Mismunun þegna vegna þjóðernis? Brot á Mannréttindasátmálanum og norrænu samningum?

Eru Danir og Svíar að brjóta mannréttindi? Er ekki komin hefð á þetta? Svona hefur þetta verið í 40 ár, jafn réttur allra þegna norrænu þjóðanna hvar sem er á Norðurlöndum.

Ég hef lúmskan grun um að staða þessara landa (Svíþjóð og Danmörk) sé afar slæm ef ekki töluvert verri en okkar staða. Þessir brottrekstrar eru þá neyðarráð hjá þeim. Ef svo er þá verðum við að virða það við þá.

Það er talið að önnur bankakreppa skelli á innan tíðar vegna stöðu þjóðanna eftir að þær lögðu fram gríðalegar upphæðir til bjargar bönkunum. Við næstu bankakreppu þá verða þjóðirnar ekki aflögufærar til frekari aðstoðar bönkunum. Þetta mun orsaka algjört hrun bankanna og mun fyrri styrkir að öllum líkindum hverfa í kreppunni sem kæmi þá þessum þjóðum í sömu stöðu og við Íslendingar erum í núna. Þegar og ef það gerist þá verðum við komin út úr okkar kreppu að miklu leiti og stöndum þá betur að vígi.

Bresku fjárlögin eru með jafn mikinn halla og okkar miðað við höfðatölu.


mbl.is Norrænum ríkisborgurum vísað úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Ég hef búið í meira en fimmtán ár í Svíþjóð og ekki kært mig um að gerast sænskur ríkisborgari. Ég veit ekki betur en að ég hafi öll réttindi á við sænska ríkisborgara nema tvö þ.e. að ég má ekki kjósa í þingkosningum hér (get kosið í sveitarstjórn og "landsting") og að hægt er að vísa mér úr landi ef ég gerist brotlegur við lög.Í greininni er reyndar aðeins getið um Noreg og Danmörku en ef þeir geta leyft sér þetta þá hefur samningum milli Norðurlanda verið breytt eða að þeir eru að brjóta á móti þeim samningi. Tæplega eru Norðmenn svo illa staddir fjárhagslega að þeir þurfi að haga sér svona en Danmörk hefur sett mjög ströng lög um dvalarleyfi þeirra sem giftast dönskum ríkisborgurum en ég hélt ekki að hægt væri að beita þeim á Íslendinga eða aðra norðurlandabúa.

Jón Bragi Sigurðsson, 28.1.2010 kl. 14:53

2 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Það eru afar fáir opinberir starfsmenn á Norðurlöndunum sem vita um þetta samkomulag þjóðanna.

Guðlaugur Hermannsson, 28.1.2010 kl. 18:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband