5.12.2009 | 10:18
Er hrunið að stærstum hluta á ábyrgð enduskoðunarfyrirtækjanna?
Ég hef verið að velta fyrir mér þessari spurningu. Þessi frétt hefur vakið upp mögulega ástæðu en hún er sú að endurskoðunarskriftofur þurfa að enduskoða reikninga félaganna og samþykkja þá. Er raunhæft að samþykkja reikninga sem eru með allt að 70% af eignum í "GOODWILL"? Er þetta raunsæ mynd af stöðunni?
Ég tel að orsakir hrunsins séu tvær og sú fyrri er gengisstýring félaganna á hlutabréfum í eigin félögum og sú síðari er hömluleysi endurskoðenda í mati á "GOODWILL" fyrirtækjanna í viðskiptum við þá.
Stærsta orsökin fyrir hruni á eignasafni bankanna er sú að þessi félög sem skulduðu þeim áttu afar lítið í haldbærum eignum en á móti mikið í viðskiptarvild. Ef harðnar á dalnum þá hverfur goodwill fyrst undantekningarlaust.
Það var og er í verkahring FME að fylgjast með eignasafni bankanna og þeirra mat á eignunum.
Þegar Hannes Smárason gekk inn í FL group þá var ný búið að skrifa undir samning við Boeng verksmiðjurnar um kaup á 3 B757-300. Hannes fór á stíufanna og kannaði hvað verðgildi þessa samning væri á frjálsum markaði og komst að því að hann var um 50 milljarða en samningsupphæðin var einungis 45 milljarðar. Með þessa vitneskju fór hann til Björgólfs Guðmundssonar í Landsbankanum og tók "lán" upp á 4 milljarða út á þessa 5 milljarða sem á milli bar milli samningsins og markaðsverðsins. Þetta lán var svo notað í kaup á öðrum félögum ásamt hlutum í FL Group.
Þessir 4 milljarðar sem Björgólfur lánaði Hannesi voru ótryggðir og þar af leiðandi ólöglegt samkvæmt lögum um bankastofnanir. Þessháttar viðskipti áttu sér stað marg oft fram að hruninu.
Tæplega 70% eigna 365 miðla óefnislegar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Veistu það ég held að þú eigir kollgátuna Guðlaugur. Held að það fari um margan góðan endurskoðenda þegar skýrslan lítur dagsins ljós.
Það þarf umtalsverð hæfileika í að skapa það umhverfi sem þjóðin sýpur seiðið af þess mánuði og mörg okkar hveljur.
Það er klárt mál að það þarf nokkuð klóka menn/konur til að skapa það umhverfi sem við líðum undir núna. Taktu bara eftir því 01.02.10
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 5.12.2009 kl. 11:23
Það verður fróðlegt að lesa skýrsluna 1 feb. ef henni verður dreift á netinu. Vonandi verður það nú.
Guðlaugur Hermannsson, 5.12.2009 kl. 11:31
Var þetta ekki nákvæmlega það sem Mats Josefsson, ráðgjafi ríkisstjórnarinnar er búinn að vera að segja í heilt ár, allt frá því að Geir Haarde réð hann hingað? Maðurinn er búinn að tala fyrir daufum eyrum, Baldrekur fjármálaráðherra hefur aðallega notað hann til að spaugast með.
Josefsson hefur sagt stjórnmálamenn og eftirlitsstofnanir eiga mikla sök, en helsta sökin sé hjá bankastofnunum og stjórnendum þeirra, ásamt endurskoðendaskrifstofum. Þeim endurskoðendum sem hafa sett nöfnin sín á bakvið uppgjörin. Þessi málflutningur hefur ekki þótt nægilega vænlegur til vinsælda, auk þess sem bankamennirnir og eigendur gömlu bankanna eiga auðvitað fjölmiðlana, og fara þar af leiðandi ekki að tala illa um sjálfa sig.
Þetta dæmi um Hannes og boeing vélarnar, ef hann hefði getað selt 45 milljarða rétt á 50 milljarða, af hverju sendu Landsbanka menn hann þá ekki bara til Seattle og létu hann selja þennan rétt og casha út 5 milljörðunum sjálfan? varla gat þetta verið mikið vandamál? Flugvélaviðskipti eru engin flókin viðskipti fyrir þá sem lifa og hrærast í þeim bransa daginn út og daginn inn likt og Hannes?
joi (IP-tala skráð) 5.12.2009 kl. 11:31
Ef hann seldi samninginn þá væri rekstur FL Group ekki í góðum málum. Það hefðu tapast 5 milljarðar vegna samningsleysis. Reksturinn hefði orðið lakari án samnings. Sem sagt þetta var ekki hagnaður sem hægt var að innheimta einan og sér.
Guðlaugur Hermannsson, 5.12.2009 kl. 11:37
Sæll og blessaður frændi.
Það fer hrollur um mig að lesa dæmið sem þú tekur um Hannes Smárason. Mörg svona dæmi hafa komið uppá yfirborðið. Að hugsa sér að það hafi verið svona viðbjóðsleg spilling á bak við tjöldin hér á þessari litlu eyju og það í langan tíma.
Það eru margir sem hafa á einhvern hátt komið nálægt þessu og þeim hlakkar örugglega ekki til þegar við fáum að sjá allt ógeðið sem viðgekkst hér fyrir bankahrunið og ennþá eimir af spillingu að mínu mati.
Guð veri með þér
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 10.12.2009 kl. 23:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.