Hvaða 206 milljarða tap er verið að ræða um? Þetta var loftbóla.

Þetta tap er jafn óraunverulegt og "gróðinn" hér áður fyrr.

Þessir menn eru ekki enn komnir út úr matadorinu sínu. Þetta er allt saman innherjasvik með "gengi" hlutabréfa eins og Kaupþingsrannsóknin er að leiða í ljós.

Þetta kalla ég Hríseyjar "sindrom". Gefum okkur það að 5 fjárfestar séu búsettir í Hrísey og þar séu aðeins 4 hús í eyjunni. Viðskiptin eru á þann lund að einn er alltaf húsnæðislaus og verður þá að kaupa af hinum hús. Með þessi blómlegu viðskipti er augljóst að það verða verðhækkanir á eignum jafnt og þétt.

Svo kemur upp svínaflensa í eyjunni og einn af fjárfestunum deyr, þá stoppa öll viðskipti með hús í eyjunni og verð hrapar niður í raunverð eigna á stað sem þessum.

Það má segja að menn hafi "grætt" á þessum uppgangstíma og eftir andlátið hafi menn tapað öllu aftur.

Hverju töpuðu fjárfestarnir? Það varð engin raunveruleg eignamyndun. Men tóku bara lán og "fjárfestu" í engu.


mbl.is Exista tapaði 206 milljörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skuldlaus

Hahahahaha!!!

Snilldarsaga. Tek mér það Bessaleyfi að stela henni á bloggið mitt :)

mbk

Skuldlaus, 19.10.2009 kl. 21:08

2 Smámynd: Björn Birgisson

Ef þetta væru raunverulegir peningar, þá er tapið tæpir 4 milljarðar á viku, eða um 565 milljónir á dag!  Vel að verki verið!

Björn Birgisson, 20.10.2009 kl. 10:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband