldsson, 21.2.2010 kl. 13:38

8 identicon

Það er greinilegt að fjórflokkurinn ætlar ekki að leyfa þjóðinni að kjósa um Icesave. Það er ekki farið að kynna efni samningsins fyrir almenningi, eins og sagt var í janúar. Einnig er haft eftir Jóhönnu Sigurðardóttur, að hún vonist eftir því að samkomulag náist fyrir kosninar 6. mars. Alþingi er nefnilega skíthrætt við að það komi upp fordæmi fyrir svona atkvæðagreiðslu.

Kristinn (IP-tala skráð) 21.2.2010 kl. 13:40

9 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Okkur ber skilda að kjósa um löginn um Icesave. Það er búið að boða til kosninga formlega og utankjörstaðakosningar hafnar.

Þegar fjölmiðlafrumvarpinu var synjað af forsetanum þá voru lögin ógild af þinginu áður en boðað var formlega til þjóðaratkvæðagreiðslu.

Það er að mínu mati brot á stjórnarskránni að hætta við þjóðaratkvæðisgreiðslu þegar hún hefur verið ákveðin og utankjörstaðarkosning hafin og greidd atkvæði orðin á annað þúsund. Hvað verður um þau atkvæði? Verða þau brennd?

Þessi lög sem á að kjósa um eru í fullu gildi í dag og þarf því að samþykkja ný lög sem fella þessi lög úr gildi eða að lögin verða felld í þjóðaratkvæðagreiðslunni 6 mars.

Sendum eignasafnið til Breta og Hollendinga og gerum upp mismunin ef verður með nýjum samningi og gæti eign tryggingasjóðs innistæðueigenda jafnvel dugað fyrir því sem upp á vantar. Sjóðurinn á 20 milljarða sem svarar til 3.5% af heildarskuld Icesave og er þá verið að ræða um 6.5% sem útaf stendur eða um 50 milljarðar.

Guðlaugur Hermannsson, 21.2.2010 kl. 14:08

10 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Guðlaugur hvað gerir þú ef fjórflokkarnir semja og koma þeim samningum í gegnum þingið til forseta og hann skrifar undir fyrir 6 mars?

Sigurður Haraldsson, 21.2.2010 kl. 14:13

11 Smámynd: Kristinn Pétursson

Það er ágæt hugmynd hjá þér að ÓRG myndi utanþingsstjórn.

Kristinn Pétursson, 21.2.2010 kl. 15:52

12 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Sigurður... Ef sá samningur er betri en sá eldri þá er það gott. Ólafur Ragnar Grímsson skrifar ekki undir hvað sem er? ( LOL Þetta hljómaði eins og á tímum víxlanna gömlu og góðu).

Kristinn. Ég tel að það gæti bjargað þessari þjóð frá fjórflokkaspillingunni.

Guðlaugur Hermannsson, 21.2.2010 kl. 16:17

13 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Ef stjórnvöld koma í veg fyrir kosningu þá eru þau að styrkja pólitíska stöðu forsetans og veita honum brautargengi í neitunarvaldi sínu. Ef forsetinn er ekki sáttur við lögin sem hann á að skrifa undir er honum frjálst að neita að skrifa undir og boða til þjóðaratkvæðigreiðslu um þau. Ef viðbrögð stjórnvalda er alltaf á þá lund að þau vilji þá breyta lögunum til að þóknast forsetanum þá ræður forsetinn en ekki Alþingi. Það er hættuleg braut og krefst þá pólitískra forsetakosninga. Ákvæðið um heimild forsetans til að synja undirskrift er stjórnarskrárverndað.

Guðlaugur Hermannsson, 21.2.2010 kl. 16:27

14 Smámynd: Kristinn Pétursson

Hugsanlega var ágætt að hafa þessa "neyðarútgöngu" að forsetinn stoppaði af þessa dellu.... sagan dæmir um það...

Við skuldum þessum Bretum og Hollendingum hugsanlega eitthvað, - en ofbeldisframkoma þeirra - einkum Breta með hryðjuverkalögunum -er óuppgert mál.... Ég vil fá erlent greiningarfyrirtæki til að meta skaðann - og "gagnið" af beitingu hryðjuverkalaganna. Senda svo Bretum reikninginn með  matskostnaði  ásamt miskabótum og bótum fyrir mannorðsskemmdir... sýnum þessum djöflum enga eftirgjöf.

Við skulum skrifa undir samning um að semja um það sem stendur afturaf - þegar þeir hafa tekið eignir upp í skuldir - þeir eru svo ósvífnir að "geyma" nú 200 milljarða fyrir okkur á vaxtalausum reikningi í Englandsbanka....  

Þeir ætla að láta okkur sitja uppi með áhættuna - þeir geta bara setið uppi með hana sjálfir - engar "lántökur" - en semjum um að semja um þetta þegar búið er að gera upp landsbankann - með flýtimeðferð. 

Kristinn Pétursson, 21.2.2010 kl. 17:23

15 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Ég er fullkomlega sammála þér. Í þorskastríðinu neituðu Bretar að ræða við okkur nema við hættum að klippa aftan úr togurum þeirra sem við og gerðum.

Guðlaugur Hermannsson, 21.2.2010 kl. 17:27

16 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Guðlaugur lýðræðið er í húfi það má ekki taka af okkur kosninguna! Fjórflokkskerfið virkar ekki lengur.

Sigurður Haraldsson, 21.2.2010 kl. 23:51

17 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Gulli Bretar hefðu aldrei talað við okkur nema vegna þess að við klipptum aftan úr þeim.

Hitt var bara "show off"  í blá restina til að þeir mydu halda andlitinu.

Sigurður Þórðarson, 22.2.2010 kl. 04:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband