Grunnorsökin fyrir þessari hópuppsögn skurðhjúkrunarfræðinga er vegna þess að stéttarfélag þeirra var með í því að afnema vísitölubyndingu launa í "þjóðarsáttinni" frægu. Sjúkrahúsin hafa greitt þeim samkvæmt töxtum sem fyrir liggja. Vandinn er sá að það var ekki vísitölutrygging á launum þegar hrunið varð, einugis á lánum.
Til að ná sömu launum og voru fyrir hrun þarf að hækka launin í samræmi við vísitölu eins og hún var fyrir hrun og uppfæra hana til dagsins í dag.
Það ætti að vera krafa skurðhjúkrunarfræðinga að leiðrétta þennan mismun í gegnum stéttarfélagið.
Þann 4. Október 2008 vöru launþegar með laun sem svara til 8 klukkustunda vinnu og skulduðu í samræmi við það í húsnæði og bílum. Þann 8. Október 2008 voru launþegar með laun sem svara til 4 klukkustunda vinnu en skulduðu samt í samræmi við 8 klukkustunda vinnu. Með þessu voru laun lækkuð um helming á einni helgi og enginn gerði neitt í því.
Krafan er því tenging launa aftur við vísitölu strax.
Nær allir á skurðdeild sögðu upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
sæll,
þetta eru ekki skurðhjúkrunarfræðingar sem eru að berjast heldur eru þetta umm 300 hjúkrunarfræðingar á LSH óháð starfsvettvangi eða menntun. Þetta er ekki slæm hugmynd hjá þér en fólk verður að gera sér grein fyrir að verið er að tala um stofnanasamninga innan sjúkrahússins en ekki kjarasamninga hjúkrunarfræðinga. Í þeim er einungis hægt að nota þá launatöflu sem þegar liggur fyrir. Hugmyndin er samt góð fyrir næsnta kjarasamning sem verður 2014 :)
Ólafur G. Skúlason (IP-tala skráð) 9.1.2013 kl. 10:57
Það er ekki einungis vandi hjúkrunarfræðinga að laun skuli ekki vera verðtryggð og ekki sök þeirra félags að sú tenging var afnumin.
Þetta á við um flest allt launafólk í landinu og öll stéttarfélög brugðust þegar ákveðið vara að afnema verðtryggingu launa en halda henni á lánum.
Það er svo spurning hversu gott það er að hafa laun verðtryggð, en meðan lán eru verðtryggð verða laun auðvitað að vera það einnig. Það er útilokað að skilja þar á milli.
Gunnar Heiðarsson, 9.1.2013 kl. 12:32
Sökin liggur hjá verkalýðsforystunni einvörðungu. Skurðhjúkrunafræðingar eru hluti af heildar pakkanum.
Skuldirnar hafa ekki breyst heldur launin. Skuldirnar eru verðtryggðar og því "raunvirði" en laun eru orðin hálfvirði frá því sem var fyrir hrun.
Auðveldast er að skoða þetta í formi gjaldeyrisgeingisskráningu Seðlabanka. Þegar þú reiknar út verðmæti mánaðarlauna í evrum fyrir hrun þá var evran á 90 kr. en er í dag nánast 100% hærri í krónum talið. Reiknaðu út hvað þú fékst mikið í evrum fyrir hrun og margfaldaðu það með nýja genginu í dag. þá færð þú raunvirði launa í dag eins og þau væru verðtryggð.
Guðlaugur Hermannsson, 9.1.2013 kl. 12:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.