Geir H Haarde bjargaði þjóðinni frá gjaldþroti með neyðarlögunum í október 2008

Það virðist gleymast að lagasettning Geirs H Haarde í upphafi hrunsins bjargaði Íslendingum og að hluta til Bretum og Hollendingum. Þessi neyðarlög skiluðu okkur í þá stöðu sem við erum í dag gagnvart Bretum og Hollendingum. Icesave lámarks innistæður eru tryggar í þrotabúi Landsbankans.

Ég tel að Geir sé í röngum erindagjörðum í Þjóðmenningarhúsinu það ætti heldur að heiðra hann fyrir hans framlag til björgunar Íslandi á ögurstund.

Ég er nú ekki mikill spámaður en ég tel að hann verði sýknaður af þessum ákærum Alþingis.

Ég ber fullkomið traust til Geirs og veit að hann er ábyrgur maður og getur ekki axlað ábyrgð vanhæfra meðstjórnenda sem eru enn að klúðra málum íslenskra þegna í núverandi ríkisstjórn.


mbl.is Rökstuðningur í málflutningnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hvernig er hægt að segja það um skipstjóra að hann hafi bjargað einhverju þegar hann vísvitandi beið fram á loka mínútu að gefa áhöfninni fyrirmæli um að fara í bátana, eftir að hafa í langan tíma vitað að skipið væri að sökkva og ekkert hafst að annað en að en reyna af fremsta megni að leyna vandanum og telja áhöfninni og umheiminum trú um að allt væri í stakasta lagi? 

Kannski hefðu neyðarlögin verið óþörf ef Geir og Ingibjörg hefðu ekki sofið á verðinum, reynt að fela vandann m.a. með því að halda upplýsingum leyndum fyrir bankamálaráðherranum,  þegar upp byrjaði að renna fyrir þeim ljós.

Það fer enginn tvisvar til sjós með þannig menn í brúnni!

Ákæran á hendur Geir er fullkomlega réttmæt, Ingibjörg hið minnsta, ætti að standa þar honum við hlið.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.5.2011 kl. 11:30

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Rétt hjá þer Gunnlaugur, Geir H bjargaði Íslandi með neyðarlögunum. Síðan tók byltigarstjórn við og hefur á örskömmum tíma tekist að koma okkur á vonarvöl. Við stóðum vel eftir neyðarlögin en eftir handayfirlögn Steingríms Joð erum við komin niður að hlið Íra. Er hægt að klúðra málum á ömurlegri hátt? 

Ragnhildur Kolka, 13.5.2011 kl. 22:04

3 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Sammála þér Ragnhildur.

Guðlaugur Hermannsson, 14.5.2011 kl. 09:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband