Ef við styrkjum krónuna þá hækkar forgangskrafa innlánstryggingasjóðs.

Samkvæmt fullyrðingu tryggingastærðfræðingsins Péturs Blöndals þá hafa skuldabréfin hækkað um 60 milljarða á hálfu ári vegna þess að forgangskrafan hefur verið fryst í krónum talið 22. apríl sl samkvæmt lögum frá Alþingi. Þar sem eignir gamla Landsbankans eru að mestu í erlendum myntum og gengi þeirra hafa hækkað um rúm 8% frá 22. apríl geti eignir hans staðið undir 90% af Icesave kröfunum sem eru fastar í krónutölu.


Pétur heldur áfram: Hins vegar sé þessi forgangskrafa megineign innlánstryggingasjóðs til þess að mæta þeim skuldabréfum sem ríkisstjórnin hefur samþykkt að veita ríkisábyrgð á. Pétur sagði þau skuldabréf gengistryggð og bera ofurvexti, svonefnda Svavarsvexti, eða 5,55%. Þau hafi hækkað um 80 milljarða króna á hálfu ári, þar af um 20 milljarða vegna vaxta á móti eign sem er föst í krónutölu.

Ég vil nota tækifærið og spyrja Pétur að lokum um þetta: Ef forgangskrafan hefur verið fryst í krónum talið og veiking hennar var um 8% frá 22. apríl eða sem svarar til 60 milljörðum, hver verður þá staðan ef gengi íslensku krónunar styrkist um 33% (gengi evru úr 180 í 120 kr) á einu ári eða svo, er þá ekki hægt að tala um lækkun upp á 250 milljarða? Ef krónan styrkist enn meir segjum til dæmis í 90 kr evran þá verður lækkunin 375 milljarðar. Ef þetta gerist þá verður til fyrir 100% af Icesave skuldinni. Við þyrftum að greiða vexti á þeim tíma sem það tekur eignasafn gamla Landsbankans að greiða upp kröfurnar frá innlánstryggingasjóði.

Ef þetta er tilfellið og skuldabréfin eru fryst í íslenskum krónum þá er þetta ekkert annað en tær snylld Svavars og félaga. Þeir hafa platað Breta og Hollendinga með þessum háu vöxtum og afvegaleitt þá til að samþykkja frystingu lánsins í íslenskum jójó krónum. Þetta er tær snylld. Stóra spurningin er: Voru þeir meðvitaðir um þessa leikfléttu eða skeði þetta bara óvart?

Við verðum nú að taka okkur saman í andlitinu og gera allt til að styrkja gengi íslensku krónunar, til að mynda með því að laða að fjárfesta til landsins og liðka til fyrir fleiri orkuverum og álverksmiðjum ásamt öllum þessum hugmyndum um Keflavíkurflugvöll og fjárfestingum honum tengdum.


mbl.is Icesave-skuldabréf hækkað um 80 milljarða á hálfu ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband