Fitch er ekki faglega þenkjandi fyrirtæki, samanber Kaupthing var metið AAA.

Það er mikið rætt um framtíð fyrirtækja á borð við Fitch. Þessi fyrirtæki eru gerð út sem óháð matsfyrirtæki, er ekki gert ráð fyrir því að þau verði langlíf. Það sem er hugsanlegt að taki við eru opinberar stofnanir sem sem myndu starfa á sama grundvelli. Þetta myndi tryggja ábyrgara eftirlit og mat sem mark væri takandi á. Ef FME væri bæði eftirlitsstofnun og um leið matsaðili fyrir fjármálafyrirtæki, þá væri eftirlit með rekstri og greiðslugetu samhangandi.

Hvernig getur íslenska ríkið fallið í mati fyrir það eitt að koma í veg fyrir skuldbindingu umfram greiðslugetu sem mögulega gæti verið á ábyrgð annara en íslenska ríkisins. Hefði íslenska ríkið verið sett í sama ruslflokk ef forsetinn hefði staðfest lögin? Það hefði verið raunhæfara.


mbl.is Kemur á óvart hve fljótt Fitch brást við fréttunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Það eru málaferli í gangi þar sem krafa er frá lánveitendum um skaðabætur fyrir rangt mat á greiðslugetu fjármálafyrirtækis.

Eru matsfyrirtækin ekki ábyrg fyrir uoolýsingum sem þær selja út til viðskiptavina sinna eins og banka og önnur fjármálafyrirtæki.

Guðlaugur Hermannsson, 7.1.2010 kl. 08:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband