Ólafur Ragnar Grímsson er af erlendum fjölmiðlum talinn valdamesti maður Íslands. Samkvæmt þessu boði Alþjóðaþingsins í Davos í Swiss er hann einnig talinn valdamesti maður Íslands vegna þess að á þennan fund er einungis boðið valdamestu mönnum heims í stjórnmálum og fjármálageiranum.
Á þessu þingi eru sameiginlega teknar mikilvægar ákvarðanir fyrir framtíð heimsins á sviði stjórnmála og fjármála. Forsetar og forsætisráðherrar helstu iðnríkja heims mæta á þetta þing ásamt flestum ráðamönnum fjármála í heiminum bæði í einkageiranum og hinum opinbera.
Ég vona að okkar ástsæla forseta auðnist sú gæfa að nýta þessa stöðu sæina í okkar þágu og beita sér fyrir hagkvæmri niðurstöðu fyrir okkar fámenna land. Útkoman úr þessu þingi gæti gert gæfumuninn fyrir okkar framtíð.
Ólafi Ragnari boðið til Davos | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.