Förum þess á leit við Norðmenn að þeir kaupi eignasafn Landsbanka.

Það er ásættanleg lausn að fá Norðmenn til að kaupa eignasafn Landsbankans á 90% af ICESAVE skuldbyndingunni. Þetta safn er metið á núvirði um 90% af skuldbindingu okkar. Norðmenn geta örugglega fengið ásættanlega ávöxtun á þessu eignasafni eða um 5,5% ársávöxtun eins og við verðum að greiða til Breta og Hollendinga. Með þessu erum við ekki að skuldbynda okkur fyrir allri upphæðinni heldur aðeins 10% af ICESAVE. Með þessu léttum við á lántökum umfram nauðsyn og fyrrum okkur óvissuþætti sem þetta óhjákvæmilega skapar okkur í formi lakari lánskjara.

Það er almennur misskilningur að við verðum að greiða vexti af láninu frá Bretum og Hollendingum ofan á þessi 90% núvirðisútreikningi skilanefndar Landsbankans. Í þessum útreikningum eru reiknaðir innifaldir vextir af eignasafninu til greiðsludags eða upphæð lækkuð sem svarar til ávöxtunarkröfu sem hvílir á láni Hollendinga og Breta.


mbl.is Viðbrögð á báða vegu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Og hvers vegna ættu Norðmenn að fjárfesta í þessu rusli?  Fjármagnseigendur hafa val.  Það eru margir meir spennandi kostir en Icesave.  Ég efast að það fengist meir en 50% fyrir þetta. 

Andri Geir Arinbjarnarson, 17.10.2009 kl. 18:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband