Íslendingar hafa verslað við Rússa í áratugi.

Ísland hefur verið vinveitt Rússum í áratugi og verslað mikið við þá þjóð með sölu á ullarvörum og fiskmeti og kaup á olíuvörum og Lada bílum.

Ég spái því að Rússar gangi inn í NATO innan fárra ára og hugsanlega ESB um einum áratugi seinna. Það er mikil breyting í gangi þessi misserin og verða aðstæður hugsanlega öðruvísi en nokkrum manni hefði dottið í hug.

Ég styð nánari tengsl Rússa og Íslendinga og vona að samstarfið eflist og dafni.


mbl.is Aukin samvinna við Rússa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll; Guðlaugur !

Þakka þér fyrir; hlý orð, í garð bræðra okkar, Rússa.

En; Rússnesk þjóðarsál, sem skynsemi, útilokar aðild þeirra, að efnhags- og hryðjuverka bandalögum Vesturlanda, sem ESB og NATÓ hafa marg sannað sig í, að vera, ágæti drengur.

Svo mikið; er þó víst.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.9.2010 kl. 11:57

2 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Þetta krossar pólitískar skoðanir. Það er gott. Allt sem sameinar almenning þessa heims er af hinu góða.

Guðlaugur Hermannsson, 23.9.2010 kl. 12:06

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Það var gaman í denn að salta síld sem var flutt til Sovétríkjanna sálugu.

Guð veri með þér og þínum

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 23.9.2010 kl. 21:02

4 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Sæl frænka, Gaman að sjá þig hér. Þú ert alltaf svo frísk. Guð verði með þér.

Guðlaugur Hermannsson, 23.9.2010 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband