21.5.2011 | 19:41
Vonandi dregur þetta ekki úr fjölda ferðamanna til Íslands í sumar.
Það er bæði gott og slæmt að eldgos er að hefjast núna. Það slæma gæti verið hræðsla fólks við eldgos og dragi því úr heimsóknum til okkar. Ótti þeirra við að verða "stuck" á Íslandi vegna hugsanlegs flugbanns er líka stór þáttur.
Það góða við eldgosið er að það er besta auglýsingin fyrir okkur. Við vonum að þetta taki ekki meira en viku eða svo.
Gos að hefjast i Grímsvötnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.5.2011 | 18:35
Jóhanna ætlar að koma kvótamálinu í höfn í sumar.
Þingmenn kallaðir úr sumarfríi? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.5.2011 | 17:35
"Sniðganga útburð í hundahús" hlýtur að vera krafa póstsins.
Verði með munnkörfu utandyra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er fráleitt að tala um arðsemi í sjávarútvegi þegar laun starfsfólks hans í landi er á hálfum launum miðað við gengi. Það er ekki heldur greitt af höfuðstóli lána, aðeins vexti.
Það er nánast hægt að fullyrða það að sjávarútvegurinn er meira og minna gjaldþrota. Hann stendur ekki undir þessum skuldum og þvísíður að hann geti greitt hærri laun en nú án þess að fara í þrot. Olíuverð hefur hækkað svo mikið að það er orðinn stór hluti af kostnaði útgerðar.
Það er bara látið reka á reyðanum og vonast útgerðamenn að þetta haldi svona áfram inn í nánustu framtíð.
Arðsemin hverfur úr greininni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það virðist gleymast að lagasettning Geirs H Haarde í upphafi hrunsins bjargaði Íslendingum og að hluta til Bretum og Hollendingum. Þessi neyðarlög skiluðu okkur í þá stöðu sem við erum í dag gagnvart Bretum og Hollendingum. Icesave lámarks innistæður eru tryggar í þrotabúi Landsbankans.
Ég tel að Geir sé í röngum erindagjörðum í Þjóðmenningarhúsinu það ætti heldur að heiðra hann fyrir hans framlag til björgunar Íslandi á ögurstund.
Ég er nú ekki mikill spámaður en ég tel að hann verði sýknaður af þessum ákærum Alþingis.
Ég ber fullkomið traust til Geirs og veit að hann er ábyrgur maður og getur ekki axlað ábyrgð vanhæfra meðstjórnenda sem eru enn að klúðra málum íslenskra þegna í núverandi ríkisstjórn.
Rökstuðningur í málflutningnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.5.2011 | 17:58
Bankastarfsmenn greiða tapið í hruni bankanna.
Ef þetta heldur áfram með svona niðurstöðu dómsmála gegn bankastarfsmönnum þá saxast á tapið sem varð í hruninu.
Við látum okkur dreyma um hagstæðar niðurstöður í framtíðinni. Það er um 6000 milljarðar sem vantar upp á til að koma á sléttu út úr þessu hruni.
Endurgreiði 90 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er mögulegt að ríkisstjórnin sé búin að gera stykki í skálm? Er Jón með óhreint í pokahorninu? Hvað verður úr þessari tveggja ára vinnu sem ráðherrar og þingmenn hafa lagt í þetta frumvarp aldarinnar?
Ég er afar vondaufur um að það sé eitthvað gott sem kemur út úr þessari vinnu ráðherranna og þingmannanna sem lögðu nafn sitt við þetta frumvarp. Úr því að Jón vill ekki leka út til almennings innihaldi þessa frumvarps þá er mikið að.
Ef þetta frumvarp er ekki papírsins virði þá er ekkert annað en að kjósa til Alþingis aftur í haust.
Þessi stjórn sem nú situr er sú versta sem setið hefur frá landnámi. Það er ekkert að marka þeirra kosningaloforð frekar en oft áður og ætti að vera lög í landinu sem gerir þá ábyrga fyrir kosningasvikunum. Það er ljótt að plata sagði maðurinn og krossaði fingur.
Það er eina von okkar að forsetinn stöðvi þessi lög með því að neyta að skrifa undir þau. Þá verður kosið um kvótamálin.
Kvótafrumvarp afgreitt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2011 | 07:17
Fjallið tók jóðsótt og það fæddist mús...
Ekki eru þetta uppörfandi upplýsingar um hvað sé í vændum með þetta frumvarp.
VG og Samfó eru ekki að standa við kosningaloforðin. Þetta með veiðigjaldið er hvorki fugl né fiskur. Aumkunnavert.
30% gjaldsins til sjávarbyggða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég vona svo innilega að þetta sé einstætt tilfelli en ekki byrjun á ofbeldisvandamáli í okkar litla landi Íslandi.
Sumir eru að blogga um það að þetta tengist flóttamannavandamálinu á Íslandi. Það tel ég ekki vera en aldrei er of varlega farið með þau mál. Það er nú samt ekki samasemmerki á milli "að faravarlega og að fara sér hægt".
Mál einstaklings sem hefur beðið í 7 ár eftir afgreiðslu á landvistarleyfi er ekki afgreitt samkvæmt Stjórnarskránni né heldur stjórnsýslulögum og því síður mannréttindasáttmála Evrópu. Þessi 7 ár eru 10% af líftíma meðal jóns og því ekki boðlegt neinum.
Menn halda því fram að ef við "gefum eftir" í þessum málum þá fáum við holskeflu af flóttamönnum en svo er ekki nánast allir sem koma til landsins koma frá Shengensvæðinu og því á ábyrgð þess lands sem hann fyrist kom til við innkomuna inn á Shengensvæðið.
Agreiðum þetta mál og látum "flóttamanninn" fá landvistarleyfi. Hann gæti síðan sótt um ríkisborgararétt þar sem fimm ár eru liðin frá komu hans til landsins. Það ætti að vera til upplýsingar um hegðan hans á meðan á dvöl hans hér hefur staðið í þessi 7 ár.
Útlendingaeftirlitið ætti að fá sér nýtt starfsfólk sem söðlar sama dag og það ríða út en ekki 7 árum seinna.
Ráðist á heimili Ögmundar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Íslendingar eiga að senda inn kæru til ESA vegna framferðis Breta í aðdraganda hrunsins og strax eftir hrun. Bretar settu á okkur hriðjuverkalög sem er brot á EES samningnum. Þeir frystu 1 milljarð punda inn í Englandsbanka á vaxtalausum reikningi. Það er brot gegn Íslendingum. Þeir krefja okkur um vexti á kröfunni en greiða enga vexti á innistæðu 1/3 af kröfu þeirra sem var bundið inn í Englandsbanka.
Skilanefnd LÍ fékk ekki aðgang að þessum milljarði eins og henni bar samkvæmt EES samningnum. Skilanefndin fékk ekki tækifæri á að ávaxta þetta fé eins og annað fé sem hún hafði til ráðstöfunnar fyrir hönd kröfuhafa.
Að framangreindu þá er það augljóst að Bretar brutu EES samninginn með sínu framferði. Hollendingar sátu hjá en héldu uppi kröfum á sama meiði og Bretar. Það var töluvert fé inn á reikningum í Hollenskum bönkum sem skilanefndin komst ekki í færi við, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Það er mín einlæga von að þetta mál fari fyrir dómstóla og við fáum úrskurð sem getur orðið fordæmagefandi í framtíð. Ég hef nú þá trú að Bretar fari ekki með þetta mál áfram vegna þess að þeir gætu skotið sig í fótinn. Ef þeir vinna málið þá eru þeir í raun að tapa hundruðum milljörðum í kröfum frá innistæðueigendum í gjaldþrota breskum bönkum í öðrum löndum en Bretlandi.
Við verðum að fá þetta mál útkljáð fyrir dómstólum sem fyrst, svo við vitum hvar við stöndum þegar næsta bankahrun verður á Íslandi. Það gæti komið fyrr en seinna vegna vafasamra stöðu bankanna í dag.
Brugðust ekki skyldum sínum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)