13.11.2009 | 13:40
Voru þessi kúlulán liður í ólöglegum verðmyndunum á hlutabréfum bankanna?
Ef svo er þá er ekki einvörðungu skattlagning afskritarinnar vandamálið heldur hugsanleg brot á lögum um verðbréfaviðskipti. Það er nú fyrir rétti sakamál í Héraðsdómi Reykjaness þar sem 2 fyrrum bankastarfsmenn eru ákærðir fyrir brot af sama meiði og ofangreint.
Það er mjög bagalegt þegar bankastarfsmenn eru að taka lán hjá vinnuveitanda sínum til þess að kaupa hlutabréf í hlutafélaginu sem rekur vinnustaðinn. Það ætti að vera bankastarfsmönnum augljóst að það hafi verið ólíklegt að þessi lán voru að bæta hag bankans heldur aðeins að trekkja að ókunnuga fjárfesta til að glepjast af þessari óraunhæfu verðmætaaukningu hlutabréfa í fyrirtæki sem ekki sýndi hagnað af daglegum reskstri heldur einungis hagnað af sölu á eigin hlutabréfum.
Hagnaður bankanna síðustu 3 árin fyrir hrun var einvörðungu fyrir tilstuðlan markaðsmisnotkunar þeirra á gengi krónunar. Það er staðfest að bankarnir hafi veikt íslensku krónuna í lok hvers ársfjórðungs til þess eins að hækka verðlag og þar með vísitöluna. Þegar vísitalan hækkaði þá hækkuðu verðtryggðu lánin og þar með jukust þau um þá krónutölu sem verðbæturnar námu. Þegar fjórði mánuðurinn leið þá styrktist krónan aftur gagnvart evru og dollar. Þetta þýddi að þegar bankarnir gerðu upp eignasafn sitt þá hafði það hækkað um verðbæturnar en gengið var þá orðið það sama fyrir lækkun í fyrri mánuði og myndaði því hagnað sem nam vísitöluhækkuninni. Þetta sáu erlendu lánadrottnarnir ekki fyrr en í lok 2007 en þá fór að halla undan fæti hjá bönkunum með erlend lán. Ástæðan fyrir því að bankarnir fengu ekki meira lán á þessum tíma er sú að lánveitendur sáu að hagnaður þeirra var í formi hækkaðs eigins fé í verðtryggðum verðbréfum sem greiddust til baka á allt að 40 ára tímabili. Sem sagt þetta var ekki hagnaður sem var hægt að greiða vexti né rekstur bankanna.
Þegar allt lokast hjá íslensku bönkunum þá fara þeir út í að stofna "innlánsreikninga" svo sem Icesave og Edge. Framhaldið er öllum kunnugt um.
Þrýstu á um að sleppa við að borga skatta af afskrifuðum skuldum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég krefst þess að það verði gert opinbert hvaða lögmenn, ráðgjafar og sjórnmálamenn þetta eru! Og það strax og án undantekninga!
Eggert Þorvarðarson (IP-tala skráð) 13.11.2009 kl. 22:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.