Trúverðugleiki formannsins hefur laskast eftir birtingu DV greinanna undanfarnar vikur.

Ég vona að formanninum takist að hreinsa sig af þessum ásökunum sem koma fram í skrifum DV undanfarnar vikur. Á meðan hann gerir ekki hreint fyrir sínum dyrum þá tel ég það nauðsynlegt að hann segi af sér tímabundið sem formaður flokksins og leyfi varaformanni að takast á við verkefni líðandi stundar. Það er ekki heppilegt að formaðurinn sé á erlendri grundu að tala máli íslensku þjóðarinnar þegar vafi leikur á að hlutdeild hans í hruninu sé með öllu óaðfinnanleg.

Ég tel að það sé rétt að Sjálfstæðisflokkurinn hugsi sinn gang núna þegar líða fer að sveitastjórnarkosningum og beiti sér fyrir því að gera hreint í sínum ranni. Sjálfstæðisflokkurinn er aðeins stjórnmálaflokkur og er hann aldrei betri en þeir menn sem stjórna honum hverju sinni. Mér er annt um flokkinn og hef stutt hann með hléum frá því að ég fékk kosningarétt. Ég hef alltaf fylgt þeirri forystu sem stuðlar að heiðarlegri og réttsýnni stefnu og án þess að misnota stöðu sína og mátt.

Það er svo áríðandi að stjórnmálamaður sé ekki með óuppgert vandamál sem gæti stangast á við hagsmuni heildarinnar og verið þar af leiðandi verið í þeirri stöðu að sitja báðu megin við borðið.


mbl.is Átti fund með dönskum ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Carl Jóhann Granz

Eina óuppgerða vandamálið þar virðist vera tilraunir DV til að gera hann tortryggilegann án sannana.

Hann hefur skýrt þetta vel. Það er ekki hægt að líkja því saman að skrifa undir samning fyrir sjálfan sig og svo fyrir aðra með þeirra umboði.

Hreinlega fáránlegt.

Carl Jóhann Granz, 5.2.2010 kl. 18:43

2 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Ég er ekki að dæma í þessu máli. ég er að benda á að formaður með þessa óvissu yfir sér er ekki fullkomlega með hugan við stjórnmálaleg vandamál.

Guðlaugur Hermannsson, 5.2.2010 kl. 19:21

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Eftir birtingu í DV - það er algjört sorpblað sem er með öllu ómarkækt - svo er Bjarni búinn að svara þessu öllu m.a í kastljósi - OG þú hlítur að vera að grínast að ætlast til þess að hann segi af sér - það er enginn óvissa í kringum hann en ef þú telur svo vera er það þín skoðun - við erum þar ósammála - það að hann er erlendis að tala máli okkar íslendinga er bara gott mál - ekki hafa stjórnarliðar gert það -

Óðinn Þórisson, 5.2.2010 kl. 20:14

4 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Þú tala eins og hann sé bróðir þinn. Ég hef verið ánægður með störf hans en þegar svona alvarlegir hlutir eru að koma upp á yfirborðið þá er nayðsynlegt að hreinsa þetta fyrir fullt og allt. Þetta gera stjórnmálamenn á hinum norðurlöndunum að hverfa frá amstri dagsins og fást við sín mál og leysa þau fyrir fullt og allt og koma síðan aftur til starfa með hreint borð aftur.

Guðlaugur Hermannsson, 5.2.2010 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband