Svikamylla útrásarvíkinganna er með ólíkindum.

Þetta var þá allt sama plat ekki satt? Hvar var eftirlitið? Á fylliríi?

Það hefur verið augljóst frá byrjun að það var aldrei neitt á bak við þessar hækkanir á hlutabréfamörkuðum. Engin raunveruleg eignaaukning heldur gerfipeningar sem síðan voru bakkaðir upp með "kúlulánum" sem aldrei átti að borga til baka heldur að nota til að kaupa útrásarvíkinganna út úr þessum gerfibréfum sínum ásamt því að selja þau til lífeyrissjóðanna það sem eftir var af þeim og síðan hverfa af landi brott með auðinn. Það er ekki einleikið að llífeyrissjóðirnir hafi tapað 1000 milljörðum á bankahruninu. Seðlabankinn 500 milljörðum (350 milljarðar samkvæmt kröfu í þrotabú bankanna og 150 milljarðar í ástabréfin hjá Spron og Icebank).

Síðustu vikuna fyrir hrunið er sagt að Kaupþing banki hafi flutt út að jafnvirði 500 milljarða íslenskra króna í erlendum gjaldeyri. Hvar eru þessir peningar núna?

Við skulum vona að SFO breska geti hjálpað við að góma þessa aulabárða sem hreinlega nauðguðu þjóðinni í beinni útsendingu í mörg ár.


mbl.is Húsleit hjá Deloitte
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Og aulabárðarnir sem þú réttilega kallar því nafni reyndust ekki hafa neina þekkingu á því sem þeir fengust við. Þeir kunnu ekki neitt, vissu ekki neitt og gátu ekki neitt þegar á reyndi. Þeir voru ómerkilegir og óheiðarlegir og nú berast af því fregnir að við yfirheyrslur hafi þeir sumir hverjir verið fullir af steigurlæti og rembingi.

Þvílik andskotans kvikindi!

Árni Gunnarsson, 26.1.2010 kl. 14:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband