Danir innheimta 70 til 80% skatt af háum launum.

Í Danaveldi eru skattar um 50% á línuna en skattar af tekjum umfram miðlungstekjur eru stighækkandi og allt upp í 80%. Þetta skattkerfi hefur verið við lýði í áratugu og í stjórnartíð hægri og vinstri manna óbreytt.

Þetta hefur reynst vel hjá dönum og því ætti þetta ekki að henta okkur hér?


mbl.is „Skattlagning á starfsfólk í sjávarútvegi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mofi

Áttatíu prósent virkar alveg svakalegt. Gæti stutt 60% fyrir þá sem hafa meira en miljón á mánuði; kannski af því að ég er ekki með miljón á mánuði

Mofi, 9.6.2011 kl. 16:08

2 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Í Danmörk ertu ekki með meira en 50% skatt ef þú ert með sem svara til einnar milljónar íslenskrar krónur í laun. Ég er að reikna með að 60% verði á þeim launum sem eru umfram milljón til 2ja milljóna. og svo koll af kolli upp í 80%.

Guðlaugur Hermannsson, 9.6.2011 kl. 16:14

3 identicon

Eg held nu ad tu ættir ad kinna ter tetta adeins betur,i DK er skattaprosentan ALDREI hærri en 51,5% +8% i tad sem teir kalla sundhedsbidrag tad er 59% og ef farid er inn a skat.dk ta er hægt ad sja tetta,og auk tess er alskonar fradrattur medal annars ef madur a langt til vinnu og greidslur i stettarfeløg,tetta kemur svo ofani og eikur personuafslaatin sem tessum upphædum nemur,barnabætur eru ekki tekjuteingdar allir vextir fradrattabærir og ekki tekjuteingt,færd styrk en ekki lan i framhaldskolum fritt ad fara til læknis ,og svona gæti eg haldid afram,personufradrattur er 42,900 danskar a ari +4% ef tu ert i vinnu(svokallad beskæfigelsesfradrag)svo hvar eru tessi 80% sem tu ert ad tala um? 

Thorsteinn Thorsteinsson (IP-tala skráð) 9.6.2011 kl. 17:34

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Hver segir að skattakerfi Danmerkur hafi reynst vel?

Danmörk hafði fjórða lélegasta hagvöxt af 33 löndum OECD síðustu 10 árin og mun fá þann næst lélegasta næstu 10 árin. Danskt hagkerfi er að kikna undan sköttum. Það er fullkomlega staðnað. 

Danir eru farnir að sjá að þetta gengur ekki án þess að gjaldþrjóta samfélagið og eyðileggja þá litlu velferð sem þjóðin hefur enn efni á; því lækka þeir skatta.

Þess utan er danska skattakerfið svo flókið að enginn skilur það til fulls. Aðeins þeir sem þéna mest hafa efni á að borga skattaráðgjöfum fyrir að lækka skatta sína.

Þetta er sennilega ein lélegasta fyrirmynd af skattakerfi sem þú hefur fundið þarna Guðlaugur.

Gunnar Rögnvaldsson, 9.6.2011 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband