Skráning á markaði er leið til niðurfellingu skuldar með velþóknun almennings.

Hver á Arion banka? Eigandinn er að taka á sig mikið tap vegna afskrifta stóran hluta útlána.

Er þetta raunverulegt tap? Nei það held ég ekki, því ég tel að tapið sé núþegar orðið að raunveruleika með brunaútsölu stóru bankanna á verðlausum skuldabréfum á gömlu bankanna. Verð á kröfum stóru bankanna (lánadrottnanna) fór niður í 1 til 5% af nafnverði. Þeir sem keyptu þessi bréf eru nú eigendur Arion banka. Þetta gerir nýju eigendunum kleyft að afskrifa stóran hluta af kröfunum án þess að verða fyrir tjóni en aðvitað lækkað verðmæti eignarinnar sem er í eignasafni Arion banka.

Stóra spurningin er: Hver er eigandi Arion banka? Er það þeir sem gætu hagnast á því að skuldir fyrirtækja verði afskrifaðar? Af hverju er ekki gefið upp hver er eigandi Arion banka? Það eru lög í landinu sem kveða á um að allir eigendur séu þekktir.

Á meðan þetta er svona þá er ekki "nýtt Ísland" í fæðingu eins og vonast var eftir. Er spillingin orðin óyfirstíganleg hindrun?


mbl.is Óvissu um framtíð Haga eytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Gott innlegg og um leið mjög þarft að vita um eigendur bankans þarna er eitthvað óhreint á ferð ekki hægt með nokkru móti treysta þessum stofnunum, við verðum að halda vöku okkar og fá svör.

Sigurður Haraldsson, 5.2.2010 kl. 12:28

2 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Það bendir allt til þess að þetta sé svona.

Guðlaugur Hermannsson, 5.2.2010 kl. 17:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband